Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Svartþröstur’

080620124130

In the beginning of February, Sonic Terrain blog introduce a funny and interesting BBC4 program. This program is inspired by the musician and Eco-philosopher David Rothenberg’s book “Why birds sing”. This documentary explores the intriguing, charming, complex and often conflicting theories on why birds sing like they do and why humans are so attracted to the sound.
After watching the program on Youtube in six pieces, I searched my recordings if some of them contained a birdsong I could be almost sure of that the bird was singing for pleasure, rather than making a territory call.
Lo and behold, I found one.
It was recorded in the evening 9th of June 2012 in my garden. This is a recording that I normally delete or do not publish because it is categorized as a “test file”.
I was testing Parabolic dish with Shure MX391/O capsules with strangely defective Sound Professionals PIP-Phantom power adapter.
But the recording does not only contains “hiss, snap and bad sound” it also contains a lovely birdsong.
Rock band was playing somewhere in the neighborhood. Suddenly a Common Blackbird with a nest in a nearby garden arrived and started to sing. First gently as he was shy but suddenly just before the band started to play Jimmy Hendrix and Janis Joplin the bird began to sing very loud a fabulous song, something I have never heard it sing before, but this bird has been around my house for some years now.
This is far from being a quality recording, but it is worth to listen.
Now the question is, what was this bird thinking when it sang this fabulous song? I am, sure it was just doing it for fun.

Svartþröstur, Jimmy Hendrix og Janis Joplin

Í byrjun febrúar kynnti Sonic Terrain bloggið skemmtilagan og áhugaverðan sjónvarpsþátt frá BBC4. Fjallaði þátturinn aðallega um David Rothenberg og bókina hans “Whay bird sing” Tekist er á um kenningar milli fræðimanna um tilgang fuglasöngs og ólíka sýn manna í þeim efnum.
Eftir að hafa séð þáttinn á YouTube í 6 bútum leiddi ég hugann að mínum fuglaupptökum þar sem segja má að fugl hafi sungið sér til ánægju fremur en annað.
Jú og viti menn ég fann eina upptöku úr garðinum frá því 9. júní 2012 undir flokknum “test”. Var ég þar að prófa parabóluskerm með Shure MX391/O hljóðnemum og biluðum PIP-Phantom power breyti sem ég hafði fengið sendan frá Sound Professionals.
Þó upptakan hafi sína galla þá hefur hún að geyma skemmtilega uppákomu úti í garði þetta kvöld.
Í nágrenninu var nokkuð fjörugt garðpartí með útitónleikum þegar svartþrösturinn í næsta garði fór upp á loftnet og tók lagið með hljómsveitinni. Fyrst þegar hann kom var hann jafn hljóðlátur og venjulega þar sem hann muldraði í barm sér. En skyndilega tók hann við sér og söng allt hvað af tók, svo mjög að ég hafði ekki heyrt annað eins úr barka hans frá því hann kom í hverfið nokkrum árum áður.
Því miður voru ekki réttu græjurnar á staðnum. Hljómurinn er því ekki eins góður og á verður kosið, auk þess sem hávaði frá bílaumferð er allt of mikill að vanda. En upptakan er engu síður þess virði að á hana sé hlustað.

Download mp3 file (192kbps / 38,3Mb)

Recorder: Sound Devices 744T
Mics: Shure MX391 fit into 54cm parabolic disk, connected to SP-XLRM-MINI-2-PHANTOM
Pics. Nokia N82

Read Full Post »

Svartþröstum virðist fjölga hér á landi. Eru þó vart meira en 20 ár frá því hann fór að verpa hér á landi. Fyrst tók ég eftir honum fyrir u.þ.b. fjórum árum í Vogahverfinu þegar ég átti þar leið um snemma á morgnana.
Svartþrösturinn er venjulega felugjarn nema syngjandi karlfuglinn á vorin, sem þá hreykir sér í trjátoppum. Hefur hann afar háværan en fagran söng sem oft getur verið unun á að hlýða.
Í vetur gerðist það að svartþöstur fór að venja komur sínar í garðinn hjá mér og svo verpti hann í nágrenninu í vor. Hann hefur átt það til að taka söngaríur með slíkum afköstum að skógarþrösturinn er svo gott sem hættur að láta í sér heyra í hverfinu.
Oft heyrist í fuglinum en þó er erftitt að hljóðrita sönginn. Um leið og ég birtist í garðinum þá þagnar hann eða fer langt í burtu til að syngja. Um daginn tókst mér samt að taka upp sönginn í fuglinum klukkan þrjú að morgni þar sem hann var í hvarfi við laufþykknið í næsta garði. En það stóð heima, þegar ég komst í sjónfæri við hann, þá þagnaði hann eftir þrjú síðustu versin í meðfylgjandi hljóðriti.
Þar sem ég hef tekið eftir því að söngur svartþrasta er mismunandi eftir hverfum þá er líklegt að ég muni koma með önnur hljóðdæmi síðar.
Tekið var upp á Korg MR1000 í 24bit/192Khz, Sound Device 302 formagnara, Telinga parabólu með Sennheiser MKE 2 lavalier hjóðnemum.
Myndin er tekin nokkrum dögum síðar, liklega af kvennfugli.

Sækja MP3 skrá (192kbps/13Mb)

Read Full Post »