Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Lækjargata 10’

Hljóðfæraleikarar fjölmenntu á efstu hæð á Highlander á Lækjargötu 10, þann 15. júlí 2010.
Enginn virtist í stuði fyrst til að byrja með. En þegar fór að líða á kvöldið þá duttu menn í gírinn og þá birtust söngvarar, einn innlendur sem áður hefur sungið með þessum hópi og tveir erlendir ferðamenn sem óvart voru á staðnum.
Heyra má bluegrass, keltneska og skandinavíska tónlist að þessu sinni.
Sá hluti upptökunnar sem hér heyrist er frá seinni hluta kvöldins þegar menn voru komnir í gírinn og söngvarar voru farnir að þenja sig.
Upptakan þetta kvöld var á margan hátt ekki eins góð og þegar tekið er upp á neðri hæð kráarinnar. Stafar það helst af því að mikill umferðarhávaði kom inn um opna glugga, rýmið er stærra en niðri og fleiri hljóðfæraleikarar, sem voru í talsverðri fjarlægð. Það er því nokkur gjallandi í upptökunni.
Tekið var upp á Korg MR1000 með Sound device 302 formagnara í 24bit/192Khz. Hljóðnemarnir voru Sennheiser MKE-2 Gold Lavalier og uppsetning þeirra Binaural. Að vanda þá voru hljóðnemarnir festir við gleraugaspangir mínar rétt við eyrun. Það má því mæla með að fólk noti góð heyrnartól þegar hlustað er á upptökuna sem og aðrar Binaural upptökur.
Myndir frá þessu kvöldi má sjá hér.
Aðrar upptökur með þessum hljóðfæraleikurum má svo heyra hér.
Þess skal getið að þeir sem áhuga hafa á að spreita sig við að spila svona tónlist eru velkomir í þennan hóp en hann æfir flest fimmtudagskvöld á Highlander.

Sækja mp3 skrá (192kbps /  31,8Mb)

Sækja mp3 skrá (192kbps / 29,2Mb)

Read Full Post »

Það hefur áður komið fram hér á Hljóðmynd að í Lækjargötu 10 eru nokkrir tónlistarmenn að spila keltneska tónlist á fimmtudagskvöldum. Fimmtudagurinn 29. apríl var engin undantekning. Nú voru menn hins vegar uppteknir við að spila bluegrass. Það sem hér má heyra spilað var tekið upp um og eftir miðnætti á Olympus LS10 og MMaudio Binaural hljóðnema í 24bit/96Khz. Myndin er tekin eins og heyra má á upptökustað.
Þess ber að geta að allir sem hafa áhuga á því að spila þessa tónlist eru hvattir til að mæta að Lækjargötu 10 á fimmtudagskvöldum. Það sárvantar t.d. bassa- og fiðluleikara svo eitthvað sé nefnt. Eldra efni má finna hér

Sækja mp3 skrá (192kbps / 30mb)

Sækja mp3 skrá (192kbps / 26,4mb)

Read Full Post »

Á fimmtudögum mætir fólk með hljóðfæri á veitingahúsið Highlander að Lækjargötu 10 til að spilað af hjartans list, þá helst keltneska tónlist. Þangað mætir alltaf viss kjarni góðra spilara. Þá sýna sig líka byrjendur og þaulvanir snillingar. Það var fremur kalt úti þann 18. febrúar 2010 þegar ég mætti með upptökutæki.  Voru þar mættir fimm hljóðfæraleikarar. Var því fremur fámennt en góðmennt fyrst í stað. Síðar um kvöldið bættist annar við í hópinn sem bæði syngur og flautar lystavel. Verður það efni síðar sett á vefinn. Tekið var upp á Olympus LS10 í 48Khz/24bit. á MMaudio Binaural hljóðnema. Finna má fleiri upptökur frá veitingastaðnum Highlander á þessum vef.  Hljóðmyndin tekur 32 mínútur í spilun.

Sækja MP3 skrá (192kbps / 45mb)

Read Full Post »

Húsið byggði Þorsteinn Tómasson járnsmiður á árunum 1877-1878, á lóð norðan við bæinn Lækjarkot. Steinsmiðirnir Jónas og Magnús Guðbrandssynir hlóðu húsið og eru líklega einnig höfundar þess. Húsið var allt hlaðið úr íslensku grágrýti sem fengið var úr Skólavörðuholti, en kalkið til bindingar kom úr Esjunni. Er þetta eitt elsta íbúðarhúsið úr slíku byggingarefni í borginni. Árið 1884 var húsið lengt til suðurs og gerður inngangur með steintröppum á austurhlið. Einnig var þá búið að gera inngönguskúr úr grjóti við vesturhlið, en fyrir var inngangur á norðurgafli. Eftir það voru tvær íbúðir í húsinu og ekki innangengt milli þeirra. Árið 1905 var búið að setja kvist í gegnum húsið og þá voru komnir á það tveir inngönguskúrar, báðir við vesturhlið. Einhvern tímann síðar hefur kjallaraglugga verið breytt í dyr, en að öðru leyti er húsið lítið breytt.
Afkomendur Þorsteins Tómassonar bjuggu í húsinu fram yfir 1980 en þar hófu einnig rekstur nokkur fyrirtæki sem enn eru starfandi. Árið 1879 var Ísafoldarprentsmiðja þar til húsa og var þá sett þar upp fyrsta hraðpressan hérlendis. Breiðfjörðsblikksmiðja hóf starfsemi í húsinu árið 1902 og Sindri árið 1924. Árin 1904-1922 var verslunin Breiðablik í kjallara hússins en síðar var þar skóvinnustofa. Árið 1991 var húsið friðað að ytra byrði og hafa síðan verið gerðar ýmsar endurbætur sem hafa m.a. miðað að því að færa glugga til upprunalegs horfs. Einnig hafa verið gerðar nokkrar breytingar innanhúss og íbúðarhúsnæðinu verið breytt í veitingahús undir nafninu Highlander.
Á fimmtudögum hin síðustu misseri, hafa nokkrir tónlistarmenn haft þar „open session“, þar sem spiluð er t.d. keltnesk tónlist. Þegar ég kom þangað 29. janúar 2010 var samankominn fjöldi hljóðfæaraleikara frá ýmsum löndum. Fyrir utan Íslendingana voru komnir þar hljóðfæraleikarar frá Írlandi, Skotlandi og Noregi. Upptakan byrjar í miklu svaldri þar sem húsið var fullt af gestum.
Þá rúma tvo tíma sem upptakan stóð yfir minnkaði skvaldrið og ég komst nær hljóðfærunum og tónlistin varð greinilegri. Það sem hér má heyra eru aðeins fyrstu 19 mínúturnar í talsverðu skvaldri. Afgangurinn af upptökunni mun því heyrast í nokkrum færslum. Tekið var uppí 24bit/44Khz á Olympus LS10 og MMaudio Binaural hljóðnema.
Sækja Mp3 skrá.  (192kbps / 26,7Mb)

Read Full Post »