Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for desember, 2010

Allnokkuð var af fólki í Kringlunni þann 18. desember 2010. Flestir voru í þeim erindagjörðum að kaupa glingur og gjafir. Því má segja að jól á Vesturlöndum séu í raun gróðahátíð kaupmanna.
Þó margir hafi verið í Kringlunni á þessum tíma þá heyrðist ekki mikið í þessum fjölda. Helst var það tónlist frá verslunum sem glumdi í eyrum, annars aðeins litilsháttar skvaldur og létt fótatak fjöldans.

______________________________

Shopping madness.
Walking trough Kringlan shopping center in Reykjavik just before X-mas.
Recorder: Olympus LS10 (24bit/92khz)
Mic: MMaudio HLSO (Binaural setup )
Picture: Canon EOS 30D

Sækja mp3 skrá.  (192kbps / 16.5Mb)

Read Full Post »

Aðventan er hjá mörgum mikill streitutími, ekki síst hjá þeim sem gera miklar kröfur um að hefðir og venjur verði uppfylltar. Sumir kunna þó að njóta dimmustu daga ársins, ekki síst börnin sem fá það á tilfinninguna að eitthvað spennandi gersit á jólum þegar sól fer að hækka á lofti.
Aðventan er oft nýtt til að hitta annað fólk, ekki síst skyldfólk í ýmiss konar heimboðum. Getur þá oft verið kátt á hjalla. Í þessari hljóðmynd hittust þrjú sytkinabörn, þau Líneik Þula, Sölvi og Völundur Arnþór. Sungu þau þrjú jólalög í kaffiboði heima hjá afa og ömmu.

_______________________________

Three related children singing three x-mas songs in a family party.
Recorder. Olympus LS10 (24bit/92Khz)
Mic: MMAudio HLSO (Binaural setup )
Picture: Canon EOS 450

Sækja mp3 skrá (192kbps / 5Mb)

Read Full Post »

Helgi Hóseasson var þekktasti mótmælandi Íslands. Stóðu mótmæli hans allt frá árinu 1962 til dauðadags 6. september 2009. Síðustu árin stóð hann daglangt flesta daga á horni Langholtsvegar og Holtavegar með áletruð skilti sem oft vöktu eftirtekt en fáir skildu.
Þann 6. september 2010, ári frá andláti Helga, stóðu samtökin Vantrú og Facebook hópur að því að afhjúpa gangstéttarhellu. Var hún lögð á eitt þeirra götuhorna sem Helgi var vanur að standa við, á hornið á mótum Langholtsvegar og Holtavegar. Er þetta stutt hljóðritun frá þeirri athöfn.
Nú stefnir í að Stjórnlagaþing taki til starfa og er þá tilvalið að heiðra minningu Helga. Hann var ákafur fylgismaður aðskilnaðar ríkis og kirkju en það á stjórnlagaþing eftir að fjalla um.

_____________________________

Helgi Hóseasson (1919-2009) was Icelands most famous protester. One year after his dead, God skepticism Organization, neighbours and a Facebook group exposed a monument in memoriam of this great protester.
Recorder: Korg MR1000 192khz/24bit
Mic: Rode NT4
Picture:  Nokia, Olympus and Canon past years

Sækja mp3 skrá (192kbps / 7Mb)

Read Full Post »