Það hefur áður komið fram hér á Hljóðmynd að í Lækjargötu 10 eru nokkrir tónlistarmenn að spila keltneska tónlist á fimmtudagskvöldum. Fimmtudagurinn 29. apríl var engin undantekning. Nú voru menn hins vegar uppteknir við að spila bluegrass. Það sem hér má heyra spilað var tekið upp um og eftir miðnætti á Olympus LS10 og MMaudio Binaural hljóðnema í 24bit/96Khz. Myndin er tekin eins og heyra má á upptökustað.
Þess ber að geta að allir sem hafa áhuga á því að spila þessa tónlist eru hvattir til að mæta að Lækjargötu 10 á fimmtudagskvöldum. Það sárvantar t.d. bassa- og fiðluleikara svo eitthvað sé nefnt. Eldra efni má finna hér
Sækja mp3 skrá (192kbps / 30mb)
Sækja mp3 skrá (192kbps / 26,4mb)
Ég var á tónleikum Ísafoldarkvartetsins í Salnum í dag. Þar fór allt vel fram og leikurinn prýðilegur. Þetta hljóðrit er af gjörólíkri stemmningu. Ég fer allur að iða fyrir svefninn og skaparinn veit hvort ég sofni nokkuð á næstunni