Ár hvert er dagur íslenskrar tungu. Er sá dagur haldinn á afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar, þann 16. nóvember. Eru það helst skólar og fjölmiðlar sem halda deginum á lofti.
Þann 9. nóvember var foreldum annars bekkjar í Breiðagerðisskóla boðið í söngtíma barna sinna. Var það gert í tilefni þess að dagur íslenskrar tungu var í aðsigi. Það sem hér heyrist er söngur barnanna frammi í andyri skólans.
______________________________
This sound image was recorded in a short musical lesson in a children school. Parents were invited to listen the children´s song. Sadly a camera is “clicking” few times during the lesson.
Recorder: Olympus LS-10, 24bit/96Khz
Mic: MM Audio MM-HLSO, Binaural setup
Picture: Nokia N82
Í byrjun nóvember kyngdi niður fyrsta snjónum á suðvestur horni landsins. Það minnti mig óneitanlega á að veturinn væri rétt að ganga í garð. Það voru nákvæmlega átta mánuðir frá því ég síðast komst í tæri við snjó. Var það síðustu páska á Ísafirði.
Talsvert vetrarríki ríkti um alla Vestfirði en laugardaginn fyrir páska gerði langar stillur milli hríðarbylja. Gafst því ráðrúm til að skjótast út með upptökutækin í leit minni að vetrarþögn.
Í Dagverðardal rennur lækurinn Úlfsá sem oft á tíðum getur orðið skaðræðis á í leysingum á vorin. En þann 3. apríl voru engar leysingar. Lækurinn var því saklaus þar sem hann gægðist á stökum stað undan íshellunni og fyllti “ærandi” þögn með ákveðnum hljóðum á leið sinni til sjávar
______________________________
Úlfsá (wolf river) is a name of a small stream in the valley “Dagverdardalur” in the northwest of Iceland.
This sound image of this river was recorded 4th of April in cold but nice weather between blizzard storms. Another sound image was recorded day before Úlfsá in next valley. It is Föstudagurinn langi árið 2010 ( Good Friday 2010)
Recorder: Korg MR1000 24bit/192Khz
Mic: Sennheiser ME64 in Blimp. NOS setup
Picture: Nokia N82