Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Gámakrani’

IMG_2200

I have spent 40 years of my life as an electrician at the same workplace at Eimskip and have seen incredible changes in the development of various equipment and devices.
I remember electric forklifts where the speed control was just a few huge resistors and  sparking DC contacts. Then came forklifts with Triac controllers, then FET controllers, and most recently computer-controlled with three-phase speed controllers.
I have seen the same in the development of harbor cranes. The oldest ones with 32T lifting capacity and Ward Leonard DC controls, where „feedback or drop“ energy is wasted in heat in large resistors.
But today, all harbor cranes are computer controlled, with lifting capacity up to 125T, three-phase motors and some return the feedback energy into the electricity grid.
During the years I have recorded the crane at Eimskip and some of them have found its way into this blog.
In most of these cranes, which are driven by electricity, almost nothing can be heard other than a loud fan noise. In the oldest crane, you can also hear repeatedly clapping relays, large DC contacts and spark pops, which have been sound for 40 years. You can also hear the difference and feel the pain when the crane is struggling with heavy load.
From the latest cranes, you can hear a high-frequency „song“ from the coil in the motors, similar to tweeter in speakers, which changes little or nothing at different loads.
It has therefore been tempting me for quite some time to record these motors with Geophone and contact microphones so other noise in the crane could not be heard.
But after doing some experiments with contact microphones in this modern cranes, I found out that I can spend many hours recording all kinds of sounds there.
Here are the sounds in hoist motors in the two new cranes.
In both cases, the cranes are loading containers to ship
It was recorded simultaneously with two contact microphones and two Geophones in four channels.
First comes the Liebherr CTC crane P148L (WS)- Super with two 400Kw motors with a registered 70t lifting capacity under hook beam.
  mp3 256kbps / 11,4Mb

Then comes the Konecranes Gottwald ESP ,8 with one 290 kW motor and lifting capacity up to 125 tons. Because of the compact design of the motor, gearbox and rope drum, this recording include the sound in the gearbox which have internal brake. 
  mp3 265kbps / 11,4Mb

Recorder: Sound Devices MixPre6
Mics: AKG 411 PP & LOM Geophones
Pix: Samsung S22 (see more pictures and spectrogram)

Location:  64.150394, -21.846315

Read Full Post »

Um miðjan mars 2011 var ég sendur austur á Reyðarfjörð til að sinna viðgerð á Gottwald HMK300E hafnarkrana, öðru nafni Jötunn II. Krana þennan eignaðist Eimskip sumarið 2004. Var hann fyrstu árin í Sundahöfn í Reykjavík eða til ársins 2007. Þá fékk Eimskip það verkefni að sjá um lestun og losun í tengslum við álverið í Reyðarfirði. Jötunn var því sendur austur þar sem hann hentaði vel í verkefnið.
Er hér um að ræða 5. kynslóð krana frá Gottwald. Stendur þessi u.þ.b. 70 metra hái og rúmlega 400 tonna krani á sjö hásingum og 28 hjólbörðum sem skila honum um allt hafnarsvæðið. Gengur hann á díselvél sem keyrir 500KW rafal. Rafmótorar og glussastkerfi sjá svo um hreyfingu kranans sem stýrast af PLC stýringum og tíðnibreytum.
Bilunin lýsti sér með þeim hætti að eftir að unnið hafði verið við lestun eða losun um stund þá kom upp viðvörun á skjá um að spreddi (Gámagripla – Spreader frá Bromma) væri bæði opinn og læstur. Bilunin stöðvaði kranann og varð að endurræsa hann til að halda áfram vinnu. Var þessi bilun farin að ágerast og farin að tefja losun og lestun skipa.
Í ljós kom að “draugaspenna” kom frá spredda. Það varð til þess að liðar fyrir bæði “opin og læstur” skipunina fóru í lokaða stöðu. Tölva í spredda gaf þó ekkert óeðlilegt til kynna.
Ég vissi þó að útgangar spredda eru thýristorar sem gáfu vissar vísbendingar. Eftir nokkrar mælingar fór því að læðast að mér grunur um að koma mætti í veg fyrir bilunina með því að auka örlítið álagið á útgangana. Það reyndist rétt og fór krani að vinna eðlilega eftir að bætt hafði verið við álagið.
Hér heyrast þrjú hljóðdæmi sem voru tekin upp eftir að kraninn var komin í lag og hann var í prufukeyrslu.
Það fyrsta er úr vélarúmi kranans. Það næsta er í stýrishúsi uppi í turni og það þriðja í töfluklefa . Má þar helst heyra í opin-læstur liðanum smella þegar spreddi læsir sig við gám og losar.

________________________________________________

Gottwald HMK300E in duty
Even though machines are often my worst enemy while recording in nature, machines by their own can often make interesting sound. Ward Weis from Belgium remind me some weeks ago I should look for it when I listen on his Washing machine website.
When I am in work I normally need to listen and feel the tools and machines I am working with. I was repair harbor crane in Reyðarfjörður east of Iceland in Mars 2011. I bring with me a recorder and recorded some places in the crane while crane was tested after repair.

Machinery room. Mics are near the hoist gear. Most of the noise comes from hydraulic pump when lifting boom. Then cooling fan on the Hoist motor and the „song“ in the variable frequency and speed in the hoist motor. In background is the diesel motor (in another room). Sometimes are the disk brake clapping.
Sækja mp3 skrá. (196kbps / 6,2Mb)

Tower cabin. Mics are behind the crane operator beside a control cabinet. The open door on the cabinet are sometimes shaking rapidly. Switches are clapping and a radio is playing on low level. Sounds from outside are the hydraulic pump and swivel motor. Diesel engine sounds differently on different load. In more far distance noise comes from container when landing on ground or when spreader is landing on the container.
Sækja mp3 skrá. (192kbps / 4,9Mb)

Electronics room. Mics are between hoist and swivel speed controllers. Most of the noise comes from cooling fans in the controllers. Some switches are clapping.
Sækja mp3 skrá. (196kbps / 1,7Mb)

Recorder: Sound devises 552
Mics: Rode NT4
Pix: Canon D30.  See more pictures

Read Full Post »

Vorið 2007 kom öflugasti krani Íslands til landsins. Er hann af gerðinni Gottwald HMK6407 og gegnir nafninu Jötunn. Vegur hann 420 tonn með lyftigetu 110 tonn á 22 radius-metrum og 40 tonn á 51 metrum. Sjálfur skagar hann u.þ.b. upp í 80 metra hæð með fullreista bómu. Hann getur því tekið á sig talsverðan vind þótt hann sé með grindarbómu.
Þá fáu daga sem vindur hreyfist í Reykjavík má heyra mikinn hvin við hafnarkranana. Þann 21. janúar 2010 gerði svolítið rok, en þó ekki meira en svo að hægt var að fara upp í  Jötun án þess að fjúka af 5 metra háum undirvagni hanns. Í turni kranans er nokkuð hár stigagangur sem liggur að stjórnklefanum. Á þennan turn spilar vindurinn oft á tíðum fjölskrúðugt tónverk í bland við mismunandi titring á þennan heljarmikla járnmassa. Upplifunin getur því verið eins og í góðu THX bíói.
Því miður er ekki hægt að skila þessum titringi í gegnum hljóðupptökuna en þegar upptakan fór fram tók turninn oft upp á því að titra á lágri tíðni í hressilegustu hviðunum. Í upptökunni má heyra það helst í bassanum en önnur hljóð koma líklega frá bómu, handriði, vírum og kösturum utandyra.
Þegar vindur er sem minnstur má heyra í loftræstikerfi töfluklefans sem staðsettur er u.þ.b. 15 metrum fyrir neðan upptökustað.
Tekið var upp á Olympus LS10 í 24bit/44Khz með MMaudio hljóðnema og tækið látið ganga í klukkutíma.
Veðurhæðin hafði talsvert gengið niður þegar upptakan fór fram. Vindurinn hafði reyndar ekki verið meiri en svo að ekket hafði fokið á Sundahafnarsvæðnu þennan dag. Það verður því gerð önnur tilraun til að taka upp á sama stað í verra veðri.
Myndin er af stigaganginum en upptakan fór fram í eftsu tröppum.
Sækja MP3 skrá.  (192kbps / 24,3Mb)

Read Full Post »

Rofagámur í Jaka

Tuttugu og fimm ár eru liðin frá því að fyrsti gámakrani Eimskipafélagsins í Sundahöfn, var vígður við hátíðlega athöfn. Kraninn var reistur sumarið 1984 og var ákveðið að hann skyldi hljóta nafnið „Jakinn“. Með nafninu var verið að heiðra Guðmund J. Guðmundsson, fyrrum formann Dagsbrúnar, sem áratugum saman hafði verið í forystu fyrir reykvíska hafnarverkamenn og hafði hlotið viðurnefnið „Jaki“, sennilega vegna þess að millinafn hans var ávallt stytt með bókstafnum J eingöngu. Í frétt Morgunblaðsins um nafngiftina sagði meðal annars árið 1984: “Hlýtur það að teljast réttnefni því að með krananum er hægt að lyfta 32,5 tonnum í hverri færslu. Reiknað er með að full afkastageta verði 20-30 gámar á klukkustund”. Jakinn er 53 metra hár, vegur 450 tonn og hefur lyft tæplega einni og hálfri milljón gáma á þessum árum, eða sem nemur tæplega fimm gámum á hvern núlifandi Íslending. Með tilkomu hans tók gámavæðing íslenskra skipaflutninga mikið stökk.
Þó að 25 ár séu ekki langur tími er það þó langur tími í þróun hafnarkrana. Rafstýring „Jakans“ byggist á Ward-Leonard DC (rakstraums) stýringum. Afl hans er 0,5MW. Í dag eru hafnarkranar tölvustýrðir með PLC stýrieiningum og hraðabreytum. Ekki þykir óeðlilegt að þeir geti lyft rúmlega 100 tonnum og afl þeirra getur farið upp í 3MW.
Upptakan sem hér er að finna var gerð í gámi inni í vélahúsi „Jakans“. Þar er allur stýribúnaður hans sem byggist á mörgum spólurofum og stórum DC-rofum (rakstraumsrofum). Hljóðdæmið lýsir ágætlega ótal rofasmellum sem fylgja því að færa einn gám frá vagni yfir í skip og aftur í land. Tekið var upp í 44.1 kHz/16 bit með Rode NT2A hljóðnemum. Ljósmyndin var tekin við þetta tækifæri.
Sækja Mp3 skrá (192kbps / 4,3Mb)

Read Full Post »