Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Söngur’

Aðventan er hjá mörgum mikill streitutími, ekki síst hjá þeim sem gera miklar kröfur um að hefðir og venjur verði uppfylltar. Sumir kunna þó að njóta dimmustu daga ársins, ekki síst börnin sem fá það á tilfinninguna að eitthvað spennandi gersit á jólum þegar sól fer að hækka á lofti.
Aðventan er oft nýtt til að hitta annað fólk, ekki síst skyldfólk í ýmiss konar heimboðum. Getur þá oft verið kátt á hjalla. Í þessari hljóðmynd hittust þrjú sytkinabörn, þau Líneik Þula, Sölvi og Völundur Arnþór. Sungu þau þrjú jólalög í kaffiboði heima hjá afa og ömmu.

_______________________________

Three related children singing three x-mas songs in a family party.
Recorder. Olympus LS10 (24bit/92Khz)
Mic: MMAudio HLSO (Binaural setup )
Picture: Canon EOS 450

Sækja mp3 skrá (192kbps / 5Mb)

Read Full Post »

Ár hvert er dagur íslenskrar tungu. Er sá dagur haldinn á afmælisdegi  Jónasar Hallgrímssonar, þann 16. nóvember. Eru það helst skólar og fjölmiðlar sem halda deginum á lofti.
Þann 9. nóvember var foreldum annars bekkjar í Breiðagerðisskóla boðið í söngtíma barna sinna. Var það gert í tilefni þess að dagur íslenskrar tungu var í aðsigi. Það sem hér heyrist er söngur barnanna frammi í andyri skólans.

______________________________

This sound image was recorded in a short musical lesson in a children school. Parents were invited to listen the children´s song. Sadly a camera is “clicking” few times during the lesson.
Recorder: Olympus LS-10, 24bit/96Khz
Mic: MM Audio MM-HLSO, Binaural setup
Picture: Nokia N82

Sækja mp3 skrá.  (192kbps / 14Mb) 

Read Full Post »

Hljóðfæraleikarar fjölmenntu á efstu hæð á Highlander á Lækjargötu 10, þann 15. júlí 2010.
Enginn virtist í stuði fyrst til að byrja með. En þegar fór að líða á kvöldið þá duttu menn í gírinn og þá birtust söngvarar, einn innlendur sem áður hefur sungið með þessum hópi og tveir erlendir ferðamenn sem óvart voru á staðnum.
Heyra má bluegrass, keltneska og skandinavíska tónlist að þessu sinni.
Sá hluti upptökunnar sem hér heyrist er frá seinni hluta kvöldins þegar menn voru komnir í gírinn og söngvarar voru farnir að þenja sig.
Upptakan þetta kvöld var á margan hátt ekki eins góð og þegar tekið er upp á neðri hæð kráarinnar. Stafar það helst af því að mikill umferðarhávaði kom inn um opna glugga, rýmið er stærra en niðri og fleiri hljóðfæraleikarar, sem voru í talsverðri fjarlægð. Það er því nokkur gjallandi í upptökunni.
Tekið var upp á Korg MR1000 með Sound device 302 formagnara í 24bit/192Khz. Hljóðnemarnir voru Sennheiser MKE-2 Gold Lavalier og uppsetning þeirra Binaural. Að vanda þá voru hljóðnemarnir festir við gleraugaspangir mínar rétt við eyrun. Það má því mæla með að fólk noti góð heyrnartól þegar hlustað er á upptökuna sem og aðrar Binaural upptökur.
Myndir frá þessu kvöldi má sjá hér.
Aðrar upptökur með þessum hljóðfæraleikurum má svo heyra hér.
Þess skal getið að þeir sem áhuga hafa á að spreita sig við að spila svona tónlist eru velkomir í þennan hóp en hann æfir flest fimmtudagskvöld á Highlander.

Sækja mp3 skrá (192kbps /  31,8Mb)

Sækja mp3 skrá (192kbps / 29,2Mb)

Read Full Post »