Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Sound device 302’

Það var mikið um að vera í miðbæ Reykajvíkur 17. júní 2011 á 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Fólk fjölmennti í bæinn og tók þátt í ýmsum viðburðum. Um kvöldið var harmónikkuball í Ráðhúsinu. Þangað mætti mikið af eldri borgurum og skemmtu sér konunglega við dans við undirleik Harmónikkufélags Reykjavíkur. Þegar ég mætti á svæðið með upptökutækið var farið að líða að lokum en margt fólk þeyttist enn um gólfið eins og um tvítugt væri.
Þess skal getið að leyfi fékkst fyrir að setja harmónikkuleikinn á vefinn.

________________________________________

Accordion ball in town hall
Icelanders keep the Independence Day at 17th of June. All over the country people was celebrating with all kind of entertainment such as concerts and dances and other things. Now this year in the evening, a accordion ball was held in the Reykjavik City Hall. The players in the accordion band were members in the Accordion club of Reykjavik (Harmonikufélag Reykjavikur). As usual mostly older people met at the ball to dance but younger people and shy pass by, watch and listen.
I went there and recorded the last part of the ball.
Here are two sessions. The first one I have the microphones far away from the band almost amid the crowd of the dancing people. In the second session I have the microphones close to the stages and the accordion band.

Sækja mp3 skrá. (192 kbps / 26,8Mb)
Sækja mp3 skrá. (192kbps / 38,8Mb)

Recorder: Zoom 4Hn / Sound devices 302 preamp.
Mic. Rode NT2a / NT55 (MS setup in Blimp)
Pix: Canon 30D (see more pictures)

Read Full Post »

Guitar on wall   Gítar á vegg

Mario Castelnuovo-Tedesco (1895 – 1968) fæddist í Flórens og starfaði fyrri hluta starfsævinnar á Ítalíu sem tónskáld og píanóleikari. Hann var af gyðingaættum og flúði til Bandaríkjanna árið 1939 með konu sinni og tveimur ungum sonum. Hann settist að í Hollywood, starfaði fyrir MGM Studios og samdi tónlist við fjölda kvikmynda. Hann samdi einnig mikinn fjölda annarra verka, þ.á.m. sjö óperur og yfir 300 verk fyrir gítar, þar á meðal tvo gítarkonserta og einn konsert fyrir tvo gítara. Tedesco var einnig eftirsóttur kennari, kenndi meða annarra John Williams, Henry Mancini og André Previn. Sá síðastnefndi lét eitt sinn þau orð falla að til þess að fá verkefni í kvikmyndaverum Hollywoods væri nánast skylda að vera nemandi Castelnuovo-Tedesco.
Hér er á ferðinni annar þáttur af þremur úr gítarkonsert nr. 1, í D dúr, ópus 99 sem saminn var fyrri hluta árs 1939 fyrir Andrés Segovia. Þessi annar þáttur sem byggður er á stefjum ítalskra þjóðlaga, er saknaðarfull kveðja til fósturjarðarinnar.
Þórarinn Sigurbersson spilar á gítar með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Oliver Kentish stjórnar. Tónleikarnir voru haldnir 13. febrúar 2011 í Seltjarnarneskirkju
Bæði Þórarinn og Oliver gáfu leyfi fyrir því að þetta færi á vefinn.

___________________________________

I am so lucky to be able to train my self recording a symphony orchestra several times a year.
On 13th February 2011 was the Amateur orchestra playing Guitar Concerto, Op. 99 by Mario Castelnuovo-Tedesco. Here is second episode; Andantino Romanza.
Guitar player is Þórarinn Sigurbergsson. Director Oliver Kentish
Recorder: Korg MR1000 1bit/5,644Mhz with two Sound devices 302 preamps
Mic: one pair SE4400 (MS setup for orchestra) and one pair SE1a (X/Y setup for guitar)
Pix: Nokia N82 – in local store Tónastöðin

Sækja mp3 skrá (192kbps / 9,8Mb)

Read Full Post »

Sú daufa hljóðmynd sem ég náði af nýliðnum áramótunum 2010 til 2011 varð til þess að ég fór að hugsa hvort minna hefði verið skotið af flugeldum nú en áður. Ekki átti ég upptöku af áramótunum 2007-2008. Þau ármót voru þau geggjuðustu sem ég hafði upplifað. Þá hvarf höfuðborgarsvæðið allt í eiturmóðu svo mér og eflaust öðrum lá við yfirliði. Mengunin var slík að ég náði ekki einu sinni nothæfum myndum frá þeim áramótum.
Áramótin 2009-2010 voru svo heldur rólegri.
Myndin hér að ofan er skjámynd úr hljóðvinnslu sem sýnir á myndrænan hátt samanburðinn á áramótum í um klukkutíma. Í efri steríó hljóðrásinni eru áramótin 2008-2009 og fyrir neðan er hljóðrásin frá síðustu áramótum 2010-2011.
Margt getur haft áhrif á að síðustu áramót hafi verið svona lágstemmd. Líklega þyrfti ekki annað til en að tveir til fjórir skotglaðir menn í hverfinu hafi verið að heiman þetta kvöld. Þá má líka vera að upptökurnar séu ekki alveg sambærilegar þar sem ekki var notast við sömu hljóðnema eða uppsetningu þeirra. Skráarsnið eru lika ólík.
VARÚÐ ! Þegar hlustað er á skotelda í hljómtækjum er MJÖG auðvelt að sprengja flesta hátalara. Fólk er því hvatt til að hlusta frekar á upptökurnar í góðum opnum heyrnartólum.

___________________________________

Comparison of fireworks during the new years eve 2008-2009 and 2010-2011.
Both recordings are made at the same time and at same place during midnight on the New Years Eve.
The picture above shows far more were shot by fireworks the year 2008-2009 (upper stereo tracks) than the year 2010-2011 (lower stereo track). Both tracks shows one hour sound files
Comparison is probably not entirely comparable since the use of various types of microphones. But it can be clearly heard several more explosions at 2008-2009.
CAUTION ! Do not play this soundtrack loud in speakers. It can harm most speakers.

2008-2009 sound track
Recorder: Korg MR1000 (DSD 1Bit/5,644Mhz)
Mic: Rode NT2000 ( 180° NOS setup, 40 cm apart )

Sækja mp3 skrá. (192kbps / 17,6Mb)

2010-2011 sound track. (Áramót 2010-2011)
Recorder: Korg MR1000 with Sound devices 302 preamp (24bit/192khz)
Mic: Rode NT45 ( Omni, 90 cm apart )
Picture: Canon EOS30D

Sækja mp3 skrá.  (192kbps / 10,5Mb)

Read Full Post »

Ísland er einn fárra staða í heiminum þar sem almenningur fær að leika sér með sprengiefni og flugelda að vild um áramót. Ekkert jafnaðist á við áramótin 2006, 2007 og 2008 en þau áramótin voru Reykvíkingar nærri búnir að drepa sig í baneitruðu efnaskýji sem myndaðist í logni og ofboðslegu skoteldafári. Loftgæðin voru heldur betri nú í ár, 2010-2011, enda mátti greinilega heyra að minna var um skotelda þetta árið en „góðærisárin“. Það fer þó tvennum stögum af því. Arnþór Helgason segir á sínu hljóðblogi að mikið hafi gengið á úti á Seltjarnarnesi. Það má lika greinilega heyra á hanns stórfína hljóðriti.
Það sem hér heyrist er tekið upp um miðnæti, þegar árið 2011 gékk í garð. Í hljóðvinnslu hækkaði ég í lægstu tíðni (20hz) til að draga fram kraftinn frá þungum en ótrúlega fáum sprengingum.
VARÚÐ ! Þegar hlustað er á skotelda í hljómtækjum er MJÖG auðvelt að sprengja flesta hátalara. Fólk er því hvatt til að hlusta frekar á upptökurnar í góðum opnum heyrnartólum. Skiptir þá engu hvort hljóðdæmin hér á netinu séu í takmörkuðum hljómgæðum.

___________________________________

New Year Eve in Reykjavik.
Iceland is one of the few places in the world where the public gets to play with explosives/fireworks some days. When it happens, especially during new years eve, then can be both great air- and noise pollution in Reykjavik.
CAUTION ! Do not play this soundtrack loud in speakers. It can harm most speakers.
Recorder: Korg MR1000 with Sound devices 302 preamp (24bit/192khz)
Mic: Two Rode NT45 Omni 90 cm intervals
Picture: Canon 30D

Sækja  mp3 skrá.  (192kbps / 10,5Mb)

Read Full Post »

Hljóðfæraleikarar fjölmenntu á efstu hæð á Highlander á Lækjargötu 10, þann 15. júlí 2010.
Enginn virtist í stuði fyrst til að byrja með. En þegar fór að líða á kvöldið þá duttu menn í gírinn og þá birtust söngvarar, einn innlendur sem áður hefur sungið með þessum hópi og tveir erlendir ferðamenn sem óvart voru á staðnum.
Heyra má bluegrass, keltneska og skandinavíska tónlist að þessu sinni.
Sá hluti upptökunnar sem hér heyrist er frá seinni hluta kvöldins þegar menn voru komnir í gírinn og söngvarar voru farnir að þenja sig.
Upptakan þetta kvöld var á margan hátt ekki eins góð og þegar tekið er upp á neðri hæð kráarinnar. Stafar það helst af því að mikill umferðarhávaði kom inn um opna glugga, rýmið er stærra en niðri og fleiri hljóðfæraleikarar, sem voru í talsverðri fjarlægð. Það er því nokkur gjallandi í upptökunni.
Tekið var upp á Korg MR1000 með Sound device 302 formagnara í 24bit/192Khz. Hljóðnemarnir voru Sennheiser MKE-2 Gold Lavalier og uppsetning þeirra Binaural. Að vanda þá voru hljóðnemarnir festir við gleraugaspangir mínar rétt við eyrun. Það má því mæla með að fólk noti góð heyrnartól þegar hlustað er á upptökuna sem og aðrar Binaural upptökur.
Myndir frá þessu kvöldi má sjá hér.
Aðrar upptökur með þessum hljóðfæraleikurum má svo heyra hér.
Þess skal getið að þeir sem áhuga hafa á að spreita sig við að spila svona tónlist eru velkomir í þennan hóp en hann æfir flest fimmtudagskvöld á Highlander.

Sækja mp3 skrá (192kbps /  31,8Mb)

Sækja mp3 skrá (192kbps / 29,2Mb)

Read Full Post »

Ekkert jafnast á við það að liggja úti í náttúrunni og fá tækifæri til að hlusta á fuglana í þögn frá vélardrunum mannsins. Hljóðin hafa mikið breyst á ótrúlega fáum árum. Með hverju ári verður sífellt erfiðara að nálgast fuglahljóð í ómengaðri náttúru. Með sífellt meiri hávaða og loftmengun er mannskepnan ekki aðeins að breyta sínu nánasta umhverfi heldur líka búsvæðum annarra lífvera og loftslagi á allri jörðinni. Fyrr en síðar mun það því miður bitna mjög harkalega á öllum lífverum.
Friðland í Flóa er lítið dæmi um að til séu menn sem af veikum mætti vilja endurheimta votlendi og þau náttúrugæði sem þeim fylgja. Eru þá framræsluskurðir stíflaðir svo grunnvatn hækkar á svæðinu sem svo laðar að sér ýmsa fugla.
Þótt mesta fuglalífið hafi verið nær stöndinni þegar þetta var tekið upp, þann 24. júní, þá vantaði ekki fuglana á friðlandið. Það heyrist þó ekki mikið í þeim og þurfti talsverða mögnun til að ná þessari upptöku sem því miður kemur fram í talsverðu suði. Svo nokkuð sé nefnt þá má heyra í kindum, flugu, lómi, hettumávi, lóuþræl, spóa, álft og hrossagauk. Þá heyrist bíla- og flugumferð að vanda sem og ölduniði sem lemur suðurstöndina í fjögurra km fjarlægð aftan við hljóðnemana.
Í uppökunni heyrist vel í óþekktri andartegund sem ekki sást en virðist hafa komið ansi nálægt upptökustað. Þeir hlustendur sem telja sig vita hvaða fugl sé þar á ferð eru beðnir um að segja frá því hér.
Tekið var upp á Sennheiser ME62 hljóðnema sem vísað var í 90° til norðurs. Sound device 302 formagnara og Korg MR1000 í 24bit/192khz. Myndir voru teknar á Canon D30

Sækja mp3 skrá (192kbps / 35,6Mb)

Read Full Post »

Það er því miður fámennur hópur fólks sem gefið hefur sér tíma í hádeginu til að mæta niður á Hverfisgötu framan við greni AGS og mótmælt úreltum hagstjórnargjörningum þeirra. En þótt hópurinn sé fámennur þá er hann býsna hávær. Það er því ólíklegt að útsendarar AGS fái mikinn vinnufrið undir þeim hljóðum sem heyrast í meðfylgjandi hljóðriti en það var tekið upp 14. júlí 2010.
Notast var við Rode NT4 hljóðnema, Sound Device 305 formagnara og Korg MR1000. Tekið var upp í 24bit/96Khz. Myndin er tekin á Nokia N82 síma við þetta tækifæri.

Sækja MP3 skrá.  (192kbps/13,3Mb)

Read Full Post »

Ekki er auðvelt að nálgast samanburð á hljóðnemum á netinu. Það er því ekkert grín þegar til stendur að fjárfesta í einhverjum slíkum. Sjálfur hef ég verið að leita að góðum og fyrirferðarlitlum MS hljóðnema. Flestir sem eiga að uppfylla þær kröfur eru ekki gefnir. Hvort sem MS uppsetningin muni samanstanda af tveimur hljóðnemum eða einum, þá er líklega Shure VP 88 nokkuð þekktur sem ódýr MS/steríó hljóðnemi. Þó hann sé mikill hlunkur þá freistar verðið til þess að honum sé gaumur gefinn. Í safni mínu er að finna Rode NT4 steríó hljóðnema sem er ögn ódýrari en Shure VP88. Hann er talinn nokkuð góður þó ég telji þrönga steríómyndina takmarka notkun hans.
Á dögunum fékk ég að prófa VP88. Við fyrstu kynni varð mér ljóst að ég var ekki að kynnast tímamótahljóðnema. Ég stillti hann á víða steríómynd og prófaði hann samhliða NT4. Stillti ég þeim báðum á sama stað á borði þar sem þeir lágu á púða. Í herberginu var lágt stillt útvarp í gangi í um þriggja metra fjarlægð. Veggklukka tifaði á vegg í tveggja metra fjarlægð og kæliskápur var í gangi í þriggja metra fjarlægð.
Hljóðnemarnir voru báðir tengdir við Sound device 305 formagnara þar sem slökt var á hljóðsíum og styrkur hafður í botni til að fá fram grunnsuðið. Tekið var upp á Korg MR1000 upptökutæki.
Sjálfur kynni ég svo hljóðnemana þar sem ég sit einn metra fyrir aftan þá.
Hljóðdæmið gefur ekki fullkomna mynd af þessum tveimur hljóðnemum en segir þó til um suð og næmni.

English summation:

Rode NT4 and Shure VP88 was placed in the same place. Connected to Sound device 305 preamp. All filters at zero and gain and faders at 100%.
You shold hear the radio at low level (3 meters away), clock on a wall (2 meters) and a refrigerator (3 meters)
This is not a perfect test, but will give some information about noise and sensitivity between this two mics.

Sækja mp3 skrá.   (192kbps / 1,83Mb)

Read Full Post »

Svartþröstum virðist fjölga hér á landi. Eru þó vart meira en 20 ár frá því hann fór að verpa hér á landi. Fyrst tók ég eftir honum fyrir u.þ.b. fjórum árum í Vogahverfinu þegar ég átti þar leið um snemma á morgnana.
Svartþrösturinn er venjulega felugjarn nema syngjandi karlfuglinn á vorin, sem þá hreykir sér í trjátoppum. Hefur hann afar háværan en fagran söng sem oft getur verið unun á að hlýða.
Í vetur gerðist það að svartþöstur fór að venja komur sínar í garðinn hjá mér og svo verpti hann í nágrenninu í vor. Hann hefur átt það til að taka söngaríur með slíkum afköstum að skógarþrösturinn er svo gott sem hættur að láta í sér heyra í hverfinu.
Oft heyrist í fuglinum en þó er erftitt að hljóðrita sönginn. Um leið og ég birtist í garðinum þá þagnar hann eða fer langt í burtu til að syngja. Um daginn tókst mér samt að taka upp sönginn í fuglinum klukkan þrjú að morgni þar sem hann var í hvarfi við laufþykknið í næsta garði. En það stóð heima, þegar ég komst í sjónfæri við hann, þá þagnaði hann eftir þrjú síðustu versin í meðfylgjandi hljóðriti.
Þar sem ég hef tekið eftir því að söngur svartþrasta er mismunandi eftir hverfum þá er líklegt að ég muni koma með önnur hljóðdæmi síðar.
Tekið var upp á Korg MR1000 í 24bit/192Khz, Sound Device 302 formagnara, Telinga parabólu með Sennheiser MKE 2 lavalier hjóðnemum.
Myndin er tekin nokkrum dögum síðar, liklega af kvennfugli.

Sækja MP3 skrá (192kbps/13Mb)

Read Full Post »