Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for desember, 2012

Hallgrímskirkja

At 23rd of December I went downtown with my recorder to test a new mic setup in Rycote windshield. It was perfect weather for such things, calm, dry and not too cold.
I have mentioned it before, but binaural recording is almost useless for me in street recording. It is the law of nature that I will be disturbed by someone I know within every ten minutes. So my usual tools to let people know I am busy are fur windshield, boom pole and recorder bag.
This outfit really works. In one evening I recorded undisturbed few hours of street music.
This time I was using my newest MKH8040 ORTF microphone setup, instead of MS as usual.
I totally fell in love with this setup. It will be my “action setup” in the future.
Listening to the ORTF recordings in headphones gives a nice “natural soundspace”. In fact it sounds almost as Binaural. MS recordings can sometimes sounds out of phase, especially when it contains a traffic noise.
Following recording is a “mix collection” of eight music occurrence this evening. It is not all I recorded but just a small taste of what was going on downtown Reykjavik just before Christmas especially when the weather is nice as this day.
Quality headphones are recommended.

Jólatónlist á Þorláksmessu

Þann 23. desember 2012 var fádæma gott veður í Reykjavík. Það var því kjörið að hljóðrita jólastemningu í miðbæ Reykjavíkur.
Fyrr um daginn… í raun allan daginn, fór litið fyrir þessari stemningu. Sérhagsmunaklíka í miðbænum lét bíla vaða um allar götur með fyrirferð, reyk, háfaða og eimyrju langt fram á kvöld. Það var því fátt annað að gera en fara heim og bíða fram á kvöld þegar búast mátti við að líf færðist yfir bæinn og fólk fengi óhindrað að ganga um götur.
Gekk ég þá nokkrar ferðir um Laugaveg, Skólavörðustíg, Bankastræti, Austurstræti og vestur á Hallærisplan og hljóðritaði ýmiskonar “götutónlist” sem víða mátti heyra.
Meðfylgjandi hljóðrit er stutt samantekt af nokkurra klukkustunda efni sem ég náði þetta kvöld.
Ég er ekki viss um hvaða listamenn eru þarna á ferð, en sumir kynna sig. Það væri því vel þegið ef einhver gæti gefið upp nöfn þessa listafólks, annaðhvort í athugasemd hér fyrir neðan eða á myndasíðunni.
Best er að hlusta á hljóðritið í góðum heyrnartólum.

Download mp3 file (192Kbps/38Mb)

Recorder: Sound Devices 744
Mics: Sennheiser MKH8040, ORTF setup / Rycote Windsheild (see pictures)
Pix: GoPro3 black / Nokia N82. (See more pictures)

Read Full Post »

Arnarstapi

In middle of July my family went in a five days trip around Snæfellsnes peninsula. Of course my recorder follow me as a puppy and I recorded as much as I could days and nights. One of this recordings I made was above a cliff score near Arnarstapi.
The weather was very nice, sunny but a breeze from north-vest so it was calm in the cliffs south of Arnarstapi.
I expanded my boom over the cliff brink and located the microphone in a calm place.
And…. WOW! I got really beautiful ambiance. About 15-20 meters below, the sea wave smoothly stroke the cliffs. Whine black legged Kittiwake flew all around and the cliffs were full of the their tweedy baby’s.
During one hour recording I was totally raped on the cliff edge in this beautiful ambiance.
Close by in next score,  fishermens were working at the dock and some tourist walked by behind me.

Rita við Arnarstapa

Um miðjan júlí 2012 fór fjölskyldan í fimm daga ferðalag umhverfis Snæfellsnes. Eins og venja var fylgdi upptökutækið með við hvert fótmál.
Skemmtilegasta hljóðritið sem ég náði í þessari ferð var við Arnarstapa. Ekki að furða því þar er af nægu að taka. Hefði ég getað verið þar við hljóðritanir í marga daga.
Sunnan við löndunarbryggjuna er lítil klettaskora sem gefur skemmtilegan endurhljóm. Teygði ég þar hljóðnemann fram yfir klettabrúnina. Opnaðist þá afar skemmtilegur hljóðheimur sem varð til þess að ég steingleymdi mér í um klukkutíma án þess að hreyfa legg eða lið.
Allt um kring flaug rita vælandi í dagsins önn og á klettasillum mátti sjá og heyra að mikið var af ungum. Fyrir neðan hjalaði svo aldan blíðlega við klettana.
Í bakgrunni má hyra í erlendum ferðamönnum staldra við, spjalla og taka myndir. Þá heyrist einnig umgangur frá bryggjunni þar sem verið var að landa afla og eitthvað í þotuumferð.

Download mp3 file (192kbps / 45Mb)

Recorder: Sound devices 744
Mic: Audio Technica  BP4025
Pix: Canon 30D

Read Full Post »

Starling Starri

It has been my work passing weekends recording birds and other sounds in my garden. Sometimes I am just testing microphones, microphones’ setups, wind protections or batteries. Sometimes I am just hoping to get something unusual, car crash in the neighborhood, earthquake or just something nice and interesting.
This recordings could be many hours long. Then usually this recordings go through different audio software and spectrum analyzer. If nothing interesting is found then most of the files are deleted. Most of them are just traffic noises.
I am used to feed birds in my garden so they are an ideal sound source and the following recording is one of this feeding day in November.
After almost four hours recordings a very big group of Starlings visited my garden. They fly and walk around the microphones. A raven was not far away and frightened most of the starlings when he flew close by.
For many reasons this is a nice recording, but for one reason I was not satisfied with the result.
I will let the listeners to find out what it is and discuss it and response. I will give my answer before Xmas.

Umferð starra

Ég hef gert mikið af því undanfarnar helgar að taka upp umhverfishljóð úti í garði. Oft er ég að prófa hljóðnema, hljóðnemauppsetningar, vindhlífar eða rafhlöður. Oftar en ekki eru spörfuglar sem ég fóðra úti í garði viðfangsefnið þó ég láti mig alltaf dreyma um hið óvænta. Þessar upptökur geta verið margra klukkustunda langar og fátt annað á þeim en hávaðasöm bílaumferð. En áður en upptökunum er hent er þeim rennt í gegnum forrit sem sýna í fljótheitum hvort eitthvað áhugavert sé á þeim að finna. Ef svo er þá er það geymt.
Hér er á ferðinni eins slík upptaka. Eftir nærri fjögurra klukkustunda upptöku kom stór starrahópur í fóðrið sem lagt hafði verið fyrir þá.
Þarna spígspora og flögra fuglarnir umhverfis hljóðnemana, en stór hópur þeirra er uppi í trjánum. Hrafn er í hverfinu og fær hund til að gelta og hræðir síðan fuglana þegar hann flýgur of nærri.
Þetta er að mörgu leyti lífleg og skemmtileg upptaka. En það var eitt atriði sem varð til þess að ég var nærri búinn að henda þessari upptöku.
Ég ætla ekki að segja hvað það er, en ætla að lát hlustendum eftir að dæma upptökuna og segja frá því hvað hafi hugsanlega misfarist og fá þá til að rita ummæli hér fyrir neðan. Ég mun svo segja hvað mér finnst fyrir jól.

Download mp3 file (192kbps / 23,3Mb)

Recorder: Sound Devices 744
Mics: Sennheiser MKH30/40 (MS setup)
Pix: Canon 30D (see more pictures)

Read Full Post »