Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Olympus LS10’

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Every 1st of May is a Labour day parade in Reykjavik, where people walk together to the city center, listening to speeches and music.
For one year ago I walked this parade and listening to the day’s program with binaural microphones. Following recording contains the end of the day’s program and suddenly song and speech income of Iceland’s well known socialist Þorvaldur Þorvaldsson.
Another recording from the parade this day can be found at Audioboo

Verkaliðsdagurinn 1. maí 2012

Verkaliðsdaginn 1. maí, nákvæmlega fyrir ári síðan, mætti ég niður í bæ með Binaural hljóðnema. Ég bjóst ekki við neinu spennandi en lét upptökutækið þó ganga allan tíman. Þegar opinberum ræðuhöldum á Hallærisplaninu lauk tók við söngur Karlakór Reykjavíkur og Léttsveitarinnar. Þar á eftir tók við samsöngur á Internationalinum.
En óvænt í lokin þegar öllu átti að vera lokið kom Þorvaldur Þorvaldsson (Þorvaldur kommi) inn með hressilegan söng og hélt beztu ræðu dagsins.
Önnur upptaka, frá gönguni sjálfri þennan dag er að finna á Audioboo.

Download mp3 file (192kbps / 21,4Mb)

Recorder: Olympus LS10
Mics: Primo EM172 (See microphone setup)
Pics: Olympus 4040

Read Full Post »

Accordion concert

Accordion day was celebrated all over in Iceland 5th of May with concerts in many public places all over the country. This was a perfect opportunity to cycle downtown and record a “squeeze box concert”. The concert was held in an open place at Hallærisplan (Ingólfstorg) in Reykjavik center and the players were members of the Reykjavik Accordion Club. In background, mostly on right side, are some bang and rumble noise from skate boards and motorcycles.
This recording was made with “binaural microphones” and Primo EM172 capsules.  There were rather much wind which sometimes disturbed the recording. So -20db was enabled at 20hz  in post.
Best to listen with headphones.

Harmónikudagurinn 5. maí 2012

Um allt land virðist sem þann 5. maí 2012 hafi „harmonikudagur“ verið haldinn  með pomp og prakt. Það kom ekki skýrt fram á heimasíðu harmonikufélaganna en um það mátti lesa á ýmsum öðrum blogg- og vefsíðum. Þennan dag var þó auglýst harmonikuball á Hallærisplaninu í Ríkisútvarpinu.
Það var því kjörið að bruna þangað á reiðhjólinu með upptökutæki og heimatilbúna “Binaural” hljóðnema. Það er því best að hlusta á upptökuna í góðum heyrnartólum.

  Download mp3 file (192kbps / 24,2Mb)

Recoder: Olympus LS10 (24hz/48Khz)
Mic. Binaural (Primo EM172)
Pix: Sony DSC-P120

Read Full Post »

In April 2012 the Premier of the People’s Republic of China, Wen Jiabao, visited Iceland.
On the first day he was driven to the Musical Hall to have a dinner.
On Facebook, people were encouraged to go there and request for free Tibet. I arrived rather late, but right at time when the prime ministers arrived with a lot of security staff on cars and motorcycles.
This recording was a “wind test” for my home made binaural mics with Primo EM 172 capsules. I put them in Rode WS5 foam and the result was very nice.

Frjálst Tíbet

Í april 2012 heimsótti forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, landið. Ekki stóð á mótmælendum til að mótmæla framferði Kínverja í Tíbet. Á fésbók var fólk hvatt til að mæta framan við Hörpu sem og nokkrir gerðu.
Stuttu eftir að upptakan hefst kemur öll hersingin með mikið mótorhjólagengi í fararbroddi en skýst bakdyramegin að inngangi Hörpu. Kínverjinn þurfti því ekki að horfast í augu við hina ógnvekjandi Birgittu Jónsdóttur sem var stödd meðal mótmælenda og kallaði þar í lítið “vasa-gjallarhorn”.
Upptakan er tekin með Binaural tækni og er því best að hlusta á upptökuna í góðum heyrnartólum.

Download mp3 file (192kbps / 14,3Mb)

Recorder: Olympus LS10
Mic. Binaural headphones w/ Primo EM172 capsule
Pix: Nokia N82

Read Full Post »

Allnokkuð var af fólki í Kringlunni þann 18. desember 2010. Flestir voru í þeim erindagjörðum að kaupa glingur og gjafir. Því má segja að jól á Vesturlöndum séu í raun gróðahátíð kaupmanna.
Þó margir hafi verið í Kringlunni á þessum tíma þá heyrðist ekki mikið í þessum fjölda. Helst var það tónlist frá verslunum sem glumdi í eyrum, annars aðeins litilsháttar skvaldur og létt fótatak fjöldans.

______________________________

Shopping madness.
Walking trough Kringlan shopping center in Reykjavik just before X-mas.
Recorder: Olympus LS10 (24bit/92khz)
Mic: MMaudio HLSO (Binaural setup )
Picture: Canon EOS 30D

Sækja mp3 skrá.  (192kbps / 16.5Mb)

Read Full Post »

Aðventan er hjá mörgum mikill streitutími, ekki síst hjá þeim sem gera miklar kröfur um að hefðir og venjur verði uppfylltar. Sumir kunna þó að njóta dimmustu daga ársins, ekki síst börnin sem fá það á tilfinninguna að eitthvað spennandi gersit á jólum þegar sól fer að hækka á lofti.
Aðventan er oft nýtt til að hitta annað fólk, ekki síst skyldfólk í ýmiss konar heimboðum. Getur þá oft verið kátt á hjalla. Í þessari hljóðmynd hittust þrjú sytkinabörn, þau Líneik Þula, Sölvi og Völundur Arnþór. Sungu þau þrjú jólalög í kaffiboði heima hjá afa og ömmu.

_______________________________

Three related children singing three x-mas songs in a family party.
Recorder. Olympus LS10 (24bit/92Khz)
Mic: MMAudio HLSO (Binaural setup )
Picture: Canon EOS 450

Sækja mp3 skrá (192kbps / 5Mb)

Read Full Post »

Ár hvert er dagur íslenskrar tungu. Er sá dagur haldinn á afmælisdegi  Jónasar Hallgrímssonar, þann 16. nóvember. Eru það helst skólar og fjölmiðlar sem halda deginum á lofti.
Þann 9. nóvember var foreldum annars bekkjar í Breiðagerðisskóla boðið í söngtíma barna sinna. Var það gert í tilefni þess að dagur íslenskrar tungu var í aðsigi. Það sem hér heyrist er söngur barnanna frammi í andyri skólans.

______________________________

This sound image was recorded in a short musical lesson in a children school. Parents were invited to listen the children´s song. Sadly a camera is “clicking” few times during the lesson.
Recorder: Olympus LS-10, 24bit/96Khz
Mic: MM Audio MM-HLSO, Binaural setup
Picture: Nokia N82

Sækja mp3 skrá.  (192kbps / 14Mb) 

Read Full Post »

Júnímánuður 2010 hófst ekki vel á Miðjarðarhafi þegar síonistar rændu skip með hjálpargögn á leið til Gaza í Palestínu. Nítján friðarsinnar voru drepnir í þessari aðgerð síonísku hryðjuverkamannanna.
Síðar sama dag hélt félagið Ísland-Palestína útifund fyrir utan Utanríkisráðuneytið til að mótmæla framferði síonistanna þar sem krafist var aðgerða íslensku stjórnarinnar tafarlaust.
Það skal tekið fram að í utanríkismálnefnd situr fólk úr Sjálfstæðisflokki sem veigrar sér ekki við að standa vörð um hagsmuni síonista. Það fór því svo að utanríkismálanefnd sendi frá sér útvatnaða ályktun að vanda. Dráp á saklausum borgurum Palestínu sem og öðrum mun því halda áfram með þátttöku alþjóðasamfélagsins og okkur íslendinga.
Það sem hér heyrist var tekið upp á Olympus LS-10 og MMaudio Binaural hljóðnema í 24Bit/92Khz.
Hljóðið í ræðumönnum er nokkuð kæft, en það stafar af því að hljóðið kemur frá lélegu hljóðkerfi sem staðsett var bak við nokkra fundarmenn.
Myndin er tekin á Nokia N82 síma við þetta tækifæri.

Sækja MP3 skrá (192kbps/25Mb)

Read Full Post »

Það hefur áður komið fram hér á Hljóðmynd að í Lækjargötu 10 eru nokkrir tónlistarmenn að spila keltneska tónlist á fimmtudagskvöldum. Fimmtudagurinn 29. apríl var engin undantekning. Nú voru menn hins vegar uppteknir við að spila bluegrass. Það sem hér má heyra spilað var tekið upp um og eftir miðnætti á Olympus LS10 og MMaudio Binaural hljóðnema í 24bit/96Khz. Myndin er tekin eins og heyra má á upptökustað.
Þess ber að geta að allir sem hafa áhuga á því að spila þessa tónlist eru hvattir til að mæta að Lækjargötu 10 á fimmtudagskvöldum. Það sárvantar t.d. bassa- og fiðluleikara svo eitthvað sé nefnt. Eldra efni má finna hér

Sækja mp3 skrá (192kbps / 30mb)

Sækja mp3 skrá (192kbps / 26,4mb)

Read Full Post »

Nú er vika liðin frá útgáfu Hrunaskýrslunar. Tók nokkurn veginn sex sólarhringa að lesa hana. Lýsir hún ótrúlega vel afglöpum, fávitaskap og stjórnleysi sem og græðgi íslenskra broddborgara. Voru það leikarar í Borgarleikhúsinu sem tóku að sér þennan lestur. Þó mikið af þessum lestri teljist leiðindamas þá má líka finna mörg gullkorn sem hafa skemmtanagildi. Skýrslan birti ekki bara þurrar hagtölur, heldur var orðalag ýmissa hrunameistara úr yfirheyrslum settar beint fram í skýrsluni. Skýrslan er því á köflum eins og skemmtilegur reifari eða farsi.
Ég mætti í Borgarleikhúsið á laugardagskvöldi u.þ.b. 6 klukkustundum áður en lestri lauk. Nokkrir áheyrendur voru á staðnum og má heyra þá flissa á völdum stöðum í lestrinum og vera á rápi. Þá má heyra í bakgrunni tónlist frá yfirstandandi leiksýningu. Sá sem fyrst les í þessari hljóðmynd er Hallur Ingþórsson síðan tekur Jón Páll við. Upplesturinn er fremur gjallandi. Stafar það af því að lesturinn var magnaður fram í hátalara. Hefst hljóðmyndin á því að ég geng utan frá andyri leikhússins inn í herbergið þar sem lesturinn fór framm. Staldra þar við í 24 mínútur og geng þaðan út aftur.
Tekið var upp á Olympus LS10 í 24bit/44Khz. Hljóðnemar voru MMaudio binaural.
Myndin er tekin á Nokia N82 síma á upptökustað.
Skja mp3 skrá.  192kbps / 37Mb

Read Full Post »

Mér hefur gengið erfiðlega að ná upptökum af svartþresti sem helgað hefur sér svæði í næsta garði við húsið mitt. Hvert skipti sem ég læðist út með upptökutækin heyrast viðvörunarhljóð og hann lætur sig hverfa. Yfirleitt tekur hann þá með sér aðra fugla svo garðurinn og næsta nágrenni verður fuglalaus jafnvel sólarhringum saman. Mér tókst þó á laugardegi að skjótast út með tækin og taka upp lítilsháttar fuglaþing. Það fjaraði þó fljótlega út eins og annað eftir að upptaka hófst. Í fjarska, í u.þ.b. 200-300 metra fjarlægð var einmana hrafn hugsanlega að biðla til maka. Varla mætti það seinna vera því þetta er sá tími sem hrafninn ætti að vera í bullandi tilhugalífi. Varptími hanns er upp úr miðjum apríl fram í byrjun maí.
Í upptökunni má heyra hvernig fuglasöngurinn fjarar út en í staðinn má heyra vængjaþyt. Fyrir utan stanslausan bílanið má heyra í bjöllu kattar, strengjaslátt fánastangar, börn á hlaupum á milli húsa og hurðaskelli svo fátt eitt sé nefnt.
Tekið var upp í  24bit/44Khz  á Olympus LS10 með Telinga parabólu. Í henni voru MMaudio lavalier sterio hljóðnemar. Notast þurfti við lágtíðnisíu á 82Hz til að lækka í þrúgandi bílaumferð og lítilsháttar vindkviðum sem komu af og til. Myndin er tekin á upptökustað
Sækja skrá.  (192kbps/21Mb)

Read Full Post »

Older Posts »