Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for mars, 2010

Tvennt var það sem gerðist 21. mars 2010. Þá hófts gos í Eyjafjallajökli og  Johann Sebastian Bach (1685-1750) hefði orðið 325 ára gamalla ef honum hefði enst ævin. Þann dag hélt Sinfóníuhljómsveit áhugamanna tónleika í Seltjarnarneskirkju og kom Bach þar við sögu.  Bach samdi margar kantötur, þ.e. tónverk í nokkrum þáttum með tónlesi á milli. Margar þeirra eru fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit, sumar eingöngu fyrir einsöngvara og hljómsveit. Þær voru flestar samdar fyrir tiltekin tilefni svo sem kirkjuathafnir eða hátíðir. Varðveist hafa 195 kirkjulegar kantötur og allmargar um veraldleg efni. Kantatan númer BWV82, sem hér má heyra seinni hlutann af, var samin í Leipzig þar sem Bach var kantor í Tómasarkirkjunni frá 1723 til dauðadags 1750. Kantorsstaðan var mikil virðingarstaða því kantorinn stýrði öllum tónlistarflutningi í höfuðkirkjum borgarinnar.
Kantatan var samin fyrir kirkjuhátíð 2. febrúar 1727 til að minnast hreinsunar Maríu, þegar hún færði Jesú nýfæddan í musterið í Jerúsalem og færði fórn. Ekki er þó auðvelt að sjá samhengi milli texta kantötunnar og tilefnisins. Verkið er samið fyrir bassasöngvara, óbó og strengjasveit með fylgirödd. Til er seinni útgáfa af kantötunni fyrir sópran, fautu og strengi.
Í textanum er fallað um dauðann og þá hvíld sem hann veitir lífsþreyttum manni.
Hér er það Michael Jón Clarke sem singur en Oliver Kentish stjórnar.
Tekið var upp í DSD sniði 1bit/5,644Mhz á Korg MR1000 og Sound Device 305, 3ja rása mixer. Notast var við tvo SE-4400a hljóðnema (cardioid) sem staðsettir voru í 2,5 metra hæð yfir miðri hljómsveitinni. Michael syngur hins vegar í Rode NT2000 hljóðnema (fig.8) við hlið stjórnandans.
Það er fremur erfitt að ná góðum upptökum af heilli sinfóníuhljómsveit með aðeins þremur hljóðnemum, ekki síst þegar hljómsveitinni er ekki stillt upp fyrir þessa þrjá hljóðnema. Hér tekst þó hæfilega vel til. Bæði Oliver og Michael gáfu leyfi fyrir því að þessi upptökubútur færi á vefinn.
Sækja mp3 skrá.  192kbps / 20.4Mb

Read Full Post »

Mér hefur gengið erfiðlega að ná upptökum af svartþresti sem helgað hefur sér svæði í næsta garði við húsið mitt. Hvert skipti sem ég læðist út með upptökutækin heyrast viðvörunarhljóð og hann lætur sig hverfa. Yfirleitt tekur hann þá með sér aðra fugla svo garðurinn og næsta nágrenni verður fuglalaus jafnvel sólarhringum saman. Mér tókst þó á laugardegi að skjótast út með tækin og taka upp lítilsháttar fuglaþing. Það fjaraði þó fljótlega út eins og annað eftir að upptaka hófst. Í fjarska, í u.þ.b. 200-300 metra fjarlægð var einmana hrafn hugsanlega að biðla til maka. Varla mætti það seinna vera því þetta er sá tími sem hrafninn ætti að vera í bullandi tilhugalífi. Varptími hanns er upp úr miðjum apríl fram í byrjun maí.
Í upptökunni má heyra hvernig fuglasöngurinn fjarar út en í staðinn má heyra vængjaþyt. Fyrir utan stanslausan bílanið má heyra í bjöllu kattar, strengjaslátt fánastangar, börn á hlaupum á milli húsa og hurðaskelli svo fátt eitt sé nefnt.
Tekið var upp í  24bit/44Khz  á Olympus LS10 með Telinga parabólu. Í henni voru MMaudio lavalier sterio hljóðnemar. Notast þurfti við lágtíðnisíu á 82Hz til að lækka í þrúgandi bílaumferð og lítilsháttar vindkviðum sem komu af og til. Myndin er tekin á upptökustað
Sækja skrá.  (192kbps/21Mb)

Read Full Post »

Laugardagur 6. mars 2010 var merkilegur dagur. Þá stóð þjóðin frammi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort breyta ætti lögum um ríkisábyrgð til samræmis við icesave samningana frá því í júní og október 2009. Sama dag stóðu grasrótarhreyfingar fyrir fjöldagöngu frá Hlemmi um Laugaveg að Austurvelli. Mættu þangað um þúsund manns sem stofnuðu Alþingi götunnar.
Hljóðmyndin sem hér má heyra er af stuðningsyfirlýsingum sem borist hafa víða utan úr heimi. Tekið var upp á Olympus LS10 og MMaudio Binaural hljóðnema í 24bit/98Khz.
Umtalsverður vindur var á Austurvelli því þurfti að nota lágtíðnisíu (82Hz). Upptakan er því fremur grunn. Myndin er tekin á NokiaN82 síma frá þeim stað sem upptakan fór fram.
Sækja Mp3 skrá.  (192Kbps / 7,4Mb)

Read Full Post »