Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Kría’

IMG_5637

During Icelandic independence day, 17. of June 2012, I was in Önundarfjörður fjord in the Westfjords, the north west peninsula of Iceland. This fjord lies deep between steep mountains with high cliffs. After midnight I entered an Arctic tern colony to record their sounds. The recording conditions was as good as it gets. The weather was calm, dry but cloudy, and the temperature was about 7 °C. Almost no traffic was in the fjord so most of the background noise was only coming from falling water in the mountains and sea waves at the shore.
This Arctic tern colony is big and has been there for decades, even centuries. This bird is very territorial and aggressive protecting the colony and many other bird more passive species feel safe to nest among the Arctic tern. So this recording includes sounds from many other bird spaces such as Whimbrel, Black-headed Gull, Black-tailed Godwit, Common Redshank, Oystercatcher, and Golden Plover… and many more
The recording contains also human and sheep voices from a nearby farm. Swans, Red-throat Diver, and common Eider at the shore side and a some sound from a Gull colony high in the cliffs all around the fjord.
During the recording the Arctic Terns attack many times the furry microphones. Sometimes you may hear their excrement fall to the ground around the microphones, but at this time they never hit or peck the Blimps.
The duration of the recording was almost 80 minutes. Following recording contains the last 36 minutes so my disturbing visit is not much audible. This is just a nice ordinary summer night in the north west of Iceland.

Krían í Önundarfirði 17. júní 2012.

Upptaka þessi var gerð í kríuvarpi nærri Holtstanga innst í Önundarfirði.
Veður var stillt, þurrt en skýjað og hiti um 7°C. Það var því varla hægt að kjósa sér ákjósanlegra veður til upptöku á fuglalífi. Allt iðaði af lífi. Fyrir utan kríu mátti sjá og heyra í hettumáfum, spóa, lóu, stelk, tjaldi og fleiri fuglum, Efst í fjöllunum mátti sjá allt fullt af fuglum á sveimi björgunum. Í flæðamálinu voru álftir, lóm og æðarfugl.

Download mp3 file (192kbps / 50,7Mb)

Recorder: Sound devices 744t
Mics: Rode NT1a
Pics: Canon D30

Read Full Post »

Æðarfugl við Bakkagranda fjöru

Það eru ófáar ferðirnar sem ég hef farið út á Seltjarnarnes til að hljóðrita. Ein af mínum uppáhalds upptökum er frá því 10. júní 1994. Hefur hún verið fáanleg í fullri lengd á CD diski í nokkur ár.
Hér er á ferðinni eitt þessara hljóðrita þar sem allt gekk upp til að hljóðritið heppnaðist. Algert logn var á upptökustað, sem var ströndin undan Bakkagranda. Æðarfuglinn kom alveg upp að hljóðnemunum með unga sína. Hér má því heyra kollur kenna ungum fæðuleit og einstaka blika slást. Þá heyrist í kríu, tjaldi, hrossagauk og öðrum fuglum.
Hef ég farið margar andvökuferðir út á Nes til að reyna að fanga svipað hljóðrit. En það hefur ekki tekist. Fyrst og fremst stafar það af því að nú er stöðug umferð bíla fram og til baka út á Nes allan sólarhringin.
Það merkilega við þessa upptöku er hvað hún hefur varðveist vel miðað við að hún var tekin upp á kassettu fyrir tæpum tveimur áratugum. Nánari upplýsingar má finna á sölusíðu.

_________________________________

Birdlife at Seltjarnarnes in June 1994.
The birds are mostly Common Eider and ducklings searching for food in the beach, Artic Tern and Oystercatcher.
This recording is/was avalible in full length on CD in 16bit/44,1Khz on Sale page
Recorder: Sony TC-D5M (TDK metal bias tape)
Mic: Sennheiser ME20 and ME80 (40cm apart/100°)
Picture was taken 17 years later at recording place.

Sækja mp3 skrá (192kbps / 41mb)

Read Full Post »

Fyrir rétt rúmum mánuði, þann 4. maí, hljóðritaði ég fuglasöng við golfskálann á Seltjarnarnesi. Þá heyrðist ekkert í kríu, aðeins í gæsum, mó- og vaðfuglum.
Þann 10. júní mætti ég í annað sinn með upptökutækin. Var krían þá komin á Nesið, fremur hávær og ákaflega árásargjörn eins og vera ber.
Hljóðnemum var nú aftur komið fyrir á sama stað og á sama tíma, þ.e. norðan golfskálans, rétt eftir miðnætti.
Á þessari stundu er margæsin farin til Svalbarða, Grænlands og Kanada og krían komin í hennar stað. Lítið heyrist í öðrum fuglum þó þeir hafi verið allt um kring. Krían var greinilega búin að hertaka Nesið og sætti sig við nærveru mannsins svo lengi sem hann héldi sig innan þeirra marka sem henni þóknaðist og honum bar.
Heldur lægri sjávarstaða var þann 10. júní en 4. maí. Því heyrist með öðrum hætti í öldunni.
Tekið var upp í 24bit/192Khz á Korg MR1000 með tveimur Sennheiser ME62 hljóðnemum í 90° horni sem vísða var til norðurs.
Myndin er tekin á meðan á upptöku stóð.

Sækja mp3 skrá (192kbps/31Mb)

Read Full Post »

Fylgja

Get every new post delivered to your Inbox.

Join 79 other followers