Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘MMaudio’

Allnokkuð var af fólki í Kringlunni þann 18. desember 2010. Flestir voru í þeim erindagjörðum að kaupa glingur og gjafir. Því má segja að jól á Vesturlöndum séu í raun gróðahátíð kaupmanna.
Þó margir hafi verið í Kringlunni á þessum tíma þá heyrðist ekki mikið í þessum fjölda. Helst var það tónlist frá verslunum sem glumdi í eyrum, annars aðeins litilsháttar skvaldur og létt fótatak fjöldans.

______________________________

Shopping madness.
Walking trough Kringlan shopping center in Reykjavik just before X-mas.
Recorder: Olympus LS10 (24bit/92khz)
Mic: MMaudio HLSO (Binaural setup )
Picture: Canon EOS 30D

Sækja mp3 skrá.  (192kbps / 16.5Mb)

Read Full Post »

Aðventan er hjá mörgum mikill streitutími, ekki síst hjá þeim sem gera miklar kröfur um að hefðir og venjur verði uppfylltar. Sumir kunna þó að njóta dimmustu daga ársins, ekki síst börnin sem fá það á tilfinninguna að eitthvað spennandi gersit á jólum þegar sól fer að hækka á lofti.
Aðventan er oft nýtt til að hitta annað fólk, ekki síst skyldfólk í ýmiss konar heimboðum. Getur þá oft verið kátt á hjalla. Í þessari hljóðmynd hittust þrjú sytkinabörn, þau Líneik Þula, Sölvi og Völundur Arnþór. Sungu þau þrjú jólalög í kaffiboði heima hjá afa og ömmu.

_______________________________

Three related children singing three x-mas songs in a family party.
Recorder. Olympus LS10 (24bit/92Khz)
Mic: MMAudio HLSO (Binaural setup )
Picture: Canon EOS 450

Sækja mp3 skrá (192kbps / 5Mb)

Read Full Post »

Ár hvert er dagur íslenskrar tungu. Er sá dagur haldinn á afmælisdegi  Jónasar Hallgrímssonar, þann 16. nóvember. Eru það helst skólar og fjölmiðlar sem halda deginum á lofti.
Þann 9. nóvember var foreldum annars bekkjar í Breiðagerðisskóla boðið í söngtíma barna sinna. Var það gert í tilefni þess að dagur íslenskrar tungu var í aðsigi. Það sem hér heyrist er söngur barnanna frammi í andyri skólans.

______________________________

This sound image was recorded in a short musical lesson in a children school. Parents were invited to listen the children´s song. Sadly a camera is “clicking” few times during the lesson.
Recorder: Olympus LS-10, 24bit/96Khz
Mic: MM Audio MM-HLSO, Binaural setup
Picture: Nokia N82

Sækja mp3 skrá.  (192kbps / 14Mb) 

Read Full Post »

Júnímánuður 2010 hófst ekki vel á Miðjarðarhafi þegar síonistar rændu skip með hjálpargögn á leið til Gaza í Palestínu. Nítján friðarsinnar voru drepnir í þessari aðgerð síonísku hryðjuverkamannanna.
Síðar sama dag hélt félagið Ísland-Palestína útifund fyrir utan Utanríkisráðuneytið til að mótmæla framferði síonistanna þar sem krafist var aðgerða íslensku stjórnarinnar tafarlaust.
Það skal tekið fram að í utanríkismálnefnd situr fólk úr Sjálfstæðisflokki sem veigrar sér ekki við að standa vörð um hagsmuni síonista. Það fór því svo að utanríkismálanefnd sendi frá sér útvatnaða ályktun að vanda. Dráp á saklausum borgurum Palestínu sem og öðrum mun því halda áfram með þátttöku alþjóðasamfélagsins og okkur íslendinga.
Það sem hér heyrist var tekið upp á Olympus LS-10 og MMaudio Binaural hljóðnema í 24Bit/92Khz.
Hljóðið í ræðumönnum er nokkuð kæft, en það stafar af því að hljóðið kemur frá lélegu hljóðkerfi sem staðsett var bak við nokkra fundarmenn.
Myndin er tekin á Nokia N82 síma við þetta tækifæri.

Sækja MP3 skrá (192kbps/25Mb)

Read Full Post »

Það hefur áður komið fram hér á Hljóðmynd að í Lækjargötu 10 eru nokkrir tónlistarmenn að spila keltneska tónlist á fimmtudagskvöldum. Fimmtudagurinn 29. apríl var engin undantekning. Nú voru menn hins vegar uppteknir við að spila bluegrass. Það sem hér má heyra spilað var tekið upp um og eftir miðnætti á Olympus LS10 og MMaudio Binaural hljóðnema í 24bit/96Khz. Myndin er tekin eins og heyra má á upptökustað.
Þess ber að geta að allir sem hafa áhuga á því að spila þessa tónlist eru hvattir til að mæta að Lækjargötu 10 á fimmtudagskvöldum. Það sárvantar t.d. bassa- og fiðluleikara svo eitthvað sé nefnt. Eldra efni má finna hér

Sækja mp3 skrá (192kbps / 30mb)

Sækja mp3 skrá (192kbps / 26,4mb)

Read Full Post »

Nú er vika liðin frá útgáfu Hrunaskýrslunar. Tók nokkurn veginn sex sólarhringa að lesa hana. Lýsir hún ótrúlega vel afglöpum, fávitaskap og stjórnleysi sem og græðgi íslenskra broddborgara. Voru það leikarar í Borgarleikhúsinu sem tóku að sér þennan lestur. Þó mikið af þessum lestri teljist leiðindamas þá má líka finna mörg gullkorn sem hafa skemmtanagildi. Skýrslan birti ekki bara þurrar hagtölur, heldur var orðalag ýmissa hrunameistara úr yfirheyrslum settar beint fram í skýrsluni. Skýrslan er því á köflum eins og skemmtilegur reifari eða farsi.
Ég mætti í Borgarleikhúsið á laugardagskvöldi u.þ.b. 6 klukkustundum áður en lestri lauk. Nokkrir áheyrendur voru á staðnum og má heyra þá flissa á völdum stöðum í lestrinum og vera á rápi. Þá má heyra í bakgrunni tónlist frá yfirstandandi leiksýningu. Sá sem fyrst les í þessari hljóðmynd er Hallur Ingþórsson síðan tekur Jón Páll við. Upplesturinn er fremur gjallandi. Stafar það af því að lesturinn var magnaður fram í hátalara. Hefst hljóðmyndin á því að ég geng utan frá andyri leikhússins inn í herbergið þar sem lesturinn fór framm. Staldra þar við í 24 mínútur og geng þaðan út aftur.
Tekið var upp á Olympus LS10 í 24bit/44Khz. Hljóðnemar voru MMaudio binaural.
Myndin er tekin á Nokia N82 síma á upptökustað.
Skja mp3 skrá.  192kbps / 37Mb

Read Full Post »

Mér hefur gengið erfiðlega að ná upptökum af svartþresti sem helgað hefur sér svæði í næsta garði við húsið mitt. Hvert skipti sem ég læðist út með upptökutækin heyrast viðvörunarhljóð og hann lætur sig hverfa. Yfirleitt tekur hann þá með sér aðra fugla svo garðurinn og næsta nágrenni verður fuglalaus jafnvel sólarhringum saman. Mér tókst þó á laugardegi að skjótast út með tækin og taka upp lítilsháttar fuglaþing. Það fjaraði þó fljótlega út eins og annað eftir að upptaka hófst. Í fjarska, í u.þ.b. 200-300 metra fjarlægð var einmana hrafn hugsanlega að biðla til maka. Varla mætti það seinna vera því þetta er sá tími sem hrafninn ætti að vera í bullandi tilhugalífi. Varptími hanns er upp úr miðjum apríl fram í byrjun maí.
Í upptökunni má heyra hvernig fuglasöngurinn fjarar út en í staðinn má heyra vængjaþyt. Fyrir utan stanslausan bílanið má heyra í bjöllu kattar, strengjaslátt fánastangar, börn á hlaupum á milli húsa og hurðaskelli svo fátt eitt sé nefnt.
Tekið var upp í  24bit/44Khz  á Olympus LS10 með Telinga parabólu. Í henni voru MMaudio lavalier sterio hljóðnemar. Notast þurfti við lágtíðnisíu á 82Hz til að lækka í þrúgandi bílaumferð og lítilsháttar vindkviðum sem komu af og til. Myndin er tekin á upptökustað
Sækja skrá.  (192kbps/21Mb)

Read Full Post »

Laugardagur 6. mars 2010 var merkilegur dagur. Þá stóð þjóðin frammi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort breyta ætti lögum um ríkisábyrgð til samræmis við icesave samningana frá því í júní og október 2009. Sama dag stóðu grasrótarhreyfingar fyrir fjöldagöngu frá Hlemmi um Laugaveg að Austurvelli. Mættu þangað um þúsund manns sem stofnuðu Alþingi götunnar.
Hljóðmyndin sem hér má heyra er af stuðningsyfirlýsingum sem borist hafa víða utan úr heimi. Tekið var upp á Olympus LS10 og MMaudio Binaural hljóðnema í 24bit/98Khz.
Umtalsverður vindur var á Austurvelli því þurfti að nota lágtíðnisíu (82Hz). Upptakan er því fremur grunn. Myndin er tekin á NokiaN82 síma frá þeim stað sem upptakan fór fram.
Sækja Mp3 skrá.  (192Kbps / 7,4Mb)

Read Full Post »

Á fimmtudögum mætir fólk með hljóðfæri á veitingahúsið Highlander að Lækjargötu 10 til að spilað af hjartans list, þá helst keltneska tónlist. Þangað mætir alltaf viss kjarni góðra spilara. Þá sýna sig líka byrjendur og þaulvanir snillingar. Það var fremur kalt úti þann 18. febrúar 2010 þegar ég mætti með upptökutæki.  Voru þar mættir fimm hljóðfæraleikarar. Var því fremur fámennt en góðmennt fyrst í stað. Síðar um kvöldið bættist annar við í hópinn sem bæði syngur og flautar lystavel. Verður það efni síðar sett á vefinn. Tekið var upp á Olympus LS10 í 48Khz/24bit. á MMaudio Binaural hljóðnema. Finna má fleiri upptökur frá veitingastaðnum Highlander á þessum vef.  Hljóðmyndin tekur 32 mínútur í spilun.

Sækja MP3 skrá (192kbps / 45mb)

Read Full Post »

Vorið 2007 kom öflugasti krani Íslands til landsins. Er hann af gerðinni Gottwald HMK6407 og gegnir nafninu Jötunn. Vegur hann 420 tonn með lyftigetu 110 tonn á 22 radius-metrum og 40 tonn á 51 metrum. Sjálfur skagar hann u.þ.b. upp í 80 metra hæð með fullreista bómu. Hann getur því tekið á sig talsverðan vind þótt hann sé með grindarbómu.
Þá fáu daga sem vindur hreyfist í Reykjavík má heyra mikinn hvin við hafnarkranana. Þann 21. janúar 2010 gerði svolítið rok, en þó ekki meira en svo að hægt var að fara upp í  Jötun án þess að fjúka af 5 metra háum undirvagni hanns. Í turni kranans er nokkuð hár stigagangur sem liggur að stjórnklefanum. Á þennan turn spilar vindurinn oft á tíðum fjölskrúðugt tónverk í bland við mismunandi titring á þennan heljarmikla járnmassa. Upplifunin getur því verið eins og í góðu THX bíói.
Því miður er ekki hægt að skila þessum titringi í gegnum hljóðupptökuna en þegar upptakan fór fram tók turninn oft upp á því að titra á lágri tíðni í hressilegustu hviðunum. Í upptökunni má heyra það helst í bassanum en önnur hljóð koma líklega frá bómu, handriði, vírum og kösturum utandyra.
Þegar vindur er sem minnstur má heyra í loftræstikerfi töfluklefans sem staðsettur er u.þ.b. 15 metrum fyrir neðan upptökustað.
Tekið var upp á Olympus LS10 í 24bit/44Khz með MMaudio hljóðnema og tækið látið ganga í klukkutíma.
Veðurhæðin hafði talsvert gengið niður þegar upptakan fór fram. Vindurinn hafði reyndar ekki verið meiri en svo að ekket hafði fokið á Sundahafnarsvæðnu þennan dag. Það verður því gerð önnur tilraun til að taka upp á sama stað í verra veðri.
Myndin er af stigaganginum en upptakan fór fram í eftsu tröppum.
Sækja MP3 skrá.  (192kbps / 24,3Mb)

Read Full Post »

Older Posts »