Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Tunnumótmæli’

IMG_2200

Á örfáum árum hefur ójöfnuður aukist gríðarlega á Íslandi, einkum frá aldamótum, þó upphafið megi rekja lengra aftur í tímann.
Eignir og auðlindir þjóðarinnar hafa sópast til örfárra einstaklinga. Nú er svo komið að aðeins 5% þjóðarinnar á jafn mikið og hin 95%. Ef nánar er farið út í þetta þá eiga 20% landsmanna 90% allra eigna og þar með eiga 80% landsmanna aðeins 10%.
Þessum ójöfnuði hefur verið stjórnað af orfáum ættarklíkum, eins konar Oligarch, sem hafa alla tíð komið sínu fólki til valda á Alþingi í „frjálsum“ kosningum. Það sem verra er, þeir hafa svo í gegnum tíðina komið sínu velvildarfólki í allar mikilvægar stöður í ráðuneytum og stofnunum ríkisins. Þessu fólki er svo ómögulegt að skipta út þó almenningur kjósi annað.
Þessar valdaklíkur eiga líka flesta fjölmilðana sem eru verulega litaðir af áróðri og heilaþvotti oligarkanna.
Eftir bankahrunið í október 2008 hefur spillingin í samfélaginu sífellt orðið augljósari þrátt fyrir að öllum fréttum og upplýsingum um slíkt sé haldið í lágmarki á fréttamiðlum oligarkanna. Fréttamönnum sem fara út í slikt, er sagt upp störfum eða þeir lögsóttir. Vísað er til alls kyns óljósra laga, kerfisvillna, þagnarskyldu eða málum einfaldlega ekki svarað.
En hægt og sígandi hefur spillingin samt sem áður verið dregin fram í dagsljósið. Þökk sé fólki sem hefur þor og þolinmæði til að berjast fyrir réttlæti, og vinnusömum fréttamönnum sem hafa þorað að leita sannleikanns. Samfélagsmiðlar hafa stöðugt minnt á einstök mál sem litlu óháðu fjölmiðlarnir kryfja til mergjar.
Ekki verður farið nánar út í einstök spillingarmál hér, en meðfylgjandi upptaka var tekin upp 4. apríl 2016 á mótmælum á Austurvelli þegar upp komst að þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og spúsa hans, höfðu tengst aflandseyjareikningum. Hann sagði svo af sér daginn eftir þessi mótmæli. Þáverandi fjármálaráðherra Bjarni Benediksson, var lika flæktur í ýmiss konar brask en að vanda slapp með ótrúlegum hætti.
Nú þegar 9 ár eru liðin frá bankahruninu þá eru valdaklíkurnar sem ollu hruninu enn við stjórn á Íslandi. Þjóðin er tvíklofin. Annars vegareru það þeir sem vilja breytingar og bætt samfélag og svo hinir, sem láta stjórnast af áróðri, yfirgangi og græðgi oligarkanna.
Upptakan er góð áminning um að íslenska þjóðin þarf nauðsynlega að takast á við breytingar. Þjóðin verður að fara að tileinka sér jafnrétti, samkennd, jöfnuð og bræðralag.

(mp3 224Kbps / 52,5Mb)

Recorder: Sound devices 744+302
Mics: Sennheiser MKH8020/8040 in parallel ORTF
Pix: Canon EOS-M
Weather: Calm, sunny, 5°C
Location. 64.146982, -21.939978

Read Full Post »

Althing Austurvollur

In Iceland the state opening of parliament is set every autumn.
The traditional way of the ceremony is when all parliamentarian gathering together in church, next to the parliament building. Within one hour later they march in a parade from the church to the parliament building under honor guards with uniform dressed policeman.
But 1st of October 2011 was different, as usual since 2007 and after the bank crises.
People were both unhappy and disappointed with the parliamentarian. They had spend almost two years to rebuild the same stupid community as before with same greedy banks and capitalism.
At 1st of October 2011 people gathering together downtown and wait for parliamentarian´s parade from church. About 3000 people gathered on the field front of the parliament. Some groups were organized with program, speech and music that they spread over the crowd from a stage. But most of the crowd was not listening to boring speeches. They were waiting for parliamentarian parade.
And when the door opened on the church the crowd started to throw eggs, fireworks and other trash over the parliamentarians. One parliamentarian was hit and fell to the ground, but with help he could rise up again and finish the walk in to the parliament building.
After this ceremony most of the crowd went home but some other stayed on and made loud noise for a while to disturb the ceremony in the parliament.
This short recording contains the moment when the crowd trow the trash to the parade.

Setning Alþingis 2011

Setning Alþingis 1. október 2011 var nokkuð söguleg. Stór hópur fólks hafði safnast á Austurvöll með tunnuslætti, lúðraþyt, tónlist, ræðuhöldum, köllum og hrópum. Flestir voru að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnar frá því eftir hrun.
Þegar þingmenn svo gengu frá dómkirkjunni til Alþingis var eggjum, knallertum og öðru rusli kastað á þingmenn. Einn þingmanna, Árni Þór Sigurðsson, fékk eitthvað þungt í höfuðið svo hann féll við, en komst þó við illan leik og með aðstoð annarra, inn í þinghúsið.
Þessi upptaka inniheldur það augnablik þegar þingmenn gengu frá Dómkirkju til Alþingis. Sjá frétt sem tengist þessum atburði á Vísi

Download mp3 file (192kbps / 16Mb)

Recorder: Sound Devices 744
Mics Rode NT4 in Blimp
Pix: Nokia N82

Read Full Post »

Tvö ár eru liðin frá sýndargóðæri og bankahruni frjálshyggjumanna sem meirihluti þjóðarinnar kaus inn á þing hvað eftir annað. Á þessum tveimur árum sem liðin eru hefur vinstri stjórn átt í fullu fangi með að vinna úr afleiðingum hrunsins. Rúmlega helmingur alþingismanna er ófær um að taka á vandanum. Margir af þeim tóku virkan þátt í að knésetja samfélagið auk þess að vera í bullandi afneitun á því sem gerst hefur. Sama má segja um rúman helming þjóðarinnar.
Afleiðing hrunsins er niðurskurður á öllum sviðum sem fáir hafa skilning á.
Atvinnuleysi er orðið með því mesta sem mælst hefur á Íslandi eða álíka og í dæmigerðu vestrænu samfélagi,
Gríðarlega mikið sparifé hefur tapast, bæði hjá venjulegu fólki og bröskurum. Kaupmáttur hefur minnkað svo fólk verður að láta af fyrri neysluvenjum, sem reyndar fyrir hrun var orðin hjá mörgum hreinasta geggjun. Margir eru því í sárum eftir að hafa komist að því að sýndarheimur fyrri ára stefndi þeim aðeins að feigðarósi.
Skuldir fyrirtækja, heimila og einstaklinga hafa stökkbreyst svo að jafnvel verstu fjármálaafglapar hafa tekið eftir því að eitthvað fór úrskeiðis. Bæði stórir sem smáir skuldarar standa því frammi fyrir því að lenda í ævilöngu skuldafangelsi.
Fólk mætti af misjöfnum hvötum á Austurvöll 4. október 2010 til að mótmæla ástandinu við þingsetningu Alþingis. En segja má að flestir mótmælendur vildu að þingmenn hefðu átt að vera búnir að leysa vanda þjóðarinnar.
Hér er á ferðinni upptaka sem tekin var upp á einum fjölmennustu mótmælum Íslandssögunar, en talið er að u.þ.b. 8 þúsund manns hafi mætt á svæðið.
Upptakan hefst aftan og austan við Skólabrú 1. Gengið er þaðan inn í mannþröngina á Austurvelli til móts við Templarasund og í lok upptökunnar er gengin sama leið til baka. Tekið var upp á Korg MR1000 á 24bit/192khz. Notast er við Sennheiser MKE 2 Gold hljóðnema í Binaural uppsetningu.
Myndir frá þessum atburði voru teknar á Olympus Z4040 og Nokia N82
Fréttir frá atburðinum má sjá hér og hér og hér og hér.

Sækja mp3 skrá.  (192kpbs / 34Mb)

Read Full Post »