Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Verslunarmiðstöð’

Allnokkuð var af fólki í Kringlunni þann 18. desember 2010. Flestir voru í þeim erindagjörðum að kaupa glingur og gjafir. Því má segja að jól á Vesturlöndum séu í raun gróðahátíð kaupmanna.
Þó margir hafi verið í Kringlunni á þessum tíma þá heyrðist ekki mikið í þessum fjölda. Helst var það tónlist frá verslunum sem glumdi í eyrum, annars aðeins litilsháttar skvaldur og létt fótatak fjöldans.

______________________________

Shopping madness.
Walking trough Kringlan shopping center in Reykjavik just before X-mas.
Recorder: Olympus LS10 (24bit/92khz)
Mic: MMaudio HLSO (Binaural setup )
Picture: Canon EOS 30D

Sækja mp3 skrá.  (192kbps / 16.5Mb)

Read Full Post »

Deila má um áhrif verslunarmiðstöðva á samfélagið og hvernig þær eru tilkomnar. Víst er að þær hafa drepið kaupmanninn á horninu og að þær eru byggðar af auðhringjum sem ætla sér að græða. Verslunarmiðstöðvar eru tilkomnar vegna samgöngustefnu yfirvalda. Allir verða að eignast bíl. Er því hiklaust logið að fólki að bíll sé nauðsynlegur um leið og stjórnvöld byggja sífellt fyrirferðarmeiri bílamannvirki. Er það gert á kostnað annarra samgangna svo að á endanum hefur fólk aðeins einn kost og það er að fara ferða sinna á einkabílum.
Hverjum er svo sem ekki sama. Bíllinn er diggur þjónn letinnar.
Fyrst fólk er á annað borð komið í bílinn þá gengur það ekki á inniskónum til kaupmannsins á horninu til að kaupa einn lítra af mjólk heldur ekur það 10 km í næstu verslunarmiðstöð, kaupir þar einn lítra af mjólk og ýmislegt annað sem það hefur jafnvel ekki þörf á. Andlit verslunarmiðstöðva eru víðáttumikil bílastæði eða klunnaleg bílastæðahús. Þangað fer því enginn nema á bíl.
Þegar inn er komið gerist það undraverða. Fólk losnar við púströrsfnikinn og hávaðann frá bílaumferðinni um leið og það fullnægir kaupgleðinni.
Veslunarmiðstöðvar eiga því stóran þátt í að eyðileggja vistvæna skipulagsheildir þéttbýlissvæða. Þær hvetja til aukinnar neyslu og til notkunar einkabíla sem hefur svo á allan hátt mjög skaðleg áhrif á borgarsamfélög.
Upptakan sem hér má heyra, var gerð fyrir miðju húsi á efri hæð Kringlunar, sama dag og forsetinn Ólafur Ragnar neitaði að staðfesta icesave lögin frá Alþingi. Fyrir utan fótatak og spjall fólks má einnig heyra í vinnuliftu sem starfsmenn Kringlunar notuðu til að taka niður jólaskraut.
Upptakan er gerð á Olympus LS10 í 24bit / 96Khz með MMaudio lavalier hljóðnemum sem festir voru á gleraugnaspangir mínar við eyrun (Binaural upptaka).
Myndin er tekin á Nokia síma á meðan á upptökum stóð.
Sækja MP3 skrá (192kbps / 17Mb)

Read Full Post »