Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for febrúar, 2018

IMG_2200

Hér er á ferðinni lágstemmd hljóðupptaka sem beinlínis lýsir ljóðrænni sveitasælu út við sjó. Hún er tekin upp við Kópavog fyrir neðan bæinn Ófeigsfjörð við samnefndan fjörð á Ströndum.
Ímyndaðu þér að þú liggir þar með lokuð augun á grasbala rétt ofan við fjöruna við hliðina á lækjarsprænu sem rennur þar til sjávar. Þú ert þar milli svefns og vöku, það er logn og sólin vermir skrokk og grundir. Lágstemmd en þung undiraldan lemur sandfjöruna fyrir neðan þig og þú heyrir í henni jafn vel neðan úr jörðinni sem ofan.
Nú stefnir allt í að þessi sveitasæla sé að hverfa á þessum dásamlega stað.
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá nokkrum manni að innlendir sem erlendir braskarar hafa gengið hart í því að fá að virkja Hvalá sem rennur í Ófeigsfjörð. Mikil andstaða er við þessi virkjanaáform. Hafa braskararnir því mútað fólki með ýmsum hætti s.s. með loforðum um innviðauppbyggingu ofl.
Ég ætla ekki það skrifa meira um þetta hér, en vísa á fréttir og blaðagreinar.

Sjá fréttaskýringu frá RUV  (1. nóvember 2017)
Sjá blaðagrein hjá Stundinni  (9. febrúar 2018)

Kópavogur in Ófeigsfjörður

There are not many places left in Iceland where it is possible to have peace from traffic or feel as you are in clean unspoiled nature. But one of this places is in the northeast Iceland named Hornstrandir and Strandir.
But now, „business“ gangsters are planing to build a power plant in the river Hvalá that flows into the fjord, Ófeigsfjörður at Strandir.

Read article about this attack on this region:

Conservationists reject plans for hydropower plants in untouched Westfjords wilderness
Plans to destroy unique waterfalls in an abandoned fjord meets stiff resistance
See the breathtaking hidden waterfalls of the remote Strandir region in beautiful video

Following recording was recorded in June 2015 below the old farm Ófeigsfjörður which will be just a typical noisy place in the future if the business gangsters are going to build the power plant just few kilometers north of the recording place.
Quality open headphones are recommended while listening at low to mid level, or in speakers at medium level.

(mp3 256kbps / 56Mb)

Recorder: Sound devices 788
Mics: Rode NT1a (NOS)
Pix: Canon EOS M
Recording location: 66.049968, -21.703009
Weather. Calm, sunny, about 14°C

Read Full Post »