Laugardagur 6. mars 2010 var merkilegur dagur. Þá stóð þjóðin frammi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort breyta ætti lögum um ríkisábyrgð til samræmis við icesave samningana frá því í júní og október 2009. Sama dag stóðu grasrótarhreyfingar fyrir fjöldagöngu frá Hlemmi um Laugaveg að Austurvelli. Mættu þangað um þúsund manns sem stofnuðu Alþingi götunnar.
Hljóðmyndin sem hér má heyra er af stuðningsyfirlýsingum sem borist hafa víða utan úr heimi. Tekið var upp á Olympus LS10 og MMaudio Binaural hljóðnema í 24bit/98Khz.
Umtalsverður vindur var á Austurvelli því þurfti að nota lágtíðnisíu (82Hz). Upptakan er því fremur grunn. Myndin er tekin á NokiaN82 síma frá þeim stað sem upptakan fór fram.
Sækja Mp3 skrá. (192Kbps / 7,4Mb)
Stórskemmtileg og áhrifamikil hljóðmynd. Stundum er betra að skera dálítið af lágtíðninni. Í þetta tið verður hljóðið eðlilegra. Til hagju, Magnús hljóðlistarmr.
Sammála þér Arnþór. Það getur verið sniðugt að skera af lægstu tíðni. En gallinn við Olympus tækið er að filterinn sem á tækinu er að finna er einstaklega „öflugur“. Ég held að hann hreinsi meira og minna allt í burtu fyrir neðan 82Hz. Hann tekur því allt „loftið“ úr upptökuni. Ég á „powerpack“ með fín-stillanlegum filter fyrir MMaudio hljóðnemana. Mér finnst hann hinsvegar hreinsa burt fínustu snáatriðiðn sem einmitt gera MMaudio hljóðnemana svo einstaklega góða. Ég þarf hinsvegar skoða það nánar því sökina má liklega finna í mjög lélegum snúrum.