Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Rode NT2a’

IMG_2200

At the end of July, a seismic period began on the Reykjanes peninsula, which ended with a volcanic eruption in Meradalar south of Reykjavík, not far from the place that last erupted in Fagradalsfjall during the COVID period.
I recorded for a few days during the earthquakes. Both with microphones and simultaneously with Geophones on four channels. After I had set up the microphones, the big quake stopped, but I did catch one that was 4.8 on magnitude.
When it started to erupt in Meradalir, the seismic activity stopped almost completely.
I took advantage of the weekend for a cycle trip to the eruption site and recorded approx. four hours of material. It was not easy. There was a lot of gas pollution and wind that are always characteristic of volcanic eruptions, but tourists and drones in the area never shut up.
I didn’t have a gas mask, which made the situation almost unbearable these four hours. It was therefore also impossible for me to record in places where other visitors could not reach.
I had my second best microphones for this project. It was my parallel MKH8020/8040 rig that gave me a lot of options to record a difficult and different subject. The attached recording is a small composite story of the events of the last few days, starting with an earthquake that then leads to a volcanic eruption.
The earthquake was recorded on four channels with two NT2a in MS configuration and two LOM geophones fixed in X/Y axis in my garage.
The eruption was recorded in AB40 on four channels with parallel MKH8020/8040 mic rig.
In post-processing, 8020 was used for the low frequency and 8040 was used for the higher frequency, which significantly reduced the noise from tourists and wind noise without losing the low frequency which in some places sounded more like a shock waves from the crater.
The recording of the eruption is from three places at the eruption site. You can actually hear it when I move the microphones once.
Then, unfortunately, drones and airplanes can be heard.
During the eruption, sounds are heard that would be worth explaining. There is a lot of all kinds of white noise, which mainly comes from glowing slag that splashes in all directions when it falls to the ground around the crater. It was also interesting to hear when it rained on the lava, an unusually loud white noise filled the air. It may be heard for a while in this recording.
Quality open headphones are recommended while listening at mid volume.
Be careful, this recording starts quietly. But most of it is pretty loud, especially at lower frequencies.
If the media player doesn’t start to play, please reload this individual blog in a new tab or frame.

(mp3 256 kbps / 65,2Mb)

Recorder: Sound Devices MixPre6
Mics: Rode NT2a in MS & LOM geophones in X/Y axis (earth quakes) and parallel MKH8020/8040 in AB40 (eruption site)
Pix: Canon EOS-M50

Weather: Wind 2-4m/sec, drizzle rain, foggy & 5-8°C
(but on the recording site, gust up to 20m/sec and 15-35°C )
Location: 63.900428, -22.246934
Eruption site on Map.is

Read Full Post »

White Wagtail

I and my family spent a bank holiday last weekend in May in Union´s vacation house at Apavatn in south Iceland. The weather was typical for spring. Sunny, but cold and windy.
This was not exactly the best weather to record bird song, or “nice spring mood”, but when I placed the microphones not far away from the house, a White Wagtail gave me a nice tweet as a professional singer close to the microphones.
Not far away was a playground with big trampoline. Most of the background sound is the drumming sound from this trampoline, screaming children and waves from the lake. Through the all recording a weak tweet sound is coming from young bird in nearby nest.
In the end of the recording people are gathering together in a hot tub.

Það gustar um Maríuerlu.

Það var um júróvisjonhelgina 2012 sem fjölskyldan fór í orlofshús við Apavatn. Veðrið var ágætt að sunnlenskum hætti. Sól, en fremur svalt og gekk á með norðan rokum.
Mikið var um fólk á svæðinu. Því var umtalsverður skarkali, ekki síst á leiktækjasvæðinu þar sem meðal annars var risavaxið trampólín. Þar hoppuðu börn sem fullorðnir ákafast eins og heyra má í bakgrunni.
Öldur börðu grjótið við vatnið og vindur gnauðaði í trjánum. Við hvert orlofshús var grenitré og virtust fuglar hafa hreiður í þeim öllum. Maríuerla ein var stöðugt á vappi við sólpallinn og góndi reglulega inn um gluggan hjá okkur. Þegar ég svo setti hljóðnemana út fyrir hús gerði hún sér litið fyrir og tísti góða aríu í gegn um rokið.

Download mp3 file (192kbps / 24,6mb)

Recorder: Sound devices 744
Mic: Rode NT2a in spaced omni (60cm AB setup )
Pix: Canon 30D (see more picture)

Read Full Post »

Hér er á ferð samantekt af fimm hljóðritum sem tekin voru upp 3. apríl 2011 þegar ég og vinnufélagi minn Haukur Guðmundsson fórum dagsferð um Reykjanesið.
Byrjað var á því að fara að Kleifarvatni þar sem farið var að hverum sem komu upp á yfirborðið eftir jarðskjálftana árið 2000 þegar lækkaði skyndilega í vatninu. Ekki var þorandi að fara mjög nærri, því allt eins var víst að maður stigi fætinum í sjóðandi sandpytt.
Hljóðritið byrjar á þessum hver. Eftir það eru tvo hljóðrit frá Seltúnhverum. Við eftirvinnslu þeirra hljóðrita kom í ljós að önnur upptakan skilaði einhverjum titringi inn á hljóðritið sem erfitt var að skilja nema um jarðskjálfta hafi verið að ræða. Titringur þessi var á u.þ.b. 10 riðum. Ekki er vitað á hvaða styrk en væntanlega undir 3 á Richter.
Frá Seltúnshverum lá leiðinn eftir Suðurstarandavegi um Grindavík vestur að Gunnuhver sem fyrir okkur báðum var orðin ógnvænleg hrollvekja. Hvorugur okkar hafði farið þessa leið í langan tíma, en báðir mundum við eftir þessum hver sem litlu svæði sem gufa lagði upp frá. Nú var þetta orðið gríðar stórt svæði þar sem allt sauð og blés eins og í helvíti á jörð, gersamlega óþekkjanlegt. Það er ekki að furða þó jarðfræðingar séu á tánum yfir þessu skrímsli sem Gunnuhver er orðinn í dag. Myndavélin varð óvirk í eiturgufunum og ég var logandi hræddur um að þvælast með upptökutækin í þessum ætandi gufum. Aðeins ein upptaka náðist af þessum stað þar sem hljóðnemum var vísað í holu í útjaðri hverasvæðisins. Er það fjórði hverinn í hljóðritinu .
Frá Gunnuhver lá leiðin að framhjá Reykjanesvita niður í fjöru við Valahnjúka þar sem síðasta hljóðritið var tekið upp.

_______________________________________________________________

Earthquake at Seltúnshver (Geothermal area)

It was in the beginning of mars, earthquake hit my house.
Almost nonstop earthquakes shakes landscapes south and east of Reykjavik capital so I was sure my recorder had picked up some earthquakes previous years. I searched in my mind where it was most likely it could have happened. After some research I found one, in almost forgotten recording. It was recorded in april 2011, when I and my pal at work went a day trip to Reykjanes peninsula. Reykjanes is very well known for earthquakes and geothermal activity. The main reason for this trip was to look at the changes of some geothermal area because of increasing activity last decade. As usual, my recorders followed me in this trip, but I was not satisfied with these recordings…until now.
Hereby I mix together five of these recordings as a travel log for this day trip.
First one is a hot spring that for centuries has been under water in Kleifarvatn Lake until the lake started to shrink after big earthquake at the year 2000.
The second one is also a hot spring recording but it contains the earthquake at very low frequency (10Hz). The third one is another hot springs close by, but with different mics and they did not detect earthquake as clearly. Both this recordings are recoded at Seltúnshver (Seltúns-hver=Seltuns-hotspring).
The fourth one was recorded at Gunnuhver close to Reykjanesvirkjun, a power plant that has changes a lot the geothermal activity on Reykjanes peninsula.
The fifth recording is waves of Atlantic Ocean hammering the cliffs at Reykanestá.

Download mp3 file (192kbps / 22Mb)

The earthquake. Speed up version about 2x octave of the second recording above (Almost 3 minutes shrink to 37 sek). Subwoofer or quality headphones recommended

Download mp3 file (192kbps / 0,9Mb)

Recorders: Korg MR1000 and Sound devices 552
Mics: Rode NT4 (XY) and Rode NT2a/Sennheiser ME64 (MS)
Pix: Canon 30D (see more pictures and information)

Read Full Post »

Einn er sá hljóðbloggari sem ég fylgist reglulega með. Er það Des Coulam í Paris sem heldur úti blogginu Soundlandscape. Er það rómað fyrir skemmtilega frásögn af borgarlífinu og því sem borgin hefur að geyma í fortíð og nútíð. Oftar en ekki beitir hann Binaural tækni við upptökur sínar. Eru litlir hljóðnemar þá staðsettir sem næst eyranu. Gefur það mjög skemmtilega hljóðmynd ef hlustað er á upptökurnar með heyrnartólum.
Mér hefur gengið ótrúlega illa að hljóðrita með Binaural tækni úti á götu. Er það ekki síst fyrir það að ég er varla búinn að ganga um með hljóðnemana nema í nokkrar mínútur sem ég er truflaður af fólki í kring um mig, oftast nær fólki sem ég þekki á einhvern hátt. Það fylgir oft ekki sögunni í mínum Binaural upptökum eins og “Kringlan” og “Tunnumótmæli á Austurvelli” að beggja vegna er skornir burt atburðir þar sem einhver kemur að tali við mig á meðan á upptöku stendur.
Það var því 17. júní 2011 sem ég ákvaða að prófa Blimp á bómu og með heyrnartól á höfði. Taldi ég líklegt að allir myndu sjá að ég væri við upptöku. Ég ætti því ekki að verða truflaður.
En það kom í ljós að það var ekkert skárra. Heyrist það t.d. ágætlega í hljóðritinu “Harmonikkuball í Ráðhúsi Reykjavíkur”, sem ég tók upp þennan sama dag. Þar er ég spurður hvort ég sé að taka upp. En af nokkrum upptökum hér og þar í Reykjavík þennan þjóðhátíðardag þá tókst mér einu sinni að standa sem steinrunninn með hljóðnemann á lofti án þess að vera truflaður í 20 mínútur. Var það á þeim stað sem myndin sýnir, við inngang Landsbanka Íslands í Austurstræti.

____________________________________________

Ocean of words
There are many sound bloggers I regularly visit. One of them is Des Coulam´s “Soundlandscapes´ Blog”. What he writes in the blog is often very informative. But he also makes very nice Binaural street recordings. Something I have tried many times, but just seldom be satisfied with, because I have always been disturbed by many things during recording.
In a small community like Iceland – Reykjavik where everybody knows everyone I am usually disturbed after some minutes with someone who knows me or I knows. Just an “ordinary street recording” can therefore be as difficult to record as many nature recordings with extreme situation.
In 17th of June 2011 at Iceland´s independents day I tried something different than Binaural setup. I planed to use a blimp on boom to record in many places in Reykjavik. I thought if I used this highly visible items some of the people who knew me would not disturb me. But it looks even more difficult to record with this setup. Many people now stopped, even foreign tourists, looked at me, and asked: “Where is the camera?” or “What are you doing”?
But in one place in town center, in Austurstæti I could record ocean of words without being disturbed in at least 20 minutes.

Sækja mp3 skrá (192kbps / 26,4Mb)

Recorder: Zoom H4n v/sound devices 302.
Mics: MS setup. Rode NT2 (sidemic) and Rode NT55 (midmic)
Pix: Nokia N82

Read Full Post »

Það var mikið um að vera í miðbæ Reykajvíkur 17. júní 2011 á 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Fólk fjölmennti í bæinn og tók þátt í ýmsum viðburðum. Um kvöldið var harmónikkuball í Ráðhúsinu. Þangað mætti mikið af eldri borgurum og skemmtu sér konunglega við dans við undirleik Harmónikkufélags Reykjavíkur. Þegar ég mætti á svæðið með upptökutækið var farið að líða að lokum en margt fólk þeyttist enn um gólfið eins og um tvítugt væri.
Þess skal getið að leyfi fékkst fyrir að setja harmónikkuleikinn á vefinn.

________________________________________

Accordion ball in town hall
Icelanders keep the Independence Day at 17th of June. All over the country people was celebrating with all kind of entertainment such as concerts and dances and other things. Now this year in the evening, a accordion ball was held in the Reykjavik City Hall. The players in the accordion band were members in the Accordion club of Reykjavik (Harmonikufélag Reykjavikur). As usual mostly older people met at the ball to dance but younger people and shy pass by, watch and listen.
I went there and recorded the last part of the ball.
Here are two sessions. The first one I have the microphones far away from the band almost amid the crowd of the dancing people. In the second session I have the microphones close to the stages and the accordion band.

Sækja mp3 skrá. (192 kbps / 26,8Mb)
Sækja mp3 skrá. (192kbps / 38,8Mb)

Recorder: Zoom 4Hn / Sound devices 302 preamp.
Mic. Rode NT2a / NT55 (MS setup in Blimp)
Pix: Canon 30D (see more pictures)

Read Full Post »

Í vetur hef ég reglulega fóðrað fugla hverfisins með brauði og öðrum matarleifum.
Þann 18. mars 2011 gekk á með vestan útsynningi þar sem skiptist á með hvössum éljum, dúnmjúkri snjókomu, glaða sólskini og logni. Stillti ég upp hljóðnemum í um tveggja metra fjarlægð frá fóðurstað.
Fuglar sveimuðu í kring og sumir ætluðu að setjast í fóðrið en það var eins og eitthvað væri að. Ég fór því að fylgjast betur með atferli þeirra. Þeir virtust hræðast Blimp vindhlífina sem var utan um hljóðnemana. Hún líkist einna heilst feitum stórum gráum ketti. Það var því ekki furða þó styggð væri í fuglunum. Það tók einn og hálfan tíma þar til fyrsti fuglinn settist í fóðrið og aðrir fygldu á eftir. En margir þeirra höfðu athyglina á vindhlífinni fremur en á fóðrinu. Þeir ruku því upp hvað eftir annað í sínu taugastríði upp í trén. Á endanum tóku þeir þó vindhlífina í sátt. Brauðið var því fljótt að hverfa úr mjöllini.
Hér er á ferðinni upptaka sem mér hefur gengið erfiðlega að hljóðrita vegna hávaða frá bílaumferð. En þennan dag féll talsverður snjór í borginni sem deifði mjög mikið hávaðann frá umferðinni. Það heyrist því mun betur í vænjaþyti og tísti fuglanna. Þarna voru fuglar eins og starri, skógarþröstur og svartþröstur.  Í fjarlægð má heyra í krumma og hundi. Síðari hluti þessarar upptöku verður birtur síðar. Þá hafði fuglum fjölgað umtalsvert.

______________________________________

Feeding Starlings, Redwings, and Blackbirds.
The weather was windy with some snowfall and sunny moments.
The birds was spooked around the Blimp windshield (it looks like big fat gray cat) so they fly up and down frequently during the recording session. The mics was placed about 2meters away from feeding place.
The traffic noise is much lower than usual because new falling snow.
You can hear wingflaps mostly from Starlings and Readwings. Also croaking Raven and a barking dog in next street.
During this session number of birds is growing fast. Later one I will publish the rest of whole session when about fifty birds was singing and flying around the recording place.

Recorder: Sound Divices 552, 24bit/96Khz
Mic: MS setup. Rode NT2a (fig.8 side mic) and Sennheiser ME64 (mid mic)
Pictures: Canon EOS 30D

Sækja mp3 skrá (192kbps / 15,3Mb )

Read Full Post »

Rofagámur í Jaka

Tuttugu og fimm ár eru liðin frá því að fyrsti gámakrani Eimskipafélagsins í Sundahöfn, var vígður við hátíðlega athöfn. Kraninn var reistur sumarið 1984 og var ákveðið að hann skyldi hljóta nafnið „Jakinn“. Með nafninu var verið að heiðra Guðmund J. Guðmundsson, fyrrum formann Dagsbrúnar, sem áratugum saman hafði verið í forystu fyrir reykvíska hafnarverkamenn og hafði hlotið viðurnefnið „Jaki“, sennilega vegna þess að millinafn hans var ávallt stytt með bókstafnum J eingöngu. Í frétt Morgunblaðsins um nafngiftina sagði meðal annars árið 1984: “Hlýtur það að teljast réttnefni því að með krananum er hægt að lyfta 32,5 tonnum í hverri færslu. Reiknað er með að full afkastageta verði 20-30 gámar á klukkustund”. Jakinn er 53 metra hár, vegur 450 tonn og hefur lyft tæplega einni og hálfri milljón gáma á þessum árum, eða sem nemur tæplega fimm gámum á hvern núlifandi Íslending. Með tilkomu hans tók gámavæðing íslenskra skipaflutninga mikið stökk.
Þó að 25 ár séu ekki langur tími er það þó langur tími í þróun hafnarkrana. Rafstýring „Jakans“ byggist á Ward-Leonard DC (rakstraums) stýringum. Afl hans er 0,5MW. Í dag eru hafnarkranar tölvustýrðir með PLC stýrieiningum og hraðabreytum. Ekki þykir óeðlilegt að þeir geti lyft rúmlega 100 tonnum og afl þeirra getur farið upp í 3MW.
Upptakan sem hér er að finna var gerð í gámi inni í vélahúsi „Jakans“. Þar er allur stýribúnaður hans sem byggist á mörgum spólurofum og stórum DC-rofum (rakstraumsrofum). Hljóðdæmið lýsir ágætlega ótal rofasmellum sem fylgja því að færa einn gám frá vagni yfir í skip og aftur í land. Tekið var upp í 44.1 kHz/16 bit með Rode NT2A hljóðnemum. Ljósmyndin var tekin við þetta tækifæri.
Sækja Mp3 skrá (192kbps / 4,3Mb)

Read Full Post »