Laugardagsmorgun, þann 28. maí 2011, fór ég upp í Heiðmörk til að hljóðrita fuglalíf. Hálfum mánuði áður hafði ég farið á sama stað en þá gleymdist að ræsa upptökuna. Ferðin varð því ekki til fjár. Í þetta sinn átti það ekki að gerast aftur.
Ég kom mér fyrir við ósa Hólmsár þar sem hún rennur í Elliðavatn. Eitthvað dauft var yfir svæðinu þó auðvitað mætti heyra í fuglum í mikilli fjarlægð. Í upphafi var hávaði frá bílaumferð og flugvélum lítill, en jókst þegar nær dró hádegi.
Upptökutækið var búið að ganga á þriðja klukkutíma og ég farinn að huga að heimferð þegar ég hugsaði sem svo: ,,Magnús, mundu, í kringum þig gerist yfirleitt ekki neitt fyrr en þú ert búinn að slökkva á tækjunum og pakka þeim saman. Láttu tækin því ganga svolítið lengur.” Það reyndist líka heillavænlegt. Það markverðasta á þessari nærri þriggja tíma upptöku gerðist undir lokin og heyrist það hér.
Í fyrsta sinn nota ég Rode NT1-A hljóðnema sem ég hef ekki notað áður. Er hann talinn suðminnsti hljóðneminn á markaðnum. Hann er fyrst og fremst notaður sem sönghljóðnemi. En svo lengi sem hann kemst ekki í snertingu við vind þá hentar hann einstaklega vel í lágværar náttúruupptökur.
Í upptöku var skorið af við 180Hz. Ekki dugði það þó til að þagga niður í drunum frá bíla- og flugumferð höfuðborgarsvæðisins. Með parabólu komst ég að því að talsverður hávaði kom ofan af Hellisheiði. Má því búast við að eitthvað af þessu mikla grunnsuði komi frá blásandi borholum á heiðinni.
Í gegnum djöfulgang frá mannheimum má heyra í auðnutitlingi, spóa, óðinshana, kríu, hrossagauk, lóu, þresti og gæs. Þá heyrist bæði í mýflugum og humlu.
__________________________________________________
“Well, I suppose the spring have arrived”
This session is recorded in a swamp in forestry east of Reykjavik named Heidmork. This is the first time I use Rode NT1a in fieldrecording. I really love this quiet mic. In fact so much it will hereby follow where ever I bring my recorder. I think my Sennheiser ME-mics will take a rest for a while. I use “Dead kitten” as windshield because it shields better than WS2 foam, but anyway Dead kitten is not perfect solution. The wind was up to 10 m/s.
This spring have been very difficult for many birds. So far birdsong has not been lively previous weeks. After almost three hours recording something happens around the mics. This session is the last twenty minutes of this recording.
Sadly, there is a huge background noise in this recording. As usual, traffic noise, but possibly also a “blowing” noise from Geothermal Electric Power Plant about 25 km away.
Recorder: Korg MR1000. 24bit/96Khz w. Sound Devices 552 (180hz cut off)
Mic: Rode NT1-a in NOS 90°/30cm setup
Pix: Nokia N82 (see more pictures)
Sækja mp3 skrá. (192kbps / 33Mb)
After the volcanic eruption it must be nice to hear that birdlife still exists. What kind of bird is it that we can hear from the beginning of the clip.
Your Rode NT1a seems to be doing a good job! And, love the slideshow that you’ve done, it’s a good idea that I might have to poach.
The volcanic eruption make only a problem in south east Iceland. It is more or less the cold spring that makes the bird life so difficult at the moment
I think the bird you are asking about is a Common Snipe. http://en.wikipedia.org/wiki/Common_Snipe
The male bird make this sound with the wings, flying up and down, above and around the nesting place. The „expert“ say the bird make this noise to show the female bird how healthy and strong he is. He just make this sound during spring and summer time.
Magnus