Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for ágúst, 2010

Ekkert jafnast á við það að liggja úti í náttúrunni og fá tækifæri til að hlusta á fuglana í þögn frá vélardrunum mannsins. Hljóðin hafa mikið breyst á ótrúlega fáum árum. Með hverju ári verður sífellt erfiðara að nálgast fuglahljóð í ómengaðri náttúru. Með sífellt meiri hávaða og loftmengun er mannskepnan ekki aðeins að breyta sínu nánasta umhverfi heldur líka búsvæðum annarra lífvera og loftslagi á allri jörðinni. Fyrr en síðar mun það því miður bitna mjög harkalega á öllum lífverum.
Friðland í Flóa er lítið dæmi um að til séu menn sem af veikum mætti vilja endurheimta votlendi og þau náttúrugæði sem þeim fylgja. Eru þá framræsluskurðir stíflaðir svo grunnvatn hækkar á svæðinu sem svo laðar að sér ýmsa fugla.
Þótt mesta fuglalífið hafi verið nær stöndinni þegar þetta var tekið upp, þann 24. júní, þá vantaði ekki fuglana á friðlandið. Það heyrist þó ekki mikið í þeim og þurfti talsverða mögnun til að ná þessari upptöku sem því miður kemur fram í talsverðu suði. Svo nokkuð sé nefnt þá má heyra í kindum, flugu, lómi, hettumávi, lóuþræl, spóa, álft og hrossagauk. Þá heyrist bíla- og flugumferð að vanda sem og ölduniði sem lemur suðurstöndina í fjögurra km fjarlægð aftan við hljóðnemana.
Í uppökunni heyrist vel í óþekktri andartegund sem ekki sást en virðist hafa komið ansi nálægt upptökustað. Þeir hlustendur sem telja sig vita hvaða fugl sé þar á ferð eru beðnir um að segja frá því hér.
Tekið var upp á Sennheiser ME62 hljóðnema sem vísað var í 90° til norðurs. Sound device 302 formagnara og Korg MR1000 í 24bit/192khz. Myndir voru teknar á Canon D30

Sækja mp3 skrá (192kbps / 35,6Mb)

Read Full Post »