Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Sound devices 552’

Hér er á ferð samantekt af fimm hljóðritum sem tekin voru upp 3. apríl 2011 þegar ég og vinnufélagi minn Haukur Guðmundsson fórum dagsferð um Reykjanesið.
Byrjað var á því að fara að Kleifarvatni þar sem farið var að hverum sem komu upp á yfirborðið eftir jarðskjálftana árið 2000 þegar lækkaði skyndilega í vatninu. Ekki var þorandi að fara mjög nærri, því allt eins var víst að maður stigi fætinum í sjóðandi sandpytt.
Hljóðritið byrjar á þessum hver. Eftir það eru tvo hljóðrit frá Seltúnhverum. Við eftirvinnslu þeirra hljóðrita kom í ljós að önnur upptakan skilaði einhverjum titringi inn á hljóðritið sem erfitt var að skilja nema um jarðskjálfta hafi verið að ræða. Titringur þessi var á u.þ.b. 10 riðum. Ekki er vitað á hvaða styrk en væntanlega undir 3 á Richter.
Frá Seltúnshverum lá leiðinn eftir Suðurstarandavegi um Grindavík vestur að Gunnuhver sem fyrir okkur báðum var orðin ógnvænleg hrollvekja. Hvorugur okkar hafði farið þessa leið í langan tíma, en báðir mundum við eftir þessum hver sem litlu svæði sem gufa lagði upp frá. Nú var þetta orðið gríðar stórt svæði þar sem allt sauð og blés eins og í helvíti á jörð, gersamlega óþekkjanlegt. Það er ekki að furða þó jarðfræðingar séu á tánum yfir þessu skrímsli sem Gunnuhver er orðinn í dag. Myndavélin varð óvirk í eiturgufunum og ég var logandi hræddur um að þvælast með upptökutækin í þessum ætandi gufum. Aðeins ein upptaka náðist af þessum stað þar sem hljóðnemum var vísað í holu í útjaðri hverasvæðisins. Er það fjórði hverinn í hljóðritinu .
Frá Gunnuhver lá leiðin að framhjá Reykjanesvita niður í fjöru við Valahnjúka þar sem síðasta hljóðritið var tekið upp.

_______________________________________________________________

Earthquake at Seltúnshver (Geothermal area)

It was in the beginning of mars, earthquake hit my house.
Almost nonstop earthquakes shakes landscapes south and east of Reykjavik capital so I was sure my recorder had picked up some earthquakes previous years. I searched in my mind where it was most likely it could have happened. After some research I found one, in almost forgotten recording. It was recorded in april 2011, when I and my pal at work went a day trip to Reykjanes peninsula. Reykjanes is very well known for earthquakes and geothermal activity. The main reason for this trip was to look at the changes of some geothermal area because of increasing activity last decade. As usual, my recorders followed me in this trip, but I was not satisfied with these recordings…until now.
Hereby I mix together five of these recordings as a travel log for this day trip.
First one is a hot spring that for centuries has been under water in Kleifarvatn Lake until the lake started to shrink after big earthquake at the year 2000.
The second one is also a hot spring recording but it contains the earthquake at very low frequency (10Hz). The third one is another hot springs close by, but with different mics and they did not detect earthquake as clearly. Both this recordings are recoded at Seltúnshver (Seltúns-hver=Seltuns-hotspring).
The fourth one was recorded at Gunnuhver close to Reykjanesvirkjun, a power plant that has changes a lot the geothermal activity on Reykjanes peninsula.
The fifth recording is waves of Atlantic Ocean hammering the cliffs at Reykanestá.

Download mp3 file (192kbps / 22Mb)

The earthquake. Speed up version about 2x octave of the second recording above (Almost 3 minutes shrink to 37 sek). Subwoofer or quality headphones recommended

Download mp3 file (192kbps / 0,9Mb)

Recorders: Korg MR1000 and Sound devices 552
Mics: Rode NT4 (XY) and Rode NT2a/Sennheiser ME64 (MS)
Pix: Canon 30D (see more pictures and information)

Read Full Post »

Reykjavíkurtjörn

Í vetur bárust landsmönnum þær döpru fréttir að fuglalífi við Reykjavíkurtjörn hefði hrakað mikið síðustu ár. Það leiddi huga minn að því að ég ætti sama sem engin hljóðrit af fuglalífi við Tjörnina. En einhvers staðar á ég þó upptöku sem ég tók upp framan við Iðnó fyrir 30 árum.
Yfirþyrmandi umferðarniður hefur annars valdið því að ég hef ekki lagt það í vana minn að eltast við náttúruhljóð í miðbæ Reykjavíkur.
Framvegis skal verða breyting á, því spennandi verður að sjá hvort mönnum takist að endurheimta þá fugla sem verptu og komu upp ungum við Tjörnina um miðja síðustu öld .
Tvær helgar í janúar gerði ágæis veður. Arkaði ég með upptökutækin niður að Reykjavíkurtjörn sem var ísilögð. Stóð allt eins til að hljóðrita brak og bresti í ísnum, en ég komst fljótt að því að hann var ekki nógu kaldur, of mikill snjór á honum og að vanda of mikill umferðahávaði.
Fuglalífið varð því aðal viðfangsefnið þessar tvær helgar. Ákvað ég að staðsetja tækin á göngubrúnni frá Iðnó að Ráðhúsinu. Tveimur vatnahljóðnemum var stungið í Tjörnina u.þ.b. 20sm fyrir ofan botn með tveggja metra millibili. Fyrir ofan, á brúnni, voru hljóðnemar í XY uppsetningu.
Þarna má heyra hundgá, í fólki gefa öndum brauð og í útlendum ferðamönnum.
Undir yfirborði tjarnarinnar heyrast mikil skvamphljóð frá fuglum sem börðust um brauðið á yfirborðinu, einnig í skúfönd sem oftsinnis kafaði nærri hljóðnemunum. Þá heyrist málmhljóð þegar gengið er á brúnni og eitthvað slæst í burðarvirki hennar.

_______________________________________

In two worlds

In Reykjavik center is a quiet big pond or a lake with many bird species, like Swans, Gooses and Ducks. Often people feed this birds with bread so outburst is normal when birds grasp the breadcrumbs.
This recordings was made simultaneously both above and under water on four tracks. Two hydrophones where placed 2 meters apart and 20 cm above the pond bottom. On the steel bridge above was two cardioid in XY setup.

Above the pond.
Download mp3 file (192kbps / 10,1Mb)

In both worlds. Above and in the pond.
Download mp3 file (192kbps / 10,1Mb)

In the pond.
Download mp3 file (192kbps / 10,1Mb)

Recorder: Sound devices 744 w/552 preamp
Mics: Aquarian H2a-XLR (spaced omni) and Rode NT1a (XY)
Pix: Canon 30D

Read Full Post »

Friðland í Flóa

Hér er svo til beint framhald af “Friðland í Flóa 2011 – fyrsta hluta” sem birt var í nóvember s.l.
Hér er klukkan líklega milli 02-03. Fátt meira er um þetta hljóðrit að segja en sagt var í fyrri færslu, nema að hér er bílaumferðin í lágmarki og í hennar stað er farið að heyrast í flugumferð.
Þeir sem telja sig þekkja fuglana sem heyrist í, ættu endilega að segja frá því með því að smella á linkinn hér fyrir neðan; “ Skildu eftir svar“.

_____________________________________________

Nature reserve in Flói 2011 – Part 2
This recording is almost straight continue from “Nature reserve in Flói 2011 – Part 1” published last November.
This part was recorded between 2am and 3am.
Now is less car traffic but instead two airplanes pass by.
Quality headphones are recommend while listening.
If you know the birds in this recording, you are welcome to write the name of them in “Leave a Comment“.

Short version
Download mp3 file (192kbps /2,7Mb)

Long version
Download mp3 file (192kbps / 41,2Mb)

Recorder: Korg MR1000 w/Sound devises 552 mixer. 24bit/48Khz
Mics: Rode NT1a.  NOS setup 30cm/90°
Pix: Canon 30D (see more pictures)

Read Full Post »

Þann 27. nóvember 2011 hélt Sinfóníuhljómsveit áhugamanna stórskemmtilega tónleika. Á efnisskrá voru Mozart og fleiri furðufuglar. Tónleikarnir einkenndust af skemmtiatriðum milli og á meðan flutningi tónverka stóð þar sem Dean Ferrell bassaleikari, Gissur Páll Gissurarson tenor og Oliver Kentish stjórnandi voru í aðalhlutverkum. Hluta af tónleikunum má sjá hér á Youtube.
Tvö lög þar sem Dean Ferrell fer á kostum má heyra hér fyrir neðan. Fyrra lagið er The Pause of Mr. Claus eftir Arlo Guthri og seinn lagið er Menuett eftir Franz Anton Hoffmeister.
Dean er óvenulega fjölhæfur tónlistamaður. Hann leikur á fjölmörg bassahljóðfæri og er nánast jafnvígur á þau öll. Hann er sérfræðingur í afbrigðilegum stillingum kontrabassa (scordatura) og standa honum þar fáir á sporði. Hann hefur sótt fundi Alþjóðlega bassaleikarfélagsins undanfarin ár og getið sér þar frægð fyrir sérlega frumleg atriði sem finna má á Youtube. Þar sameinar hann afburða færni sína á hljóðfæri, leikræna tilburði og afrakstur rannsókna sinna á gamalli tónlist og hljóðfærum.
Lögin tvo sem hér má heyra eru birt með leyfi Dean og Olivers

________________________________________________

Arlo Guthri and Franz Anton Hoffmeister
In November 2011 I recorded a concert with Amateur Symphony Orchestra. Special guest and soloist in this concert was a Gissur Páll Gissurarson tenor and Dean Ferrell bass player. This concert was different from many others I‘ve seen and heard. Most of the time during the concert, Dean, Gissur and the director Oliver Kentish, were acting in a comedy.
Part of this concert is now visible at YouTube.
I have noticed that omnidirectional mics give the best result in sound quality. That is one of the reasons I use very often omnidirectional mics as Mid-side mic in MS setup.
In this concert I decided to use AB setup located over the orchestra.
For many reasons it gives a fabulous result. Compare using same multi polar pattern mics in MS setup it gives better result in the lower frequency resolution. The only negative thing was a bit too long reverb on the orchestra and too short on soloists. Six pieces of mics could also make a phase error.
At concert like this, I can´t act as a king. I need to make me as compact as I can. For many reasons I like that. It is a challenge to make a nice recording without be necessarily in the best place, or have a trailer of recording equipment.
During the concert I tried to beware the phase problem. But the soloist was “acting” almost everywhere. Most of the time they were far away from the best place for the mics so I got some phase failure.
Following two songs are made by Arlo Guthry (The Pause of Mr. Claus) and Franz Anton Hoffmeister (Menuett). In this recording Dean Ferrell bass player is singing and playing on his fabulous Bass. Violist, Celloist and Bass player in the orchestra are playing with Dean in the Menuett song.

  Download mp3 file (224kbps / 12.8Mb)

Recorder: Sound Devices 744 w. 552 preamp
Mics: SE4400 in AB setup. 60cm apart in 2.5 meters over the orchestra. For bass soloist, SE 4400 in MS setup (mid mic omni). For tenor, SE1a in XY setup (not used in this web session).
Pix: Canon 30D. (more pictures)

Read Full Post »

Það er vart til það sumarhús sem ekki hefur heitan pott á veröndinni. Ansi oft er hann samkomustaður barna á daginn og fullorðinna á kvöldinn. Í júli 2011 dvaldi fjölskyldan í stéttarfélagsbústað nærri Flúðum. Auðvitað var potturinn mikið notaður. Sonurinn dvaldi þar oft löngum stundum og var þá tilefni til að lauma hljóðnemum í vatnið. Margir kannast við hljóðin undir yfirborði vatnsins í svona pottum.  En hér heyrist greinilega þegar fæturnir nuddast við botninn sem og orðaskil ofan vatnsborðsins. Þá heyrist þegar gengið er um á sólpallinum og stólar dregnir til.

___________________________________________________

Boy in a hot tub.
Many Icelanders own a summer house. Almost all this summer houses have a  outdoor hot tub spa.
In July 2011 I spent one week in workers union summer house. Of course there was a hot tub where my son spent many hours for fun. I put my Aquarian mics in the tub. Part of the result can be hear in the session below.

Sækja mp3 skrá (192kbps / 12,5Mb)

Recorder: Korg MR1000 with SD552 preamp.
Mics: Aquarian H2a XLR  40cm apart
Pix: Olympus 4040 in Ewa-Marine pocket.

Read Full Post »

Nótt í friðlandinu í Flóa á suðurlandi

Fyrir rúmu ári setti ég á vefinn upptöku af fuglalífinu í friðlandinu í Flóa. Eftir þá ferð var ég harðákveðinn að koma aftur ári síðar.
Dagana yfir sumarsólstöður nú í sumar tjaldaði ég því við Eyrarbakka með allt mitt hafurtask.
Nú kom ég líka með suðminni magnara og hljóðnema. Rétt fyrir miðnætti lagði ég af stað frá tjaldsvæðinu við Eyrarbakka og hjólaði með tæki og tól inn á friðlandið. Það var ákveðið að taka upp alla nóttina, helst í 12 tíma, eða á meðan rafhlöður entust.
Veður var gott. Í raun nákvæmlega það sama og árið áður. Hiti u.þ.b. 5-7° C, léttskýjað og breytileg vindátt. Vindstyrkur var frá því að vera logn allt að 8 m/s sem því miður má stundum heyra í þessari löngu upptöku. Yfir daginn fór vindstyrkur upp í 15 m/s sem heyra má í hljóðfærslu frá því í ágúst s.l.
Með nýjum hljóðnemum varð útkoman skárri en árið áður.
Þó enn heyrist suð í tækjum (hvítt suð) þá skiluðu þau ágætum upptökum af ótrúlega lágværum hljóðum sem vart voru merkjanleg með berum eyrum. Þá var ekki hjá því komist að hljóðnemarnir tækju upp hljóð frá bílaumferð sem gátu ekki annað en verið í margra kílómetra fjarlægð, því ekki sást til allra þeirra sem heyrðust á hljóðritinu þessa nótt. Þá er suðið í briminu út með suðurströndinni mjög greinilegt. Breytti engu þó ég reyndi að koma hljóðnemunum í skjól og beina þeim í aðra átt.
Í upptökunni má heyra í mörgum fuglum. Ég ætla að láta hlustendur um að þekkja þá og koma með nöfn þeirra með því að “Rita ummæli” hér fyrir neðan.

________________________________________________

Nature reserve in Flói 2011 – Part 1
Last summer solstice I went to a nature reserve in Flói, in the south of Iceland to record birds life. The result was many hours of recording.
It is my intention to put most of it to the website in the future months. The recording below was recorded between 1:00 to 2:00 am.
The recording device give a brilliant result in this quiet atmosphere. Most of the background noise is coming from surf along south coast and some traffic noise.
Many birds are in this session like Red throated Loom and Phalarope. Other animals are sheep, horses and driving humans (Homo mobil petrolium).

Sækja mp3 skrá (192kbps / 37,8Mb)

Recorder: Korg MR 1000 v/Sound Devices 522 mixer
Mic: Rode NT1a. NOS setup, 30cm/90°
Pix: Canon 30D (see more pictures)

Read Full Post »

Þau skipti sem ég hef róið kajak á sjó hef ég oft leitt hugann að því að líklega væri meira spennandi að vera neðansjávar en ofan. Áhugi minn á lífinu neðansjávar minnkaði svo ekkert við það þegar ég fékk mér neðansjávarhljóðnema og gat farið að hlusta á þann hljóðheim sem þar er. Hljóðin sem hér heyrast voru tekin upp fimmtudaginn 11. ágúst 2011, austan við bryggjukantinn við Áburðarverksmiðjuna. Hljóðin sem þarna heyrast geta komið frá rækjum, skeljum og hrúðurkörlum en hæst heyrist í einhverju sem líkist því að verið sé að róta í möl á botninum. Þá heyrast líka hljóð sem hugsanlega koma frá sel eða hval og tíst sem líkist tísti hjá auðnutitlingi. Þó það hafi verið stafalogn á meðan á upptöku stóð þá eru drunurnar líklega tilkomnar vegna þess að létt gola leikur um hljóðnemakaplana. Fljóðtlega í upphafi hljóðritsins má heyra eitthvað snerta hljóðnemana í nokkur skipti en það er annaðhvort þang eða nart fiskiseiða sem mikið er af á þessum slóðum á þessum árstíma. Á 12. mínútu kemur stór hópur kajakræðara fyrir hornið á viðlegukantinum. Þá heyrist greinilega í áratökunum á leið þeirra inn í Eiðsvík.
Ef einhver veit hvaða skepnur það eru sem gefa frá sér hljóð í þessu hljóðriti þá er um að gera segja frá því í hér.

____________________________________________

What is under the Kayak?
Every time I´am sailing on my kayak I start to imagine how the world is beneath the kayak. When I got my Aquarian microphone it opened a whole new world for me.
In mid of August 2011 I recorded this world from the dock at Gufunes in Reykjavik. Most of the sounds are pops and crackles, possibly from shrimps and/or shells. The highest level comes from something that looks like someone is routing gravel on the seabed. But sometimes other strange sounds are audible, such as “birdsong”, “mumble Duck” „crying child“ and „sounds from piano strings“. Other sounds are easy to explain like diving ducks searching food and small waves at nearby beach. At 11:40. min. a group of Kayak rowers pass by with a splashing sound.

Sækja mp3 skrá (196kbps / 27,6Mb)

Recorder: Korg MR1000 v/Sound Devices 552 preamp (24bit/96Khz)
Mic: Aquarian H2a_XLR (with 40cm interval)
Pix: Canon 30D (see more pictures)

Read Full Post »

Laugarneskirkja er í Laugarnesprestakalli, Reykjavíkurprófastdæmi. Var hún teiknuð af Guðjóni Samúelssyni (f.1887 – d.1950) og vígð þann 18. desember árið 1949.
Þann 3. júlí 2011 hljóðritaði ég söng Önnu Jónsdóttur sópransöngkonu í kirkjunni við undirleik Antoniu Hevesi á pianó .
Anna hóf söngnám við Nýja tónlistarskólann hjá Alinu Dubik og lauk þaðan burtfararprófi vorið 2003.
Næsta vetur stundaði hún nám við Tónlistarháskólann í Búkarest þar sem hennar aðalkennari var
Maria Slatinaru. Anna lauk síðan einsöngvaraprófi frá Nýja tónlistarskólanum í nóvember 2004 undir handleiðslu Alinu Dubik.
Anna hélt debut-tónleika í Hafnarborg haustið 2006 þar sem Jónas Sen lék með henni. Árið 2008 gaf hún út sinn fyrsta hljómdisk, Móðurást, en á honum eru íslensk sönglög sem eiga það sameiginlegt að fjalla á einhvern hátt um móðurkærleikann.
Síðustu ár hefur Anna tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi með einsöngstónleikum og þátttöku í stærri verkum.

______________________________________________

Sopran in Laugarneskirkja (church)
Guðjón Samuelsson (b.1887 – d.1950) was the state architect of Iceland from 1924-1950, and designed many churches, including the Catholic church and Hallgrímskirkja as well as the National Theater. Laugarneskirkja was consecrated in 1949, and is not one of his most orginal works, as it looks a lot like the church he built in Akureyri a year earlier.
In 3rd of July 2011 I recorded few songs with Anna Jónsdóttir, a soprano singer in Laugarneskirkja.
She began her song study at Nýi tónlistarskólinn, (New Musical School) by Alina Dubik and graduating with a final exam in the spring of 2003.
Next winter, she studied at the Musical University in Bucharest where her main tutor was Maria Slatinaru.
Anna completed his degree soloists from the New Musical School in November 2004 under the guidance of Alina Dubik.
Anna thought Debut-concert in the fall of 2006 at Hafnarborg where Jonas Sen played with her on  piano. In 2008 she released her first CD, Móðurást, containing Icelandic songs where the main theme is motherlove in it’s broadest sense.
Past years Anna has been active in the Icelandic music scene with a solo concert and participation in larger projects.
Antonia Hevesi are playing on Piano in this two songs.
Sækja mp3 skrá. (192kbps / 8,3Mb)
Recorder: Korg MR1000 w/Sound Devices 552 (DSDIFF 1bit/5,6Mhz)
Mics: SE4400a MS setup (singer) SE1a ORTF (piano)
Pix: Canon 30D

Read Full Post »

Vorið 2011 benti allt til þess að geitungar myndu eiga erfitt uppdráttar. En það gerðist þó að trjágeitungur byrjaði að búa til hreiður yfir skúrhurðinni hjá mér. Ekki leið á löngu þar til hreiðrið var á stærð við mandarínu. Eggin, sem líklega voru allt að því 15 að tölu, fóru dag frá degi stækkandi og dökknuðu. Að staðaldri var ekki annað að sjá en að í því væru tvær þernur að sísla við eggin. Á daginn var drottningin í stanslausum ferðum, eða að meðaltali inn og út um opið á 2-4 mínútna fresti. En um nóttina fækkaði ferðum sem urðu þá á 20 – 30 mínútna fresti.
Daginn eftir að þessi upptaka fór fram, sem var 7. júlí, eyddi ég búinu því eggin voru greinilega að klekjast út, sem gert hefði alla eyðingu erfiðari.

______________________________________________

Queen kill a worker
Wasp traffic recorded close to Wasp nest in Reykjavik 7th of July 2011. First session was recorded when the hair of the mic´s furry was so close to the wasp nest´s door the queen could not access in to the nest. Slowly trough the session the queen gets more angry. And when I moved the mic from the nest she killed one of the two workers in the nest (sorry, I did not record that).

Sækja mp3 skrá (196kbps / 17.5Mb)

The second session is recorded with the mic more far from the nest. The queen comes and goes when searching for food in daily life.
Most of the audible sound from the nest is the queen and workers footsteps and wing flaps when the queen leaves or accesses the nest.

Sækja mp3 skrá ( 196kbps / 10,8Mb)

Recorder: Sound Device 552 (24/96)
Mic: Rode NT4 w/Dead Kitten
Pix: Canon 30D (see more pictures)

Read Full Post »

Starri á leið í hreiður

Vindur, væta og kuldi er lýsandi fyrir veðráttuna vorið 2011. Fuglar hættu við eða frestuðu varpi. Á sumarsólstöðum var ég staddur á friðlandi í Flóa í leit af fuglahljóðum. Ekki gekk það vel því úti var bæði rok og rigning. Á meðan ég lét tímann líða ákvað ég að taka upp inni í fuglaskoðunarhúsinu. Reglulega mátti heyra þrusk í starra sem var við hreiðurgerð í þakskegginu, nokkuð seint en líklega vegna ótíðar. Hér heyrist helst í vindi lemja kofann, í mófuglum og einmanna kind. En öðru hverju heyrist þrusk sem er annaðhvort vegna þess að starrinn er að koma eða fara og stundum að krafsa í vegginn. Ekki var að heyra að komnir væru ungar enda var hann í óða önn að bera strá í hreiðrið. Hér er á ferð ein af þeim upptökum þar sem ég gerði engar kröfur um árangur, en viti menn, hún skilar óvæntum uppákomum. Nokkuð sem gerist ansi oft ef maður einfaldlega byrjar að taka upp, skilur tækin eftir og hverfur sjálfur af vettvangi.

__________________________________

Foolish weather at summer solstice.
The spring at 2011 will be remembered as one of the strangest season for a long time in Iceland. The weather was cold, windy and wet, even snowing in June in the north and east. Many birds waited for nesting or even skiped it this year. Because of food shortage in sea many popular birds species like Puffins and Sterna at coast side have almost disappeared. In south west Iceland the weather was not so bad but anyway some birds was late to make their nest.
This session was recorded 21st of June, inside the bird watching house in nature reserve in Flóa, south Iceland. Because of wind and rain I could not record outside, so I just started recording inside the house. During that time I was outside, walking around and “waiting for better weather”. Wind was blowing in the house trough open window, in fact so much, Deadkitten dressed microphones could sometimes not withstand the wind. Outside birds and sheeps have their daily life. But under the roof of the house a sparrow was making a nest. Most of his action is audible trough the blowing wind as a wing flaps and “scratches” on the wooden wall.
This is one of the many recording there I did not expect anything, but surprise, the record have a plot.
Recorder: Korg MR1000 / w. Sound devices 552 preamp. 24bit/96khz
Mics: Rode NT1a
Pix: Canon D30 (see more pictures)

Sækja mp3 skrá (192kbps / 21Mb)

Read Full Post »

Older Posts »