Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for janúar, 2011

Sundahöfn við upptökustað

Fimmtudaginn 30. desember 2010 dýfði ég hljóðnemum í sjóinn í Sundahöfn. Ekki var við neinu merkilegu að búast. Þrjú skip voru í höfn, Wilson Brugge, Dettifoss og Goðafoss. Vélahljóð frá ljósavélum yfirgnæfði allt. Heyra mátti að dælur fóru í gang í skipunum og einstaka bank, líklega þegar einhverju var slegið utan í skipssíðuna. Í gegn um háfaðan má svo greina nokkra skelli sem liklega koma frá einhverri skel, hugsanlega kræklingi. Það var ekki fyrr en heim var komið og Spectrogram forrit hafði gert hljóðritið sýnilegt að það sást eitthvert undarlegt hljóð á 50Khz.
Þess skal getið, að börn með bestu heyrn ná líklega upp í 22Khz og miðaldra fólk yfirleitt ekki hærra en 14Khz. Þarna var því eitthvað sem var langt fyrir ofan heyranlega tíðni. Hljóðið var mjög reglulegt og aðeins bundið við afmarkaða tíðni eða á milli 48Khz til 51Khz. Var því óhugsandi að þetta kæmi frá einhverri skepnu. Það var því líklegt að einhver hefði gleymt að slökkva á dýptarmæli í þetta sinn. Miðað við stefnu virtist það koma frá Wilson Brugge.
Hljóðið var nokkuð áhugavert. Ég  ákvað því að nota tæknina til að gera hljóðið heyranlegt. Til þess þurfti að hreinsa út öll önnur hljóð og suð fyrir ofan og neðan 50 khz. Þá var tíðnin lækkuð með hraðabreyti þar til hljóðið var komið í 4khz. Við þetta lækkaði líka tifhraði hljóðsins svo nú heyrist tíst með löngu millibili í stað þess að vera u.þ.b. eitt á sekúndu.

_____________________________________

Undersea recording in Sundahöfn harbor.
Most of the audible sound was a noise from Motor Generators in the ships. When the recording was viewed in Spectrogram it was a notible 50kHz Echo Sounder signal.
Using pitch control the signal was downgraded to audible 4kHz. At the same time, all other sounds from ships engine and „digital sampling noise“ above 75kHz was erased.

Recorder: Korg MR1000  24bit/192khz
Mic: Aquarian H2a-XLR Hydrophone.
Pic: Canon 30D  (see more pictures and spectrogram)

Audible sound pollution in the Harbor.

Sækja mp3 skrá ( 192kbps / 4Mb )

Echo Sounder at 4kHz  (very slow activity).

Sækja mp3 skrá ( 192kbps / 5Mb )

Read Full Post »

Sú daufa hljóðmynd sem ég náði af nýliðnum áramótunum 2010 til 2011 varð til þess að ég fór að hugsa hvort minna hefði verið skotið af flugeldum nú en áður. Ekki átti ég upptöku af áramótunum 2007-2008. Þau ármót voru þau geggjuðustu sem ég hafði upplifað. Þá hvarf höfuðborgarsvæðið allt í eiturmóðu svo mér og eflaust öðrum lá við yfirliði. Mengunin var slík að ég náði ekki einu sinni nothæfum myndum frá þeim áramótum.
Áramótin 2009-2010 voru svo heldur rólegri.
Myndin hér að ofan er skjámynd úr hljóðvinnslu sem sýnir á myndrænan hátt samanburðinn á áramótum í um klukkutíma. Í efri steríó hljóðrásinni eru áramótin 2008-2009 og fyrir neðan er hljóðrásin frá síðustu áramótum 2010-2011.
Margt getur haft áhrif á að síðustu áramót hafi verið svona lágstemmd. Líklega þyrfti ekki annað til en að tveir til fjórir skotglaðir menn í hverfinu hafi verið að heiman þetta kvöld. Þá má líka vera að upptökurnar séu ekki alveg sambærilegar þar sem ekki var notast við sömu hljóðnema eða uppsetningu þeirra. Skráarsnið eru lika ólík.
VARÚÐ ! Þegar hlustað er á skotelda í hljómtækjum er MJÖG auðvelt að sprengja flesta hátalara. Fólk er því hvatt til að hlusta frekar á upptökurnar í góðum opnum heyrnartólum.

___________________________________

Comparison of fireworks during the new years eve 2008-2009 and 2010-2011.
Both recordings are made at the same time and at same place during midnight on the New Years Eve.
The picture above shows far more were shot by fireworks the year 2008-2009 (upper stereo tracks) than the year 2010-2011 (lower stereo track). Both tracks shows one hour sound files
Comparison is probably not entirely comparable since the use of various types of microphones. But it can be clearly heard several more explosions at 2008-2009.
CAUTION ! Do not play this soundtrack loud in speakers. It can harm most speakers.

2008-2009 sound track
Recorder: Korg MR1000 (DSD 1Bit/5,644Mhz)
Mic: Rode NT2000 ( 180° NOS setup, 40 cm apart )

Sækja mp3 skrá. (192kbps / 17,6Mb)

2010-2011 sound track. (Áramót 2010-2011)
Recorder: Korg MR1000 with Sound devices 302 preamp (24bit/192khz)
Mic: Rode NT45 ( Omni, 90 cm apart )
Picture: Canon EOS30D

Sækja mp3 skrá.  (192kbps / 10,5Mb)

Read Full Post »

Ísland er einn fárra staða í heiminum þar sem almenningur fær að leika sér með sprengiefni og flugelda að vild um áramót. Ekkert jafnaðist á við áramótin 2006, 2007 og 2008 en þau áramótin voru Reykvíkingar nærri búnir að drepa sig í baneitruðu efnaskýji sem myndaðist í logni og ofboðslegu skoteldafári. Loftgæðin voru heldur betri nú í ár, 2010-2011, enda mátti greinilega heyra að minna var um skotelda þetta árið en „góðærisárin“. Það fer þó tvennum stögum af því. Arnþór Helgason segir á sínu hljóðblogi að mikið hafi gengið á úti á Seltjarnarnesi. Það má lika greinilega heyra á hanns stórfína hljóðriti.
Það sem hér heyrist er tekið upp um miðnæti, þegar árið 2011 gékk í garð. Í hljóðvinnslu hækkaði ég í lægstu tíðni (20hz) til að draga fram kraftinn frá þungum en ótrúlega fáum sprengingum.
VARÚÐ ! Þegar hlustað er á skotelda í hljómtækjum er MJÖG auðvelt að sprengja flesta hátalara. Fólk er því hvatt til að hlusta frekar á upptökurnar í góðum opnum heyrnartólum. Skiptir þá engu hvort hljóðdæmin hér á netinu séu í takmörkuðum hljómgæðum.

___________________________________

New Year Eve in Reykjavik.
Iceland is one of the few places in the world where the public gets to play with explosives/fireworks some days. When it happens, especially during new years eve, then can be both great air- and noise pollution in Reykjavik.
CAUTION ! Do not play this soundtrack loud in speakers. It can harm most speakers.
Recorder: Korg MR1000 with Sound devices 302 preamp (24bit/192khz)
Mic: Two Rode NT45 Omni 90 cm intervals
Picture: Canon 30D

Sækja  mp3 skrá.  (192kbps / 10,5Mb)

Read Full Post »