Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Tenerife’

Í fjöruborðinu fyrir neðan Europe Villa Cortes GL hótelið á Tenerife er sjávarlaug. Sá ég fáar manneskjur synda í þessari laug. Hún leit því út fyrir að vera frekar líflaus. En þegar betur var að gáð var hún full af lífi. Í lauginni var urmull krabba, snigla og annarra kvikinda sem ég kann lítil deili á.
Síðla dags þann 22. desember 2011, rétt fyrir sólsetur, stakk ég hljóðnemum í laugina og gleymdi mér í rúman klukkutíma við að hlusta á einhver kvikindi gefa frá sér hljóð. Í bland við öldunið og fótatak fólks sem gekk um laugarbakkann mátti heyra ýmis hljóð. Öðru hvoru skvettust öldur inn í laugina en háværastir voru líklega sniglar sem nörtuðu botn og veggi laugarinnar í ætisleit.

_____________________________________________________________

Creatures in the pool

In the beach below the Hotel “Europe Villa Cortes GL” at Tenerife is a sea pool. It was probably build some years ago for people to swim, but today it is full of all kinds of algae, snails, crabs and other creatures, so it looks not popular for humans.
In the afternoon at 22 of December 2011, I put hydrophone in the pool and recorded more than one hour of mystique sound. Most audible sound are rumbling sound from the surf. Sometimes the waves goes all the way in the pool with splashing sound and sometimes footsteps can be heard when people walk by the pool side. But there is also many other sounds from organic creatures, most likely from hungry snails scratching the pool surface.

Short version
Download mp3 file (192kbps / 4,2Mb)

Long version
Download mp3 file (192kbps / 28Mb)

Recorder: Sound Devices 744 (24bit / 48Khz)
Mic: Aquarian H2a-XLR
Pix: Olympus 4040 (underwater) and Canon 30D (See more pictures)

Read Full Post »

Fireworks at Tenerife

Áramótin 2011-2012 voru heldur óvenjuleg þetta skiptið þar sem ég dvaldi með tengdafjölsyldu minni á Tenerife. Eins og á Íslandi þá var skotið upp flugeldum. En á Tenerife er það ekki almennt almenningur sem skítur upp flugeldum heldur sjá hótelin um það, allavega á suðvestur horni eyjarinnar. Á H10 Conquistador hótelinu þar sem ég gisti hafði flugeldum verið skotið upp á Jóladag í tveimur tilkomumiklum sýningum. Hótelið var því ekki með flugeldaskothríð á áramótum. Þess í stað sáu nágrannahótelin um það.
Hljóðnemarnir voru á svölum á 4 hæð og snéru til norðurs. Staðsetningin var því ekki upp á hið besta til að fanga flugeldana sjálfa, en það sem einkennir þessa hljóðritun er skemmtilegt bergmál sprengingana frá eldfjallinu Teide og háum hótelbyggingum. Flugeldasýningin á Las Américas var þægilega hófstillt miðað við íslenska gauraganginn þar sem venja er að upplifunin hverfi í ofboðslegum hávaða og þykkum eitruðum reyk.
Varúð! Þessi upptaka getur skaðað heyrn og hátalara á háum styrk

______________________________________________

New year’s eve at Las Américas, Tenerife
I spent new years eve 2011-2012 at Tenerife. It gave me a nice opportunity to compare the fire works between Tenerife and Iceland. The microphones was based on balcony´s 4th flour at H10 Conquistador hotel, facing to north. It was not the best location to record the fireworks it self, but instead it picked up a nice echo from Mt. Teide and some large buildings in the area (sounds like a thunder).
This session start three minutes before midnight.
Warning! This recording can damage hearing and speakers on high volume.

Short version
Download mp3 file. (192kbps / 1,8Mb)

Long version
Download mp3 file. (192kbps / 24.9Mb)

Recorder: Sound Devices 744 (24bit/48K)
Mics: Sennheiser ME62 30cm/110°
Pix: Canon 30D
Listen to Fireworks in Iceland

Read Full Post »