Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for júlí, 2010

Það er því miður fámennur hópur fólks sem gefið hefur sér tíma í hádeginu til að mæta niður á Hverfisgötu framan við greni AGS og mótmælt úreltum hagstjórnargjörningum þeirra. En þótt hópurinn sé fámennur þá er hann býsna hávær. Það er því ólíklegt að útsendarar AGS fái mikinn vinnufrið undir þeim hljóðum sem heyrast í meðfylgjandi hljóðriti en það var tekið upp 14. júlí 2010.
Notast var við Rode NT4 hljóðnema, Sound Device 305 formagnara og Korg MR1000. Tekið var upp í 24bit/96Khz. Myndin er tekin á Nokia N82 síma við þetta tækifæri.

Sækja MP3 skrá.  (192kbps/13,3Mb)

Read Full Post »

Ekki er auðvelt að nálgast samanburð á hljóðnemum á netinu. Það er því ekkert grín þegar til stendur að fjárfesta í einhverjum slíkum. Sjálfur hef ég verið að leita að góðum og fyrirferðarlitlum MS hljóðnema. Flestir sem eiga að uppfylla þær kröfur eru ekki gefnir. Hvort sem MS uppsetningin muni samanstanda af tveimur hljóðnemum eða einum, þá er líklega Shure VP 88 nokkuð þekktur sem ódýr MS/steríó hljóðnemi. Þó hann sé mikill hlunkur þá freistar verðið til þess að honum sé gaumur gefinn. Í safni mínu er að finna Rode NT4 steríó hljóðnema sem er ögn ódýrari en Shure VP88. Hann er talinn nokkuð góður þó ég telji þrönga steríómyndina takmarka notkun hans.
Á dögunum fékk ég að prófa VP88. Við fyrstu kynni varð mér ljóst að ég var ekki að kynnast tímamótahljóðnema. Ég stillti hann á víða steríómynd og prófaði hann samhliða NT4. Stillti ég þeim báðum á sama stað á borði þar sem þeir lágu á púða. Í herberginu var lágt stillt útvarp í gangi í um þriggja metra fjarlægð. Veggklukka tifaði á vegg í tveggja metra fjarlægð og kæliskápur var í gangi í þriggja metra fjarlægð.
Hljóðnemarnir voru báðir tengdir við Sound device 305 formagnara þar sem slökt var á hljóðsíum og styrkur hafður í botni til að fá fram grunnsuðið. Tekið var upp á Korg MR1000 upptökutæki.
Sjálfur kynni ég svo hljóðnemana þar sem ég sit einn metra fyrir aftan þá.
Hljóðdæmið gefur ekki fullkomna mynd af þessum tveimur hljóðnemum en segir þó til um suð og næmni.

English summation:

Rode NT4 and Shure VP88 was placed in the same place. Connected to Sound device 305 preamp. All filters at zero and gain and faders at 100%.
You shold hear the radio at low level (3 meters away), clock on a wall (2 meters) and a refrigerator (3 meters)
This is not a perfect test, but will give some information about noise and sensitivity between this two mics.

Sækja mp3 skrá.   (192kbps / 1,83Mb)

Read Full Post »

Friðland fugla í FlóaÞað er ekki auðvelt að hljóðrita þögn og skila því frá sér svo einhver nenni að hlusta. En satt best að segja tókst mér það á dögunum undir húsvegg í friðlandinu í Flóa. Undir norðurhlið hússins hefur sauðfé greinilega skýlt sér gegn sunnan sudda eða frá heitum sólargeislum. Það er sauðfé eðlislægt að gera þarfir sínar þar sem það setndur. Því vantaði ekki sauðataðið undir húsvegg fuglaskoðunarhússins sem stendur í miðju fuglafriðlandinu.
Nýju taði fylgja flugur og á þeim var enginn skortur að þessu sinni. Flugnasuðið var svo gott sem það eina sem ég heyrði fyrir utan suðið í eigin höfði. Það kom því svolítið á óvart að hljóðritið skilaði talsvert meiru af hljóðum. Vissulega heyrist mikið grunnsuð, ekki aðeins frá tækjum heldur líka frá flugvélum og bílaumferð norðan og sunnan við upptökustaðin. Þá barst líka talsverður “hávaði” frá öldurótinu við ósa Ölfusár. Fyrir utan flugnasuðið heyrist auðvitað líka í fuglum þó það komi mest á óvart hversu vel það heyrist þar sem þeir virtust flestir vera víðs fjarri á meðan á upptöku stóð.
Önnur hljóð eru líklega þenslusmellir í húsinu, léttir smellir frá gluggaloku og einn þenlusmellur frá öðrum hljóðnemanum. Seinni hluta upptökunnar heyrist í bíl sem kemur að bílastæði friðlandsins og að lokum þegar fólkið úr þeim bíl kemur og stígur á pallinn sunnan við húsið.
Tekið var upp þann 24. júní 2010 milli kl 17 og 18 á Korg MR1000 í 24bit/192Khz og Sennheiser ME62 hljóðnema. Þeim var vísað til norðurs með 90° horni, u.þ.b. 60cm frá húsveggnum.
Myndin er tekin sama dag nærri upptökustað. Horft er til horðurs í átt að Hveragerði (sjá fleiri myndir).

Sækja mp3 skrá (192kbps / 33,4Mb)

Read Full Post »