Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for júlí, 2011

Vorið 2011 benti allt til þess að geitungar myndu eiga erfitt uppdráttar. En það gerðist þó að trjágeitungur byrjaði að búa til hreiður yfir skúrhurðinni hjá mér. Ekki leið á löngu þar til hreiðrið var á stærð við mandarínu. Eggin, sem líklega voru allt að því 15 að tölu, fóru dag frá degi stækkandi og dökknuðu. Að staðaldri var ekki annað að sjá en að í því væru tvær þernur að sísla við eggin. Á daginn var drottningin í stanslausum ferðum, eða að meðaltali inn og út um opið á 2-4 mínútna fresti. En um nóttina fækkaði ferðum sem urðu þá á 20 – 30 mínútna fresti.
Daginn eftir að þessi upptaka fór fram, sem var 7. júlí, eyddi ég búinu því eggin voru greinilega að klekjast út, sem gert hefði alla eyðingu erfiðari.

______________________________________________

Queen kill a worker
Wasp traffic recorded close to Wasp nest in Reykjavik 7th of July 2011. First session was recorded when the hair of the mic´s furry was so close to the wasp nest´s door the queen could not access in to the nest. Slowly trough the session the queen gets more angry. And when I moved the mic from the nest she killed one of the two workers in the nest (sorry, I did not record that).

Sækja mp3 skrá (196kbps / 17.5Mb)

The second session is recorded with the mic more far from the nest. The queen comes and goes when searching for food in daily life.
Most of the audible sound from the nest is the queen and workers footsteps and wing flaps when the queen leaves or accesses the nest.

Sækja mp3 skrá ( 196kbps / 10,8Mb)

Recorder: Sound Device 552 (24/96)
Mic: Rode NT4 w/Dead Kitten
Pix: Canon 30D (see more pictures)

Read Full Post »

Starri á leið í hreiður

Vindur, væta og kuldi er lýsandi fyrir veðráttuna vorið 2011. Fuglar hættu við eða frestuðu varpi. Á sumarsólstöðum var ég staddur á friðlandi í Flóa í leit af fuglahljóðum. Ekki gekk það vel því úti var bæði rok og rigning. Á meðan ég lét tímann líða ákvað ég að taka upp inni í fuglaskoðunarhúsinu. Reglulega mátti heyra þrusk í starra sem var við hreiðurgerð í þakskegginu, nokkuð seint en líklega vegna ótíðar. Hér heyrist helst í vindi lemja kofann, í mófuglum og einmanna kind. En öðru hverju heyrist þrusk sem er annaðhvort vegna þess að starrinn er að koma eða fara og stundum að krafsa í vegginn. Ekki var að heyra að komnir væru ungar enda var hann í óða önn að bera strá í hreiðrið. Hér er á ferð ein af þeim upptökum þar sem ég gerði engar kröfur um árangur, en viti menn, hún skilar óvæntum uppákomum. Nokkuð sem gerist ansi oft ef maður einfaldlega byrjar að taka upp, skilur tækin eftir og hverfur sjálfur af vettvangi.

__________________________________

Foolish weather at summer solstice.
The spring at 2011 will be remembered as one of the strangest season for a long time in Iceland. The weather was cold, windy and wet, even snowing in June in the north and east. Many birds waited for nesting or even skiped it this year. Because of food shortage in sea many popular birds species like Puffins and Sterna at coast side have almost disappeared. In south west Iceland the weather was not so bad but anyway some birds was late to make their nest.
This session was recorded 21st of June, inside the bird watching house in nature reserve in Flóa, south Iceland. Because of wind and rain I could not record outside, so I just started recording inside the house. During that time I was outside, walking around and “waiting for better weather”. Wind was blowing in the house trough open window, in fact so much, Deadkitten dressed microphones could sometimes not withstand the wind. Outside birds and sheeps have their daily life. But under the roof of the house a sparrow was making a nest. Most of his action is audible trough the blowing wind as a wing flaps and “scratches” on the wooden wall.
This is one of the many recording there I did not expect anything, but surprise, the record have a plot.
Recorder: Korg MR1000 / w. Sound devices 552 preamp. 24bit/96khz
Mics: Rode NT1a
Pix: Canon D30 (see more pictures)

Sækja mp3 skrá (192kbps / 21Mb)

Read Full Post »

Það var mikið um að vera í miðbæ Reykajvíkur 17. júní 2011 á 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Fólk fjölmennti í bæinn og tók þátt í ýmsum viðburðum. Um kvöldið var harmónikkuball í Ráðhúsinu. Þangað mætti mikið af eldri borgurum og skemmtu sér konunglega við dans við undirleik Harmónikkufélags Reykjavíkur. Þegar ég mætti á svæðið með upptökutækið var farið að líða að lokum en margt fólk þeyttist enn um gólfið eins og um tvítugt væri.
Þess skal getið að leyfi fékkst fyrir að setja harmónikkuleikinn á vefinn.

________________________________________

Accordion ball in town hall
Icelanders keep the Independence Day at 17th of June. All over the country people was celebrating with all kind of entertainment such as concerts and dances and other things. Now this year in the evening, a accordion ball was held in the Reykjavik City Hall. The players in the accordion band were members in the Accordion club of Reykjavik (Harmonikufélag Reykjavikur). As usual mostly older people met at the ball to dance but younger people and shy pass by, watch and listen.
I went there and recorded the last part of the ball.
Here are two sessions. The first one I have the microphones far away from the band almost amid the crowd of the dancing people. In the second session I have the microphones close to the stages and the accordion band.

Sækja mp3 skrá. (192 kbps / 26,8Mb)
Sækja mp3 skrá. (192kbps / 38,8Mb)

Recorder: Zoom 4Hn / Sound devices 302 preamp.
Mic. Rode NT2a / NT55 (MS setup in Blimp)
Pix: Canon 30D (see more pictures)

Read Full Post »