Tvennt var það sem gerðist 21. mars 2010. Þá hófts gos í Eyjafjallajökli og Johann Sebastian Bach (1685-1750) hefði orðið 325 ára gamalla ef honum hefði enst ævin. Þann dag hélt Sinfóníuhljómsveit áhugamanna tónleika í Seltjarnarneskirkju og kom Bach þar við sögu. Bach samdi margar kantötur, þ.e. tónverk í nokkrum þáttum með tónlesi á milli. Margar þeirra eru fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit, sumar eingöngu fyrir einsöngvara og hljómsveit. Þær voru flestar samdar fyrir tiltekin tilefni svo sem kirkjuathafnir eða hátíðir. Varðveist hafa 195 kirkjulegar kantötur og allmargar um veraldleg efni. Kantatan númer BWV82, sem hér má heyra seinni hlutann af, var samin í Leipzig þar sem Bach var kantor í Tómasarkirkjunni frá 1723 til dauðadags 1750. Kantorsstaðan var mikil virðingarstaða því kantorinn stýrði öllum tónlistarflutningi í höfuðkirkjum borgarinnar.
Kantatan var samin fyrir kirkjuhátíð 2. febrúar 1727 til að minnast hreinsunar Maríu, þegar hún færði Jesú nýfæddan í musterið í Jerúsalem og færði fórn. Ekki er þó auðvelt að sjá samhengi milli texta kantötunnar og tilefnisins. Verkið er samið fyrir bassasöngvara, óbó og strengjasveit með fylgirödd. Til er seinni útgáfa af kantötunni fyrir sópran, fautu og strengi.
Í textanum er fallað um dauðann og þá hvíld sem hann veitir lífsþreyttum manni.
Hér er það Michael Jón Clarke sem singur en Oliver Kentish stjórnar.
Tekið var upp í DSD sniði 1bit/5,644Mhz á Korg MR1000 og Sound Device 305, 3ja rása mixer. Notast var við tvo SE-4400a hljóðnema (cardioid) sem staðsettir voru í 2,5 metra hæð yfir miðri hljómsveitinni. Michael syngur hins vegar í Rode NT2000 hljóðnema (fig.8) við hlið stjórnandans.
Það er fremur erfitt að ná góðum upptökum af heilli sinfóníuhljómsveit með aðeins þremur hljóðnemum, ekki síst þegar hljómsveitinni er ekki stillt upp fyrir þessa þrjá hljóðnema. Hér tekst þó hæfilega vel til. Bæði Oliver og Michael gáfu leyfi fyrir því að þessi upptökubútur færi á vefinn.
Sækja mp3 skrá. 192kbps / 20.4Mb
Það er full ástæða til að óska þér til hamingju með þetta skemmtilega hljóðrit. Það er að mörgu leyti eðlilegra áheyrnar en hljóðrit sem gerð eru með mörgum hljóðnemum. Einhvern tíma þarf ég að fá þig til að útlista fyrir mér hvernig þú hagaðir uppsetningu hljóðnemanna.
Takk félagi.
Var það ekki Deutsche Grammophone sem byrjaði á því að „close-mic-a“ stórar hljómsveitir fyrir ca. 40 árum síðan? Þetta voru ömurlegar upptökur. Ég er því sammála þér að mörgu leiti. En ég held að tæknin hafi batnað mjög mikið. Upphafsáratugur transistorsins eyðilagði öll hljómflutningstæki og upptökutæki. Margar lampaupptökur milli árana 1956 til 1966 voru og eru tær snilld. Þær voru aðeins teknar á 1 til 2 hljóðnema. Það er ekki fyrr en núna eftir aldamótin að almennt er farið að gefa út plötur með góðum hljómgæðum. Segja má að digitaltæknin hafi þá loks náð analog gæðum. Allavega er ég farin að sætta mig gæðin…eins og frá útgáfufyrrtækinu Mirare. Þeir nota bæði rýmið í hljómleikasalnum , raðahljómsveitinni upp fyrir upptökuna og nota marga hljóðnema. Þegar smáatriðin og rýmið vantar ekki lengur í upptökuna er auðvelt að fínisera upptökuna eftirá.
Ég gæti auðvitað bara sett upp tvo hljóðnema einhverstaðar út í sal en þá vantar öll smáatriðin. Ég vill heyra þegar einhver sígur hor í nös í hljómsveitinni. Ég vill heyra fínasta vírbinginn í strengjum hverrar fiðlu og sellói, en samt ekki missa burt rýmið í salnum. Ég er bara stöðugt að leita að galdrinum hvernig ég geri það án þess að vinna upptökuna eftir á.
Ég er búinn að sjá að ég kæmist mjög langt með 4 rásir miðað við hvað t.d. sinfóníuhljómsveit áhugamanna er að gera. Tvær rásir fyrir sterio, eina til að ná betur það sem er að gerast fyrir aftan og eina fyrir einleikara. Ég get svo spilað með rýmið með því að breyta hljóðnemunum í Cardioid, omni eða fig8. Ég þarf bara að læra að hlusta á salina svo ég þurfi ekki að gera neinar tilraunir.
Nú hef ég bara þrjár rásir og þarf að finna jafnvægið á milli þeirra á meðan á upptöku stendur í sterio. Auðvitað er það mjög spennandi viðfangsefni. En maður hugsar oft út í það hvað það gæti verið spennandi að fínisera upptökuna þegar heim er komið. Ég hef gert allt og mikið af mistökum. Upptökurnar eru því eiginlega ónýtar.
Já félagi, við þurfum að hittast og ræða þetta, en ég er svo sem enn að læra, því gott að ræða málin. Eitt er víst, því færri rásir því flóknara verður að fanga réttu hljóðin.