Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Sennheiser ME64’

Hér er á ferð samantekt af fimm hljóðritum sem tekin voru upp 3. apríl 2011 þegar ég og vinnufélagi minn Haukur Guðmundsson fórum dagsferð um Reykjanesið.
Byrjað var á því að fara að Kleifarvatni þar sem farið var að hverum sem komu upp á yfirborðið eftir jarðskjálftana árið 2000 þegar lækkaði skyndilega í vatninu. Ekki var þorandi að fara mjög nærri, því allt eins var víst að maður stigi fætinum í sjóðandi sandpytt.
Hljóðritið byrjar á þessum hver. Eftir það eru tvo hljóðrit frá Seltúnhverum. Við eftirvinnslu þeirra hljóðrita kom í ljós að önnur upptakan skilaði einhverjum titringi inn á hljóðritið sem erfitt var að skilja nema um jarðskjálfta hafi verið að ræða. Titringur þessi var á u.þ.b. 10 riðum. Ekki er vitað á hvaða styrk en væntanlega undir 3 á Richter.
Frá Seltúnshverum lá leiðinn eftir Suðurstarandavegi um Grindavík vestur að Gunnuhver sem fyrir okkur báðum var orðin ógnvænleg hrollvekja. Hvorugur okkar hafði farið þessa leið í langan tíma, en báðir mundum við eftir þessum hver sem litlu svæði sem gufa lagði upp frá. Nú var þetta orðið gríðar stórt svæði þar sem allt sauð og blés eins og í helvíti á jörð, gersamlega óþekkjanlegt. Það er ekki að furða þó jarðfræðingar séu á tánum yfir þessu skrímsli sem Gunnuhver er orðinn í dag. Myndavélin varð óvirk í eiturgufunum og ég var logandi hræddur um að þvælast með upptökutækin í þessum ætandi gufum. Aðeins ein upptaka náðist af þessum stað þar sem hljóðnemum var vísað í holu í útjaðri hverasvæðisins. Er það fjórði hverinn í hljóðritinu .
Frá Gunnuhver lá leiðin að framhjá Reykjanesvita niður í fjöru við Valahnjúka þar sem síðasta hljóðritið var tekið upp.

_______________________________________________________________

Earthquake at Seltúnshver (Geothermal area)

It was in the beginning of mars, earthquake hit my house.
Almost nonstop earthquakes shakes landscapes south and east of Reykjavik capital so I was sure my recorder had picked up some earthquakes previous years. I searched in my mind where it was most likely it could have happened. After some research I found one, in almost forgotten recording. It was recorded in april 2011, when I and my pal at work went a day trip to Reykjanes peninsula. Reykjanes is very well known for earthquakes and geothermal activity. The main reason for this trip was to look at the changes of some geothermal area because of increasing activity last decade. As usual, my recorders followed me in this trip, but I was not satisfied with these recordings…until now.
Hereby I mix together five of these recordings as a travel log for this day trip.
First one is a hot spring that for centuries has been under water in Kleifarvatn Lake until the lake started to shrink after big earthquake at the year 2000.
The second one is also a hot spring recording but it contains the earthquake at very low frequency (10Hz). The third one is another hot springs close by, but with different mics and they did not detect earthquake as clearly. Both this recordings are recoded at Seltúnshver (Seltúns-hver=Seltuns-hotspring).
The fourth one was recorded at Gunnuhver close to Reykjanesvirkjun, a power plant that has changes a lot the geothermal activity on Reykjanes peninsula.
The fifth recording is waves of Atlantic Ocean hammering the cliffs at Reykanestá.

Download mp3 file (192kbps / 22Mb)

The earthquake. Speed up version about 2x octave of the second recording above (Almost 3 minutes shrink to 37 sek). Subwoofer or quality headphones recommended

Download mp3 file (192kbps / 0,9Mb)

Recorders: Korg MR1000 and Sound devices 552
Mics: Rode NT4 (XY) and Rode NT2a/Sennheiser ME64 (MS)
Pix: Canon 30D (see more pictures and information)

Read Full Post »

Í vetur hef ég reglulega fóðrað fugla hverfisins með brauði og öðrum matarleifum.
Þann 18. mars 2011 gekk á með vestan útsynningi þar sem skiptist á með hvössum éljum, dúnmjúkri snjókomu, glaða sólskini og logni. Stillti ég upp hljóðnemum í um tveggja metra fjarlægð frá fóðurstað.
Fuglar sveimuðu í kring og sumir ætluðu að setjast í fóðrið en það var eins og eitthvað væri að. Ég fór því að fylgjast betur með atferli þeirra. Þeir virtust hræðast Blimp vindhlífina sem var utan um hljóðnemana. Hún líkist einna heilst feitum stórum gráum ketti. Það var því ekki furða þó styggð væri í fuglunum. Það tók einn og hálfan tíma þar til fyrsti fuglinn settist í fóðrið og aðrir fygldu á eftir. En margir þeirra höfðu athyglina á vindhlífinni fremur en á fóðrinu. Þeir ruku því upp hvað eftir annað í sínu taugastríði upp í trén. Á endanum tóku þeir þó vindhlífina í sátt. Brauðið var því fljótt að hverfa úr mjöllini.
Hér er á ferðinni upptaka sem mér hefur gengið erfiðlega að hljóðrita vegna hávaða frá bílaumferð. En þennan dag féll talsverður snjór í borginni sem deifði mjög mikið hávaðann frá umferðinni. Það heyrist því mun betur í vænjaþyti og tísti fuglanna. Þarna voru fuglar eins og starri, skógarþröstur og svartþröstur.  Í fjarlægð má heyra í krumma og hundi. Síðari hluti þessarar upptöku verður birtur síðar. Þá hafði fuglum fjölgað umtalsvert.

______________________________________

Feeding Starlings, Redwings, and Blackbirds.
The weather was windy with some snowfall and sunny moments.
The birds was spooked around the Blimp windshield (it looks like big fat gray cat) so they fly up and down frequently during the recording session. The mics was placed about 2meters away from feeding place.
The traffic noise is much lower than usual because new falling snow.
You can hear wingflaps mostly from Starlings and Readwings. Also croaking Raven and a barking dog in next street.
During this session number of birds is growing fast. Later one I will publish the rest of whole session when about fifty birds was singing and flying around the recording place.

Recorder: Sound Divices 552, 24bit/96Khz
Mic: MS setup. Rode NT2a (fig.8 side mic) and Sennheiser ME64 (mid mic)
Pictures: Canon EOS 30D

Sækja mp3 skrá (192kbps / 15,3Mb )

Read Full Post »

Í byrjun nóvember kyngdi niður fyrsta snjónum á suðvestur horni landsins.  Það minnti mig óneitanlega á að veturinn væri rétt að ganga í garð. Það voru nákvæmlega átta mánuðir frá því ég síðast komst í tæri við snjó. Var það síðustu páska á Ísafirði.
Talsvert vetrarríki ríkti um alla Vestfirði en laugardaginn fyrir páska gerði langar stillur milli hríðarbylja. Gafst því ráðrúm til að skjótast út með upptökutækin í leit minni að vetrarþögn.
Í Dagverðardal rennur lækurinn Úlfsá sem oft á tíðum getur orðið skaðræðis á í leysingum á vorin. En þann 3. apríl voru engar leysingar. Lækurinn var því saklaus þar sem hann gægðist á stökum stað undan íshellunni og fyllti “ærandi” þögn með ákveðnum hljóðum á leið sinni til sjávar

______________________________

Úlfsá (wolf river) is a name of a small stream in the valley “Dagverdardalur” in the northwest of Iceland.
This sound image of this river was recorded 4th of April in cold but nice weather between blizzard storms. Another sound image was recorded day before Úlfsá in next valley. It is Föstudagurinn langi árið 2010 ( Good Friday 2010)
Recorder: Korg MR1000 24bit/192Khz
Mic: Sennheiser ME64 in Blimp. NOS setup
Picture: Nokia N82

Sækja mp3 skrá (192kbps / 16,4Mb)

Read Full Post »

Þennan föstudag fyrir tæpum 2000 árum telja kristnir menn að Jesú hafi verið krossfestur. Það var fátt sem minnti á þann atburð 3. apríl 2010 þegar ég var staddur á Ísafirði. Ég gerði mér þó ferð að kirkjugarðinum í Engidal við Skutulsfjörð þar sem finna mátti nokkurt safn af krossum á leiðum kristinna manna. Því má segja að það hafi verið nokkuð táknræn ferð þó tilefnið hafi fyrst og fremst verið að forðast vélarhljóð nærri mannabyggðum.
Mikið vetrarríki ríkti þennan dag með talsverðu frosti. Gekk á með hvössum, dimmum  hríðarbyljum og skafrenningi. Það var því ærið tilefni til að reyna að fanga andrúmsloftið í kirkjugarðinum sem eflaust öllum lifandi verum hefði þótt kuldaleg upplifun.
Tekið var upp á Korg MR1000 í 24bit/192Khz. Hljóðnemar voru Sennheiser ME64 í Rode Blimp vindhlífum sem voru í u.þ.b. 80°.
Helst heyrist í vindinum sem leikur um runnahríslur garðsins. Borði á kransi blaktir á nýtekinni gröf og strengur klappar fánastöng í fjarska. Þá sígur hljóðmaður öðru hvoru hor í nös þar sem hann hírist skjálfandi bak við húsvegg kapellunar í garðinum.  Það sem líklega heyrist aðeins sem lágvært suð hér á netútgáfu þessarar upptöku eru snjókornin sem strjúkast við snjóbreiðuna í skafrenningnum.
Á meðan á upptöku stóð fennti upptökutækið nærri í kaf. Upptökunni lauk þegar þrífóturinn sem hljóðnemarnir stóðu á fauk um koll. Það er þó ekki látið fylgja hér.
Ljósmyndin er tekin á upptökustað.
Sækja MP3 skrá.  192kbps / 29Mb

Read Full Post »

Fátt er skemmtilegra en að liggja einn í fjallaskála, finna vindinn skekja skálann og rigninguna berja rúðurnar. Það gefur manni sterka tilfinningu fyrir náttúrunni, ekki síst eftir langt og erfitt ferðalag þar sem maður hefur ekki verið truflaður af vélum eða stórkallalegum mannvirkjum.
Það er sjaldgæft að veður séu slæm á höfuðborgarsvæðinu, en slikar stundir eru til og þá fer maður sjaldnast út að tilefnislausu. Tilfinningin er heldur aldrei sú sama og á fjöllum. En þó, það er eitthvað rólegt við það að hlusta á rok og  rigningu berja rúðurnar.
Þann 11. desember 2009 var leiðinda veður í höfuðborginni. Það gaf tilefni til hljóðritunar þó það væri ekkert aftakaveður.
Stillti ég upp tveimur ME64 hljóðnemum í  svefnherberginu og tók upp í 16Bit / 44.1Khz. Veðrið var að mestu gengið niður þegar upptakan fór fram um kl 14:30. Heyra má í upptökuni háværan grunnsón. Er hann að mestu tilkominn frá bílaumferð en bæði Miklabraut og Reykjanesbraut eru í  u.þ.b. kílómeters fjarlægð. Rokið í trjánum á þó eitthvað í þessum hávaða líka. Þar sem hljóðnemarnir voru nálægt rúðum þá má greinilega heyra hávaðan að utan “sóna” með holum hljómi á milli tvöföldu rúðunnar. Þá má líka heyra í vekjaraklukkuni sem var á náttborðinu þar nærri. Myndin er tekin út um gluggann á meðan á upptöku stóð.
Sækja Mp3 skrá.  (192kbps / 8,8Mb)

Read Full Post »