Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Sundahöfn’

IMG_2200

It was at Sunday 19th of September 2021 that I suddenly decided to go on sea to record with the hydrophone. The weather- and tide forecast promise me a few hours of decent circumstances.
But when I arrive at the harbor, people there like to chat about my kayak and equipment. So when I finally went on I was getting late. The wind had increased and the tide was getting too low for the place where I was heading to, so after 4 km paddling I ended up beside a pier in Viðey island which is only 800m NE from Reykjavik Sundahöfn harbor.
I tied my boat to the pier and put the hydrophone about three meters below the boat. It surprised me how quiet this place was. Almost no sign of life, mussels or shrimps, probably because just 700 meter away is a dock for cruise ships which have most likely destroyed the ocean floor in this area with their powerful propellers.
Nevertheless the silence is as interesting in the ocean as the silence on open land, so it is worth listening to.
While I was recording, the ferry to Viðey came and went. So be careful, you need to lower the volume between 11 to 14 min because the propeller noise will be very loud .
You can get an idea how Bethowave 7121 hydrophones perform in this recording. It comes straight from the recorder. No noise reduction, just fade in and out and downgrade from 24/48 wav to 256 kbps mp3

(mp3 256 kbps / 58Mb)

Recorder: Sound devices MixPre6
Mics: Benthowave BII-7121
Pix: LG G6

Location: 64.161135, -21.855538
Weather: Gust 5-8m, cloudy, about 7°C

Read Full Post »

021120124385

In last week of August the first “real winter storm” arrived to Iceland, with strong cold wind and snow down to 300 m o.s. Luckily it was not as bad as weather forecast expected.
But for sure more and stronger storms will arrive in coming months. Sometimes it happens during high tide and with extremely low air pressure so the whole harbor is floating in deep seawater.
Last autumn 2012, we got at last two times a “real storm”, and both this storms arrived while I was at work. It was really dangerous to be outside so we spent most of the day inside. Regularly we heard loud “drumming sound” and got a taste of an earthquake when containers and reefers flew of the stacks to the ground.
Following recording was recorded in one of those bad weather situations 2nd of November 2012. It is mostly audible wind noises with flying garbage around when suddenly somewhere in the harbor one container take off from a stack and fells to the ground.

Fljgúandi gámar

Upptaka frá Sundahafnarsvæðinu í Reykavik frá því 2. november 2012, þegar gekk á með miklu norðan hvassviðri. Þá fór mikið af Sundahafnarsvæðinu á flot og nokkrir gámar tókust á loft með miklum látum. Í upptökunni sem hér fylgir má heyra í gám þegar hann fellur úr stæðu einhvers staðar á svæðinu.

Download mp3 file (192kbps / 29,7Mb)

Recorder: Sound Devices 788
Mics: Sennheier MKH30/40. MS setup in Recote windshield
Pics: Nokia N82

Read Full Post »

Til er hljóðheimur sem fáir vita um. Hann er þó ekki síðri en sá sem við þekkjum. Þessi hljóðheimur er fullur af lífverum sem gefa frá sér og tjá sig með hljóðum.
Hljóðheimur þessi skarast við  hljóðheim okkar við yfirborði sjávar.
Það er líklega orðið ljóst að hér er verið að tala um sjóinn. Það er alltaf spennandi að skyggnast þar niður með hljóðnema og hlusta eftir lífi og öðru sem þar er að gerast.
Þann 17. apríl 2011 gekk á með suðvestan slyddjuélnum og blíðskaparveðri þess á milli. Fór ég niður í Sundahöfn og stakk hljóðnemunum niður fyrir sjávarborð. Þar sem ég var við enda bryggjunnar í þokkalegu skjóli frá ljósavélum skipa og ríkjandi vindátt, þá liðaðist þung undiralda úr Faxaflóanum upp að brimgarði þar rétt hjá.
Í þessari upptöku heyrist þegar aldan leggst að grjótinu í brimgarðinum og laus steinn vaggar í hleðslunni. Þá heyrast smellir frá rækjum og bláskeljum.
Í upphafi upptökunar heyrast drunur frá þyrlu sem flýgur yfir Viðey. Síðar kafar skarfur eða æðarfugl tvívegis eftir fæðu og róta í botninum.
Þeir vatnahljóðnemar sem þarna eru notaðir eru mjög næmir. Því heyrist því miður vindgnauðið frá hljóðnemasnúrum þegar hvöss él og vindhviður ganga yfir.
Það er ekki mjög greinilegt á þessari vefúgáfu, en á upprunalegu upptökunni heyrist greinilega þegar élin skella á haffletinum eins og á þak á skýli.
Grunnsuðið er að mestu leyti bundið við annan hljóðnemann sem því miður suðar heldur meira en hinn. Þá heryrist í ljósavél í skipi sem bundið var við Skarfabakka.
Það skal tekið fram að þetta er óvenju hljóðlát upptaka úr Sundahöfn. Undir yfirborði Sunahafnar er vejulega óbærilegur háfaið frá ljósavélum. Háfaðinn er síðan enn meiri frá skipsskrúfum skipa þegar skip koma og fara.
Mælt er með því að hlusta á upptökuna í góðum opnum heyrnartólum og á miðlungs- lágum hljóðstyrk.

Birds searching food.

This is a peaceful undersea recording. Soft but heavy waves are coming from the ocean falling on nearby breakwater.
Shortly after the recording start a helicopter fly over the recording place.  All the time shrimps and shells make a “crack” or „sparking“ sound.
Not far away duck or cormorant are diving and searching food on the ocean floor. The birds do that several times during the session. Shortly after the first diving a hailstorm hit the recording place.
Almost in the end of the session, something fall inside in a nearby ships (ca 1 km away).
This recording was made with two Aquarian hydrophones attached with  2,5 meter long „mic bar“ to separate them from each other.
Some of the background noise is a wind when it is strokes the hydrophone cable and the boom. In distance a ship generator is running
This is unusual peaceful moment in Sundahöfn harbor. Normally is this terribly noisy place because of ships engines, generators  and propellers.
Quality open headphones are recommended while listening at low to mid level.

Sækja mp3 skrá (192kbps / 39,5Mb)

Recorder: Sound devices 552 (24bit/96Khz).
Mics: Aquarian H2a-XLR Hydrophone.
Pix: Olympus 4040 in Ewa-Marine pocket.

Read Full Post »

Sundahöfn við upptökustað

Fimmtudaginn 30. desember 2010 dýfði ég hljóðnemum í sjóinn í Sundahöfn. Ekki var við neinu merkilegu að búast. Þrjú skip voru í höfn, Wilson Brugge, Dettifoss og Goðafoss. Vélahljóð frá ljósavélum yfirgnæfði allt. Heyra mátti að dælur fóru í gang í skipunum og einstaka bank, líklega þegar einhverju var slegið utan í skipssíðuna. Í gegn um háfaðan má svo greina nokkra skelli sem liklega koma frá einhverri skel, hugsanlega kræklingi. Það var ekki fyrr en heim var komið og Spectrogram forrit hafði gert hljóðritið sýnilegt að það sást eitthvert undarlegt hljóð á 50Khz.
Þess skal getið, að börn með bestu heyrn ná líklega upp í 22Khz og miðaldra fólk yfirleitt ekki hærra en 14Khz. Þarna var því eitthvað sem var langt fyrir ofan heyranlega tíðni. Hljóðið var mjög reglulegt og aðeins bundið við afmarkaða tíðni eða á milli 48Khz til 51Khz. Var því óhugsandi að þetta kæmi frá einhverri skepnu. Það var því líklegt að einhver hefði gleymt að slökkva á dýptarmæli í þetta sinn. Miðað við stefnu virtist það koma frá Wilson Brugge.
Hljóðið var nokkuð áhugavert. Ég  ákvað því að nota tæknina til að gera hljóðið heyranlegt. Til þess þurfti að hreinsa út öll önnur hljóð og suð fyrir ofan og neðan 50 khz. Þá var tíðnin lækkuð með hraðabreyti þar til hljóðið var komið í 4khz. Við þetta lækkaði líka tifhraði hljóðsins svo nú heyrist tíst með löngu millibili í stað þess að vera u.þ.b. eitt á sekúndu.

_____________________________________

Undersea recording in Sundahöfn harbor.
Most of the audible sound was a noise from Motor Generators in the ships. When the recording was viewed in Spectrogram it was a notible 50kHz Echo Sounder signal.
Using pitch control the signal was downgraded to audible 4kHz. At the same time, all other sounds from ships engine and „digital sampling noise“ above 75kHz was erased.

Recorder: Korg MR1000  24bit/192khz
Mic: Aquarian H2a-XLR Hydrophone.
Pic: Canon 30D  (see more pictures and spectrogram)

Audible sound pollution in the Harbor.

Sækja mp3 skrá ( 192kbps / 4Mb )

Echo Sounder at 4kHz  (very slow activity).

Sækja mp3 skrá ( 192kbps / 5Mb )

Read Full Post »

Rofagámur í Jaka

Tuttugu og fimm ár eru liðin frá því að fyrsti gámakrani Eimskipafélagsins í Sundahöfn, var vígður við hátíðlega athöfn. Kraninn var reistur sumarið 1984 og var ákveðið að hann skyldi hljóta nafnið „Jakinn“. Með nafninu var verið að heiðra Guðmund J. Guðmundsson, fyrrum formann Dagsbrúnar, sem áratugum saman hafði verið í forystu fyrir reykvíska hafnarverkamenn og hafði hlotið viðurnefnið „Jaki“, sennilega vegna þess að millinafn hans var ávallt stytt með bókstafnum J eingöngu. Í frétt Morgunblaðsins um nafngiftina sagði meðal annars árið 1984: “Hlýtur það að teljast réttnefni því að með krananum er hægt að lyfta 32,5 tonnum í hverri færslu. Reiknað er með að full afkastageta verði 20-30 gámar á klukkustund”. Jakinn er 53 metra hár, vegur 450 tonn og hefur lyft tæplega einni og hálfri milljón gáma á þessum árum, eða sem nemur tæplega fimm gámum á hvern núlifandi Íslending. Með tilkomu hans tók gámavæðing íslenskra skipaflutninga mikið stökk.
Þó að 25 ár séu ekki langur tími er það þó langur tími í þróun hafnarkrana. Rafstýring „Jakans“ byggist á Ward-Leonard DC (rakstraums) stýringum. Afl hans er 0,5MW. Í dag eru hafnarkranar tölvustýrðir með PLC stýrieiningum og hraðabreytum. Ekki þykir óeðlilegt að þeir geti lyft rúmlega 100 tonnum og afl þeirra getur farið upp í 3MW.
Upptakan sem hér er að finna var gerð í gámi inni í vélahúsi „Jakans“. Þar er allur stýribúnaður hans sem byggist á mörgum spólurofum og stórum DC-rofum (rakstraumsrofum). Hljóðdæmið lýsir ágætlega ótal rofasmellum sem fylgja því að færa einn gám frá vagni yfir í skip og aftur í land. Tekið var upp í 44.1 kHz/16 bit með Rode NT2A hljóðnemum. Ljósmyndin var tekin við þetta tækifæri.
Sækja Mp3 skrá (192kbps / 4,3Mb)

Read Full Post »

ovedur

Þann 11.desember 2008 gerði suðaustan hvell. Fylgdi þessu mikil rigning með mjög snörpum vindhviðum. Hófst veðrið um kl 18 og var því lokið um miðnætti. Milli kl 21:30 og 22 fór ég út á Sundahafnarsvæðið á verkstæðisbílnum og hljóðritaði ósköpin inni í bílnum.  Gámastæður höfðu fokið eins og pappakassar með tilheyrandi tjóni, þakklæðing á Vöruhóteli Eimskips hafði einnig skemmst. Þá var gámasvæðið allt meira og minna á floti þar sem niðurföllin höfðu ekki undan að svelgja regnvatnið. Það var því bæði hættulegt og skuggalegt að fara út í þennan veðurofsa. Upptakan er gerð á Olympus LS10 og á innbyggðu hljóðnemana í 44,1 kHz /16 bit sniði. Myndin er tekin í Sundahöfn við svipaðar veðuraðstæður.

Sækja MP3 skrá (128kbps / 4,6Mb)

Read Full Post »