Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for mars, 2011

Í vetur hef ég reglulega fóðrað fugla hverfisins með brauði og öðrum matarleifum.
Þann 18. mars 2011 gekk á með vestan útsynningi þar sem skiptist á með hvössum éljum, dúnmjúkri snjókomu, glaða sólskini og logni. Stillti ég upp hljóðnemum í um tveggja metra fjarlægð frá fóðurstað.
Fuglar sveimuðu í kring og sumir ætluðu að setjast í fóðrið en það var eins og eitthvað væri að. Ég fór því að fylgjast betur með atferli þeirra. Þeir virtust hræðast Blimp vindhlífina sem var utan um hljóðnemana. Hún líkist einna heilst feitum stórum gráum ketti. Það var því ekki furða þó styggð væri í fuglunum. Það tók einn og hálfan tíma þar til fyrsti fuglinn settist í fóðrið og aðrir fygldu á eftir. En margir þeirra höfðu athyglina á vindhlífinni fremur en á fóðrinu. Þeir ruku því upp hvað eftir annað í sínu taugastríði upp í trén. Á endanum tóku þeir þó vindhlífina í sátt. Brauðið var því fljótt að hverfa úr mjöllini.
Hér er á ferðinni upptaka sem mér hefur gengið erfiðlega að hljóðrita vegna hávaða frá bílaumferð. En þennan dag féll talsverður snjór í borginni sem deifði mjög mikið hávaðann frá umferðinni. Það heyrist því mun betur í vænjaþyti og tísti fuglanna. Þarna voru fuglar eins og starri, skógarþröstur og svartþröstur.  Í fjarlægð má heyra í krumma og hundi. Síðari hluti þessarar upptöku verður birtur síðar. Þá hafði fuglum fjölgað umtalsvert.

______________________________________

Feeding Starlings, Redwings, and Blackbirds.
The weather was windy with some snowfall and sunny moments.
The birds was spooked around the Blimp windshield (it looks like big fat gray cat) so they fly up and down frequently during the recording session. The mics was placed about 2meters away from feeding place.
The traffic noise is much lower than usual because new falling snow.
You can hear wingflaps mostly from Starlings and Readwings. Also croaking Raven and a barking dog in next street.
During this session number of birds is growing fast. Later one I will publish the rest of whole session when about fifty birds was singing and flying around the recording place.

Recorder: Sound Divices 552, 24bit/96Khz
Mic: MS setup. Rode NT2a (fig.8 side mic) and Sennheiser ME64 (mid mic)
Pictures: Canon EOS 30D

Sækja mp3 skrá (192kbps / 15,3Mb )

Read Full Post »

Trilla_fra_Flateyri

Um hvítasunnu þann 24. maí 2010 fór ég vestur á Flateyri og auðvitað fóru upptökutækin með. Fáir fuglar voru á sveimi í firðinum, kalt í veðri, með norðan kalda yfir daginn svo hljóð frá fuglum bárust lítið um fjörðinn.  Yfir blánóttina lægði. Mátti þá  helst heyra í hópum máffugla úti á miðjum firði suður og austur af Flateyri.
Ýmislegt hefur gengið á í Önundarfirði. Flestum er í minni snjóflóðið á Flateyri 1995 þar sem 20 fórust. Einnig hafa orðið mannskæð sjóslys, eitt hið mesta árið 1812, þegar sjö bátar týndust í einum og sama róðri. Fórust með þeim um 50 manns sem skildu eftir sig 16 ekkjur í sveitinni. Svo undarlega hafði brugðið við, að bæði vikurnar á undan og eftir var algert aflaleysi í firðinum en daginn, sem bátarnir fórust var mokveiði og allir fylltu báta sína á skammri stundu. Þeir fórust, sem ekki köstuðu fisknum fyrir borð.
Í Önundarfirði eru fjórir bæir, allir með sama nafninu;  Kirkjuból, og mun slíkt einsdæmi í nokkurri einstakri byggð á landinu.
Þennan vordag sem ég hljóðritaði reru örfáar trillur til fiskjar. Voru það helst útlendingar sem leigðu bátana fyrir sjóstangveiði. Heyra má í einum þessara báta á leið út á miðin í meðfylgjandi hljóðriti. Hljóðnemar voru staðsettir í fjörunni fremst á tanganum sunnan við fiskvinnsluhúsin á Flateyri.

_________________________________

Sound scape with waves at seashore, some birds and engine noise.  A small fishing boat pass the recording place at Flateyri in Önundafjordur north-west of Iceland.
Flateyri is a village with a population of approximately 300, it is the largest settlement on Önundarfjörður.
Flateyri has been a trading post since 1792, and temporarily became a major whaling center in the 19th century.
In October 1995 an avalanche hit the village, destroying 29 homes and killing 20 people. Since then a deflecting dam has been built to protect the village from any further avalanches.
Recorder: Korg MR1000 24bit/96Khz
Mic: Sennheiser ME62, NOS setup, 40cm apart /90°
Pictures: Canon 30D and Nokia N82

Sækja mp3 skrá (192kbps / 31,4mb)

Read Full Post »