Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for maí, 2017

IMG_2200

Fyrsti maí 2017 var nokkuð tíðindasamur. Farin var kröfuganga frá Hlemmi niður eftir Laugaveg á tvo útifundi niðri í bæ. Sá hefðbundni var á Hallærisplani, en hinn á Austurvelli. Var sá fundur fyrir þá einstaklinga og samtök sem hafa fengið sig fullsödd af aumingjaskap verkalýðshreifingarinnar og meðvirkni hennar með fjármagnseigendum og auðhringjum.
En það var fleira sem gerðist þennan rigningasama en merka dag. Sósialistaflokkur Íslands var formlega stofnaður í Tjarnarbíói.
Lengi má deila um hvort þörf hafi verið á því að stofna Sósialistaflokk, því fyrir er Alþýðufylkingin sem í mörgu hefur mótað sína stefu um sömu eða svipuð málefni og gildi. Það eitt að dólgar úr Sjálfstæðisflokknum höfðu ekki enn stolið nafni Sósialistaflokksins réttlætti hins vegar fullkomlega að Sósialistaflokkurinn fengi sinn sögulega sess aftur á vinstri væng stjórnmálana. Við bætist sú staðreynd að fjölbreytileikinn í pólitík er mun meiri til vinstri sem byggir á jöfnuði, sjálfbæri og valddreifingu á meðan hægri pólitík byggir sitt á ósjáfbærri, græðgisvæðingu og sérhagsmunahyggju.
Meðfylgjandi upptakan er frá stofnfundi Sósialistaflokksins í Tjarnarbíói. Troðfullt var út að dyrum og góðs stemning.

International Workers’ Day 2017

Socialism have a long history in Iceland. But that story will not been told here.
Following recording is from the establishment, (or restoration), of the Socialist party of Iceland, 1st. of May 2017. It is all in Icelandic, so if you are learning Icelandic it is worth to listen.

(192Kbps / 54Mb)

Recorder: Sound devices 744
Mics: Sennheiser MKH30/AT4022 (MS)
Location: Tjarnarbíó Reykjavik

Read Full Post »