Hljóðfæraleikarar fjölmenntu á efstu hæð á Highlander á Lækjargötu 10, þann 15. júlí 2010.
Enginn virtist í stuði fyrst til að byrja með. En þegar fór að líða á kvöldið þá duttu menn í gírinn og þá birtust söngvarar, einn innlendur sem áður hefur sungið með þessum hópi og tveir erlendir ferðamenn sem óvart voru á staðnum.
Heyra má bluegrass, keltneska og skandinavíska tónlist að þessu sinni.
Sá hluti upptökunnar sem hér heyrist er frá seinni hluta kvöldins þegar menn voru komnir í gírinn og söngvarar voru farnir að þenja sig.
Upptakan þetta kvöld var á margan hátt ekki eins góð og þegar tekið er upp á neðri hæð kráarinnar. Stafar það helst af því að mikill umferðarhávaði kom inn um opna glugga, rýmið er stærra en niðri og fleiri hljóðfæraleikarar, sem voru í talsverðri fjarlægð. Það er því nokkur gjallandi í upptökunni.
Tekið var upp á Korg MR1000 með Sound device 302 formagnara í 24bit/192Khz. Hljóðnemarnir voru Sennheiser MKE-2 Gold Lavalier og uppsetning þeirra Binaural. Að vanda þá voru hljóðnemarnir festir við gleraugaspangir mínar rétt við eyrun. Það má því mæla með að fólk noti góð heyrnartól þegar hlustað er á upptökuna sem og aðrar Binaural upptökur.
Myndir frá þessu kvöldi má sjá hér.
Aðrar upptökur með þessum hljóðfæraleikurum má svo heyra hér.
Þess skal getið að þeir sem áhuga hafa á að spreita sig við að spila svona tónlist eru velkomir í þennan hóp en hann æfir flest fimmtudagskvöld á Highlander.
Sækja mp3 skrá (192kbps / 31,8Mb)
Sækja mp3 skrá (192kbps / 29,2Mb)
Þetta er myljandi skemmtilegt, Magnús. Það er svo mikið líf í þessu hljóðriti að mér finnst hreinlega eins og ég sé á staðnum. Til hamingju.
Takk fyrir þetta Arnþór. Já það er nokkuð líf í þessu. Ég er með nokkuð góða hátalara við tölvuna sem hingað til hafa skilað Binaural upptökum ágætlega. En að þessu sinni þá hljómar upptakan mun betur í heyrnartólum. „Gjallandinn“ í upptökuni hjálpar í raun við að dýpka hljóðmyndina þegar hlustað er með heyrnartólum, þá helst opnum heyrnartólum.
Svo hljómar mp3 netútgáfan bara glettilega vel. Þetta var í fyrsta skiptið sem ég notaði MKE hljóðnemana. Það verður spennandi að beita þeim meira í framtíðinni við svona aðstæður.
Já, maður er bara mættur á tónleika í huganum, ég er að hlusta í vinnunni, gleymdi mér og klappaði um leið og hinir í lok lags. Smá augnatillit frá vinnufélögunum.
Skemmtilegar upptökur hjá þér Magnús.
🙂 Takk Jói