Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Eimskip’

IMG_2200

I have spent 40 years of my life as an electrician at the same workplace at Eimskip and have seen incredible changes in the development of various equipment and devices.
I remember electric forklifts where the speed control was just a few huge resistors and  sparking DC contacts. Then came forklifts with Triac controllers, then FET controllers, and most recently computer-controlled with three-phase speed controllers.
I have seen the same in the development of harbor cranes. The oldest ones with 32T lifting capacity and Ward Leonard DC controls, where „feedback or drop“ energy is wasted in heat in large resistors.
But today, all harbor cranes are computer controlled, with lifting capacity up to 125T, three-phase motors and some return the feedback energy into the electricity grid.
During the years I have recorded the crane at Eimskip and some of them have found its way into this blog.
In most of these cranes, which are driven by electricity, almost nothing can be heard other than a loud fan noise. In the oldest crane, you can also hear repeatedly clapping relays, large DC contacts and spark pops, which have been sound for 40 years. You can also hear the difference and feel the pain when the crane is struggling with heavy load.
From the latest cranes, you can hear a high-frequency „song“ from the coil in the motors, similar to tweeter in speakers, which changes little or nothing at different loads.
It has therefore been tempting me for quite some time to record these motors with Geophone and contact microphones so other noise in the crane could not be heard.
But after doing some experiments with contact microphones in this modern cranes, I found out that I can spend many hours recording all kinds of sounds there.
Here are the sounds in hoist motors in the two new cranes.
In both cases, the cranes are loading containers to ship
It was recorded simultaneously with two contact microphones and two Geophones in four channels.
First comes the Liebherr CTC crane P148L (WS)- Super with two 400Kw motors with a registered 70t lifting capacity under hook beam.
  mp3 256kbps / 11,4Mb

Then comes the Konecranes Gottwald ESP ,8 with one 290 kW motor and lifting capacity up to 125 tons. Because of the compact design of the motor, gearbox and rope drum, this recording include the sound in the gearbox which have internal brake. 
  mp3 265kbps / 11,4Mb

Recorder: Sound Devices MixPre6
Mics: AKG 411 PP & LOM Geophones
Pix: Samsung S22 (see more pictures and spectrogram)

Location:  64.150394, -21.846315

Read Full Post »

Sundahöfn við upptökustað

Fimmtudaginn 30. desember 2010 dýfði ég hljóðnemum í sjóinn í Sundahöfn. Ekki var við neinu merkilegu að búast. Þrjú skip voru í höfn, Wilson Brugge, Dettifoss og Goðafoss. Vélahljóð frá ljósavélum yfirgnæfði allt. Heyra mátti að dælur fóru í gang í skipunum og einstaka bank, líklega þegar einhverju var slegið utan í skipssíðuna. Í gegn um háfaðan má svo greina nokkra skelli sem liklega koma frá einhverri skel, hugsanlega kræklingi. Það var ekki fyrr en heim var komið og Spectrogram forrit hafði gert hljóðritið sýnilegt að það sást eitthvert undarlegt hljóð á 50Khz.
Þess skal getið, að börn með bestu heyrn ná líklega upp í 22Khz og miðaldra fólk yfirleitt ekki hærra en 14Khz. Þarna var því eitthvað sem var langt fyrir ofan heyranlega tíðni. Hljóðið var mjög reglulegt og aðeins bundið við afmarkaða tíðni eða á milli 48Khz til 51Khz. Var því óhugsandi að þetta kæmi frá einhverri skepnu. Það var því líklegt að einhver hefði gleymt að slökkva á dýptarmæli í þetta sinn. Miðað við stefnu virtist það koma frá Wilson Brugge.
Hljóðið var nokkuð áhugavert. Ég  ákvað því að nota tæknina til að gera hljóðið heyranlegt. Til þess þurfti að hreinsa út öll önnur hljóð og suð fyrir ofan og neðan 50 khz. Þá var tíðnin lækkuð með hraðabreyti þar til hljóðið var komið í 4khz. Við þetta lækkaði líka tifhraði hljóðsins svo nú heyrist tíst með löngu millibili í stað þess að vera u.þ.b. eitt á sekúndu.

_____________________________________

Undersea recording in Sundahöfn harbor.
Most of the audible sound was a noise from Motor Generators in the ships. When the recording was viewed in Spectrogram it was a notible 50kHz Echo Sounder signal.
Using pitch control the signal was downgraded to audible 4kHz. At the same time, all other sounds from ships engine and „digital sampling noise“ above 75kHz was erased.

Recorder: Korg MR1000  24bit/192khz
Mic: Aquarian H2a-XLR Hydrophone.
Pic: Canon 30D  (see more pictures and spectrogram)

Audible sound pollution in the Harbor.

Sækja mp3 skrá ( 192kbps / 4Mb )

Echo Sounder at 4kHz  (very slow activity).

Sækja mp3 skrá ( 192kbps / 5Mb )

Read Full Post »

Rofagámur í Jaka

Tuttugu og fimm ár eru liðin frá því að fyrsti gámakrani Eimskipafélagsins í Sundahöfn, var vígður við hátíðlega athöfn. Kraninn var reistur sumarið 1984 og var ákveðið að hann skyldi hljóta nafnið „Jakinn“. Með nafninu var verið að heiðra Guðmund J. Guðmundsson, fyrrum formann Dagsbrúnar, sem áratugum saman hafði verið í forystu fyrir reykvíska hafnarverkamenn og hafði hlotið viðurnefnið „Jaki“, sennilega vegna þess að millinafn hans var ávallt stytt með bókstafnum J eingöngu. Í frétt Morgunblaðsins um nafngiftina sagði meðal annars árið 1984: “Hlýtur það að teljast réttnefni því að með krananum er hægt að lyfta 32,5 tonnum í hverri færslu. Reiknað er með að full afkastageta verði 20-30 gámar á klukkustund”. Jakinn er 53 metra hár, vegur 450 tonn og hefur lyft tæplega einni og hálfri milljón gáma á þessum árum, eða sem nemur tæplega fimm gámum á hvern núlifandi Íslending. Með tilkomu hans tók gámavæðing íslenskra skipaflutninga mikið stökk.
Þó að 25 ár séu ekki langur tími er það þó langur tími í þróun hafnarkrana. Rafstýring „Jakans“ byggist á Ward-Leonard DC (rakstraums) stýringum. Afl hans er 0,5MW. Í dag eru hafnarkranar tölvustýrðir með PLC stýrieiningum og hraðabreytum. Ekki þykir óeðlilegt að þeir geti lyft rúmlega 100 tonnum og afl þeirra getur farið upp í 3MW.
Upptakan sem hér er að finna var gerð í gámi inni í vélahúsi „Jakans“. Þar er allur stýribúnaður hans sem byggist á mörgum spólurofum og stórum DC-rofum (rakstraumsrofum). Hljóðdæmið lýsir ágætlega ótal rofasmellum sem fylgja því að færa einn gám frá vagni yfir í skip og aftur í land. Tekið var upp í 44.1 kHz/16 bit með Rode NT2A hljóðnemum. Ljósmyndin var tekin við þetta tækifæri.
Sækja Mp3 skrá (192kbps / 4,3Mb)

Read Full Post »