Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Tónleikar’

IMG_2200

Í þessum mánuði eru liðin 35 ára frá því að ég hljóðritaði meðfylgjandi tónleika sem áttu sér stað í Kópavogsbíóieða nærliggjandi sal þann 24. nóvember 1985.
Aðalnúmer kvöldsins var S.H. Draumur en upptökuna af þeim setti ég hér á bloggið fyrir tveimur árum.
Upphitunarhljómsveitir þetta kvöld voru þrjár sem spiluðu í þessari röð; Spilliköttur, Ást og Gakk sem hér fá nú, 35 árum síðar, að láta heyra í sér .
Allar hljómsveitir þetta kvöld voru skipaðar svo til sama mannskap, svo menn sýndu og sönnuðu að þeir gátu tileinkað sér nokkra tónlistarstíla og fjölbreytni.
Í Spilliketti voru Ingólfur Örn Björgvinsson á sax, Sigurður Halldórsson á bassa og Birgir Baldursson á trommur.
Meðlimir ÁST voru Gunnar Lárus Hjálmarsson eða Dr Gunni á gítar, Steinn Skaptason á bassa, Trausti Júlíusson á trommur og Kristinn Jón Guðmundsson sá um söng og texta. Í þessari upptöku sem voru síðustu tónleikar hljómsveitarinnar, eru það aðeins Kristinn Jón sem sér um rödd og Steinn sem sér um áslátt.
Því má við bæta þegar kemur að sögu hljómsveitarinnar að tveir gítarleikarar voru í hljómsveitinni þeir Jón Kristinn Snæhólm og Jón Egill Eyþórsson. Gunni og Jón Egill komu örstutt við sögu í hljómsveitinni HAM á fyrsta starfsári hennar eftir ÁST og samhliða S.H. Draumi.
Í Gakk voru svo til sömu meðlimir og í Spilliketti. Sigurður Halldórsson var á bassa, Birgir Baldursson á trommur og Ingólfur Örn Björgvinsson söng og Sigurður Ingibergur Björnsson spilaði á gítar.
Ekki man ég hvernig ég rataði á þessa tónleika. Líklega var það vegna þess að ég var svo gott sem daglegur gestur í plötuversluninni Gramminu þessi árin.
Árið áður var gefin út tónsnældan Rúllustíginn af Erðanúmúsík  í 250 eintökum sem vakti nokkra athyggli og aðdáun í mínum félagahópi. Á þessari snældu mátti heyra í hljómsveitum s.s. S.H.Draumi, Spilliketti og Ást auk annara.  Flest af þessu þótti nokkuð tilraunakennt og ágætis nýlunda, þvert á það sem sjá mátti í blaðadómum þessa tíma þegar þessar hljómsveitir héldu tónleika. Sjá t.d. dóma í NT þann 4. júlí 1984 um tónleika í Nýló.
Ekki gekk mér vel að finna myndir frá þessum tíma sem best má sjá af myndini hér fyrir ofan. Hún er þó af upptökutækinu sem var notað þetta kvöld og af hljóðsnældunni Rúllustíginn sem gefin var út af Erðanúmúsík í ágúst 1984 og áður er getið.
Ef einhver lumar á myndum sem gætu tengst tónlistarlífinu frá þessum árum þá látið mig endilega vita. Það virðist ótrúlega litið efni vera til.
Hljómurinn er furðu góður á þessari upptöku miðað við að hún kemur svo til beint af snældunni. Ég á þó nokkur mistök á henni frá því upptakan átti sér stað. Á tveimur eða þremur stöðum yfirmótast upptakan þegar hljóðstyrkurinn frá hljómsveitunum breytist skyndilega, en það verður líklega ekki lagað með góðu hér og nú.

Concert from mid 80’s

In this month, 35 years have passed since I recorded the accompanying concert that took place in Kópavogur Cinema hall or a nearby hall on 24th of November 1985.
The main band of the evening was S.H.Draumur which I have already posted here on the blog two years ago.
But before S.H. Draumur was on stage that November night, three other bands were already playing three different versions of music.
The name of the bands was Spilliköttur, Ást and Gakk which all were mainly with the same musicians but playing different styles of improvisation experimental punk rock music.
Three of four of these bands that performed this evening, i.e. Spilliköttur, Ást and S.H. Draumur was on the cassette „Rúllustíginn“. The cassette was considered quite interesting in my friends community when it was released in August 1984. But this cassette can now be found on Youtube .

(mp3 256kbps/58,8Mb)

If the media player doesn’t start to play, please reload this individual blog in new tab or frame.

Recorder: Sony TC-D5M (AD transfer 24/48, Sound devices 744)
Mic: Sennheiser ME20
Pix: Canon EOS-R

Recording location: 64.111520, -21.905721

Read Full Post »

IMG_2200

Frá því í byrjun ágúst 1984 til vors 1989 tók ég upp marga tónleika, bæði erlendra tónlistamanna sem innlendra. Margir þessara tónleika voru haldnir af hljómplötuútgáfunni Gramminu þar sem Ásmundur Jónsson var í forsvari. Ekki man ég hvernig það kom til að ég fór að taka upp þessa tónleika en líklega hefur upptökuáhugi minn orðið til þess að ég fór til Ása í Gramminu og bað hann leyfis um að taka upp. Tók hann því bara vel og fékk hann alltaf afrit af öllum tónleikum. Í einhverju tilfelli, einu eða tveimur, rötuðu þessar upptökur inn á plötuútgáfur að mig minnir eins og hjá frönsku hljómsveitinni Etron Fou Leloublan.
En upptökurnar voru misjafnar. Notaðist ég svo til eingöngu við Sennheiser video / reporter hljóðnema ME20 og ME80 með K3-U „Power modulum“ sem gengu fyrir 5,6 volta rafhlöðum. Þessar rafhlöður voru rándýrar og asnaðist ég oft til að nýta þær rúmlega til fulls sem því miður bitnaði á gæðum sumra hljóðrita. Við svo bættist að á mörgum tónleikum var það Tryggvi Þór Herbertsson sem sá um hljóðblöndun. Hann var alltaf að mínu mati hljóðböðull þegar kom að hljómgæðum. Hann hinsvegar, leit svo á að pönktónleikar ættu að hljóma „hráir og illa“ eins og hann sagði einhverntíma í viðtali við fjölmiðil og þar við sat. Vegna þessa eru margar þessara upptaka ekkert eyrnakonfekt. En þær hafa þó sögulegt gildi.
Fyrir 33 árum mætti ég með upptökutæki á tónleika í Hjáleigunni, sem var í húsnæði við hliðina á Kópavogsbíói. Svarthvítur draumur (S.H.Draumur) var aðal númer kvöldsins en Spilliköttur, Ást og Gakk sáu um upphitun.
Greinilega má heyra að nýjar rafhlöður voru í hljóðnemunum og enginn Tryggvi á mixernum frami í sal. Hér er því ágætis upptaka á ferð.
SH draumur spilaði 12 lög á þessum tónleikum en á upptökunni heyrast aðeins 11 lög. Ástæðan var sú að þegar þeir voru búnir að spila fjögur lög þurfti að skipta um kassettu. Á meðan á því stóð var lagi nr. 5 fórnað.
Þeir sem hafa áhuga og vilja heyra í upphitunarhljómsveitunum kvöldins þurfa ekki að örvænta. Það er líklegt að ég muni setja þær upptökur á vefinn innan tíðar.
Þess ber svo að geta að Dr. Gunni gaf leyfi fyrir því að meðfylgjandi upptaka færi á vefinn.

The punk-rockband Svart Hvítur Draumur, 24th of November 1985

As a recording amateur I recorded many concerts between August 1984 to May 1989. The recording collection from this period includes many bands and artists, like Andrew Syrelle, Skeleton Crew, Etron Fou Leloblan, Anthony Braxton, Marlyn Crispell, Leo Smith & New Delta Ahkri, Kukl, Sugarcubes, incluting Björk, Vonbrigði, Oxmá, Megas and many others, mainly Icelanders.
I always recorded this concerts with cassette recorder and two microphones. Without knowing it at that time, the Tapers community was popular in other countrys so afterwards I can say this recordings were my participate in the Tapers community.
The equipment I used was Sony TC-D5m cassette recorder and Sennheiser ME20 & ME80 microphones with K3-U power module. For several concerts I get borrowed a pair of Sennheiser MD441 which bring extra quality into those recordings .
Many of this recordings have poor quality while other are outstanding. The following recording below was recorded with a pair of ME20 so it is as good as it gets with that mic.
The Punk-rock band, Svart hvítur draumur (1982-88) or S.H.Draumur (Back & White Dream) was a trio and pretty popular in the eighties. This concert was held in Kópavogur, south of Reykjavík outskirt 24th of November 1985.

  (mp3 256kbps / 73Mb)
If the media player doesn’t start to play, please reload this individual blog in new tab or frame

Recorder: Sony TC-D5M (AD transfer 24/48, Sound devices 744)
Mic: Sennheiser ME20
Pix: (Dr. Gunni)

Read Full Post »

Accordion concert

Accordion day was celebrated all over in Iceland 5th of May with concerts in many public places all over the country. This was a perfect opportunity to cycle downtown and record a “squeeze box concert”. The concert was held in an open place at Hallærisplan (Ingólfstorg) in Reykjavik center and the players were members of the Reykjavik Accordion Club. In background, mostly on right side, are some bang and rumble noise from skate boards and motorcycles.
This recording was made with “binaural microphones” and Primo EM172 capsules.  There were rather much wind which sometimes disturbed the recording. So -20db was enabled at 20hz  in post.
Best to listen with headphones.

Harmónikudagurinn 5. maí 2012

Um allt land virðist sem þann 5. maí 2012 hafi „harmonikudagur“ verið haldinn  með pomp og prakt. Það kom ekki skýrt fram á heimasíðu harmonikufélaganna en um það mátti lesa á ýmsum öðrum blogg- og vefsíðum. Þennan dag var þó auglýst harmonikuball á Hallærisplaninu í Ríkisútvarpinu.
Það var því kjörið að bruna þangað á reiðhjólinu með upptökutæki og heimatilbúna “Binaural” hljóðnema. Það er því best að hlusta á upptökuna í góðum heyrnartólum.

  Download mp3 file (192kbps / 24,2Mb)

Recoder: Olympus LS10 (24hz/48Khz)
Mic. Binaural (Primo EM172)
Pix: Sony DSC-P120

Read Full Post »