Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for nóvember, 2018

IMG_2200

Frá því í byrjun ágúst 1984 til vors 1989 tók ég upp marga tónleika, bæði erlendra tónlistamanna sem innlendra. Margir þessara tónleika voru haldnir af hljómplötuútgáfunni Gramminu þar sem Ásmundur Jónsson var í forsvari. Ekki man ég hvernig það kom til að ég fór að taka upp þessa tónleika en líklega hefur upptökuáhugi minn orðið til þess að ég fór til Ása í Gramminu og bað hann leyfis um að taka upp. Tók hann því bara vel og fékk hann alltaf afrit af öllum tónleikum. Í einhverju tilfelli, einu eða tveimur, rötuðu þessar upptökur inn á plötuútgáfur að mig minnir eins og hjá frönsku hljómsveitinni Etron Fou Leloublan.
En upptökurnar voru misjafnar. Notaðist ég svo til eingöngu við Sennheiser video / reporter hljóðnema ME20 og ME80 með K3-U „Power modulum“ sem gengu fyrir 5,6 volta rafhlöðum. Þessar rafhlöður voru rándýrar og asnaðist ég oft til að nýta þær rúmlega til fulls sem því miður bitnaði á gæðum sumra hljóðrita. Við svo bættist að á mörgum tónleikum var það Tryggvi Þór Herbertsson sem sá um hljóðblöndun. Hann var alltaf að mínu mati hljóðböðull þegar kom að hljómgæðum. Hann hinsvegar, leit svo á að pönktónleikar ættu að hljóma „hráir og illa“ eins og hann sagði einhverntíma í viðtali við fjölmiðil og þar við sat. Vegna þessa eru margar þessara upptaka ekkert eyrnakonfekt. En þær hafa þó sögulegt gildi.
Fyrir 33 árum mætti ég með upptökutæki á tónleika í Hjáleigunni, sem var í húsnæði við hliðina á Kópavogsbíói. Svarthvítur draumur (S.H.Draumur) var aðal númer kvöldsins en Spilliköttur, Ást og Gakk sáu um upphitun.
Greinilega má heyra að nýjar rafhlöður voru í hljóðnemunum og enginn Tryggvi á mixernum frami í sal. Hér er því ágætis upptaka á ferð.
SH draumur spilaði 12 lög á þessum tónleikum en á upptökunni heyrast aðeins 11 lög. Ástæðan var sú að þegar þeir voru búnir að spila fjögur lög þurfti að skipta um kassettu. Á meðan á því stóð var lagi nr. 5 fórnað.
Þeir sem hafa áhuga og vilja heyra í upphitunarhljómsveitunum kvöldins þurfa ekki að örvænta. Það er líklegt að ég muni setja þær upptökur á vefinn innan tíðar.
Þess ber svo að geta að Dr. Gunni gaf leyfi fyrir því að meðfylgjandi upptaka færi á vefinn.

The punk-rockband Svart Hvítur Draumur, 24th of November 1985

As a recording amateur I recorded many concerts between August 1984 to May 1989. The recording collection from this period includes many bands and artists, like Andrew Syrelle, Skeleton Crew, Etron Fou Leloblan, Anthony Braxton, Marlyn Crispell, Leo Smith & New Delta Ahkri, Kukl, Sugarcubes, incluting Björk, Vonbrigði, Oxmá, Megas and many others, mainly Icelanders.
I always recorded this concerts with cassette recorder and two microphones. Without knowing it at that time, the Tapers community was popular in other countrys so afterwards I can say this recordings were my participate in the Tapers community.
The equipment I used was Sony TC-D5m cassette recorder and Sennheiser ME20 & ME80 microphones with K3-U power module. For several concerts I get borrowed a pair of Sennheiser MD441 which bring extra quality into those recordings .
Many of this recordings have poor quality while other are outstanding. The following recording below was recorded with a pair of ME20 so it is as good as it gets with that mic.
The Punk-rock band, Svart hvítur draumur (1982-88) or S.H.Draumur (Back & White Dream) was a trio and pretty popular in the eighties. This concert was held in Kópavogur, south of Reykjavík outskirt 24th of November 1985.

  (mp3 256kbps / 73Mb)
If the media player doesn’t start to play, please reload this individual blog in new tab or frame

Recorder: Sony TC-D5M (AD transfer 24/48, Sound devices 744)
Mic: Sennheiser ME20
Pix: (Dr. Gunni)

Read Full Post »