Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for apríl, 2011

Ekki er hægt að segja að veðrið hafi verið skemmtilegt það sem af er aprílmánuði.  Kuldi, hávaðarok og leiðinda rigning eða éljagangur.
Einn versti dagurinn var líklega 10. apríl. Þá gerði hávaðaútsýning um allt land, ekki síst á Suður- og Vesturlandi. Margir urðu veðurtepptir víða um land. Útihús og þök fuku og tré brotnuðu í görðum, þar á meðal í garðinum mínum. Á meðan mest gekk á var ég víðs fjarri á ofboðslegu tertu- og kökuáti í fermingarveislu. Þegar heim var komið var garðurinn í rúst og veðrið gengið niður. En áfram gekk þó á með hvössum éljum svo það buldi á húsinu á meðan á því gekk. Ég setti því hljóðnema upp á háaloft þar sem greinilega mátti heyra það sem á þakið féll.

________________________________

Waiting for the spring.
Hail storm recorded in storage under a roof.
Recorder: Sound devices 552. 24bit/48khz
Mics: Rode NT1a (NOS 90°/30cm)
Pix: Canon 30D

Sækja mp3 skrá  (192kbps / 14,5mb)

Read Full Post »

Guitar on wall   Gítar á vegg

Mario Castelnuovo-Tedesco (1895 – 1968) fæddist í Flórens og starfaði fyrri hluta starfsævinnar á Ítalíu sem tónskáld og píanóleikari. Hann var af gyðingaættum og flúði til Bandaríkjanna árið 1939 með konu sinni og tveimur ungum sonum. Hann settist að í Hollywood, starfaði fyrir MGM Studios og samdi tónlist við fjölda kvikmynda. Hann samdi einnig mikinn fjölda annarra verka, þ.á.m. sjö óperur og yfir 300 verk fyrir gítar, þar á meðal tvo gítarkonserta og einn konsert fyrir tvo gítara. Tedesco var einnig eftirsóttur kennari, kenndi meða annarra John Williams, Henry Mancini og André Previn. Sá síðastnefndi lét eitt sinn þau orð falla að til þess að fá verkefni í kvikmyndaverum Hollywoods væri nánast skylda að vera nemandi Castelnuovo-Tedesco.
Hér er á ferðinni annar þáttur af þremur úr gítarkonsert nr. 1, í D dúr, ópus 99 sem saminn var fyrri hluta árs 1939 fyrir Andrés Segovia. Þessi annar þáttur sem byggður er á stefjum ítalskra þjóðlaga, er saknaðarfull kveðja til fósturjarðarinnar.
Þórarinn Sigurbersson spilar á gítar með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Oliver Kentish stjórnar. Tónleikarnir voru haldnir 13. febrúar 2011 í Seltjarnarneskirkju
Bæði Þórarinn og Oliver gáfu leyfi fyrir því að þetta færi á vefinn.

___________________________________

I am so lucky to be able to train my self recording a symphony orchestra several times a year.
On 13th February 2011 was the Amateur orchestra playing Guitar Concerto, Op. 99 by Mario Castelnuovo-Tedesco. Here is second episode; Andantino Romanza.
Guitar player is Þórarinn Sigurbergsson. Director Oliver Kentish
Recorder: Korg MR1000 1bit/5,644Mhz with two Sound devices 302 preamps
Mic: one pair SE4400 (MS setup for orchestra) and one pair SE1a (X/Y setup for guitar)
Pix: Nokia N82 – in local store Tónastöðin

Sækja mp3 skrá (192kbps / 9,8Mb)

Read Full Post »