Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Tónlist’

It is not every day when I am free from traffic noise. But when it happens it is possible to notice other small sounds in the surroundings.
That happened in beginning of June 2012 when I was at Krossholt at Barðastönd, in the northwest of Iceland.
One night someone was playing loud music in the neighborhood. The rumbling bass beat was noticeable all night along. During the night the wind started to blow from east with strong gusts. Suddenly nearby power line started to give a strange sound and the niggling beat from the neighborhood started to be interesting. In combination with the wind, power line, birdsong from the field and nearby cliff it started to be like a music from other planet. In fact it was a really interesting composition. Better than many modern human made compositions today. The intro is more than two minutes long, so just lay back in your chair, relax and listen.
High quality headphones are recommended.

Tónverk fyrir háspennustrengi, bassa, vind og fugla.

Það er ekki á hverjum degi sem maður fær frið frá þrúgandi véladrunum höfuðborgarinnar. En þegar það gerist þá opnast heimur ýmissa annarra hljóða sem venja er að framhjá manni fari. Það gerðist einmitt við Krossholt á Barðaströnd í byrjun júní 2012.
Nótt eina var einhver í nágrenninu að spila tónlist með þungum bassa alla nóttina. Rétt fyrir miðnætti tók vindinn upp og áttin breyttist. Þá gerðist það undraverða. Háspennulína í nágrenninu fór að klappa saman strengjum og gefa frá sér són. Skyndilega breyttust pirrandi taktföstu bassadrunurnar í skemmtilegan og framandi undirleik með strengjaleik háspennulínunnar. Söngur mó- og bjargfugla bættist svo við í bakgrunni eins og til að fullkomna tónverkið. Í fúlustu alvöru, þetta tónverk slær flestu því sem ég hef heyrt í langan tíma. Tónleikarnir stóðu frá kvöldi og langt fram undir morgun með ýmsum blæbrigðum með fjölbreyttu lagavali. Því miður tók ég aðeins upp tvö og hálft tónverk. Er fyrra heila tónverkið að finna hér.
Mælt er með að á þetta sé hlustað með góðum heyrnartólum.

Download mp3 file (192kbps / 34,7Mb)

Recorder: Sound Devices 744 (24bit/48Khz)
Mics: Rode NT1a.  NOS setup.
Pix: Canon 30D
Interesting link: Wired Lab

Read Full Post »

Þann 27. nóvember 2011 hélt Sinfóníuhljómsveit áhugamanna stórskemmtilega tónleika. Á efnisskrá voru Mozart og fleiri furðufuglar. Tónleikarnir einkenndust af skemmtiatriðum milli og á meðan flutningi tónverka stóð þar sem Dean Ferrell bassaleikari, Gissur Páll Gissurarson tenor og Oliver Kentish stjórnandi voru í aðalhlutverkum. Hluta af tónleikunum má sjá hér á Youtube.
Tvö lög þar sem Dean Ferrell fer á kostum má heyra hér fyrir neðan. Fyrra lagið er The Pause of Mr. Claus eftir Arlo Guthri og seinn lagið er Menuett eftir Franz Anton Hoffmeister.
Dean er óvenulega fjölhæfur tónlistamaður. Hann leikur á fjölmörg bassahljóðfæri og er nánast jafnvígur á þau öll. Hann er sérfræðingur í afbrigðilegum stillingum kontrabassa (scordatura) og standa honum þar fáir á sporði. Hann hefur sótt fundi Alþjóðlega bassaleikarfélagsins undanfarin ár og getið sér þar frægð fyrir sérlega frumleg atriði sem finna má á Youtube. Þar sameinar hann afburða færni sína á hljóðfæri, leikræna tilburði og afrakstur rannsókna sinna á gamalli tónlist og hljóðfærum.
Lögin tvo sem hér má heyra eru birt með leyfi Dean og Olivers

________________________________________________

Arlo Guthri and Franz Anton Hoffmeister
In November 2011 I recorded a concert with Amateur Symphony Orchestra. Special guest and soloist in this concert was a Gissur Páll Gissurarson tenor and Dean Ferrell bass player. This concert was different from many others I‘ve seen and heard. Most of the time during the concert, Dean, Gissur and the director Oliver Kentish, were acting in a comedy.
Part of this concert is now visible at YouTube.
I have noticed that omnidirectional mics give the best result in sound quality. That is one of the reasons I use very often omnidirectional mics as Mid-side mic in MS setup.
In this concert I decided to use AB setup located over the orchestra.
For many reasons it gives a fabulous result. Compare using same multi polar pattern mics in MS setup it gives better result in the lower frequency resolution. The only negative thing was a bit too long reverb on the orchestra and too short on soloists. Six pieces of mics could also make a phase error.
At concert like this, I can´t act as a king. I need to make me as compact as I can. For many reasons I like that. It is a challenge to make a nice recording without be necessarily in the best place, or have a trailer of recording equipment.
During the concert I tried to beware the phase problem. But the soloist was “acting” almost everywhere. Most of the time they were far away from the best place for the mics so I got some phase failure.
Following two songs are made by Arlo Guthry (The Pause of Mr. Claus) and Franz Anton Hoffmeister (Menuett). In this recording Dean Ferrell bass player is singing and playing on his fabulous Bass. Violist, Celloist and Bass player in the orchestra are playing with Dean in the Menuett song.

  Download mp3 file (224kbps / 12.8Mb)

Recorder: Sound Devices 744 w. 552 preamp
Mics: SE4400 in AB setup. 60cm apart in 2.5 meters over the orchestra. For bass soloist, SE 4400 in MS setup (mid mic omni). For tenor, SE1a in XY setup (not used in this web session).
Pix: Canon 30D. (more pictures)

Read Full Post »

Það var mikið um að vera í miðbæ Reykajvíkur 17. júní 2011 á 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Fólk fjölmennti í bæinn og tók þátt í ýmsum viðburðum. Um kvöldið var harmónikkuball í Ráðhúsinu. Þangað mætti mikið af eldri borgurum og skemmtu sér konunglega við dans við undirleik Harmónikkufélags Reykjavíkur. Þegar ég mætti á svæðið með upptökutækið var farið að líða að lokum en margt fólk þeyttist enn um gólfið eins og um tvítugt væri.
Þess skal getið að leyfi fékkst fyrir að setja harmónikkuleikinn á vefinn.

________________________________________

Accordion ball in town hall
Icelanders keep the Independence Day at 17th of June. All over the country people was celebrating with all kind of entertainment such as concerts and dances and other things. Now this year in the evening, a accordion ball was held in the Reykjavik City Hall. The players in the accordion band were members in the Accordion club of Reykjavik (Harmonikufélag Reykjavikur). As usual mostly older people met at the ball to dance but younger people and shy pass by, watch and listen.
I went there and recorded the last part of the ball.
Here are two sessions. The first one I have the microphones far away from the band almost amid the crowd of the dancing people. In the second session I have the microphones close to the stages and the accordion band.

Sækja mp3 skrá. (192 kbps / 26,8Mb)
Sækja mp3 skrá. (192kbps / 38,8Mb)

Recorder: Zoom 4Hn / Sound devices 302 preamp.
Mic. Rode NT2a / NT55 (MS setup in Blimp)
Pix: Canon 30D (see more pictures)

Read Full Post »

Guitar on wall   Gítar á vegg

Mario Castelnuovo-Tedesco (1895 – 1968) fæddist í Flórens og starfaði fyrri hluta starfsævinnar á Ítalíu sem tónskáld og píanóleikari. Hann var af gyðingaættum og flúði til Bandaríkjanna árið 1939 með konu sinni og tveimur ungum sonum. Hann settist að í Hollywood, starfaði fyrir MGM Studios og samdi tónlist við fjölda kvikmynda. Hann samdi einnig mikinn fjölda annarra verka, þ.á.m. sjö óperur og yfir 300 verk fyrir gítar, þar á meðal tvo gítarkonserta og einn konsert fyrir tvo gítara. Tedesco var einnig eftirsóttur kennari, kenndi meða annarra John Williams, Henry Mancini og André Previn. Sá síðastnefndi lét eitt sinn þau orð falla að til þess að fá verkefni í kvikmyndaverum Hollywoods væri nánast skylda að vera nemandi Castelnuovo-Tedesco.
Hér er á ferðinni annar þáttur af þremur úr gítarkonsert nr. 1, í D dúr, ópus 99 sem saminn var fyrri hluta árs 1939 fyrir Andrés Segovia. Þessi annar þáttur sem byggður er á stefjum ítalskra þjóðlaga, er saknaðarfull kveðja til fósturjarðarinnar.
Þórarinn Sigurbersson spilar á gítar með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Oliver Kentish stjórnar. Tónleikarnir voru haldnir 13. febrúar 2011 í Seltjarnarneskirkju
Bæði Þórarinn og Oliver gáfu leyfi fyrir því að þetta færi á vefinn.

___________________________________

I am so lucky to be able to train my self recording a symphony orchestra several times a year.
On 13th February 2011 was the Amateur orchestra playing Guitar Concerto, Op. 99 by Mario Castelnuovo-Tedesco. Here is second episode; Andantino Romanza.
Guitar player is Þórarinn Sigurbergsson. Director Oliver Kentish
Recorder: Korg MR1000 1bit/5,644Mhz with two Sound devices 302 preamps
Mic: one pair SE4400 (MS setup for orchestra) and one pair SE1a (X/Y setup for guitar)
Pix: Nokia N82 – in local store Tónastöðin

Sækja mp3 skrá (192kbps / 9,8Mb)

Read Full Post »

Ár hvert er dagur íslenskrar tungu. Er sá dagur haldinn á afmælisdegi  Jónasar Hallgrímssonar, þann 16. nóvember. Eru það helst skólar og fjölmiðlar sem halda deginum á lofti.
Þann 9. nóvember var foreldum annars bekkjar í Breiðagerðisskóla boðið í söngtíma barna sinna. Var það gert í tilefni þess að dagur íslenskrar tungu var í aðsigi. Það sem hér heyrist er söngur barnanna frammi í andyri skólans.

______________________________

This sound image was recorded in a short musical lesson in a children school. Parents were invited to listen the children´s song. Sadly a camera is “clicking” few times during the lesson.
Recorder: Olympus LS-10, 24bit/96Khz
Mic: MM Audio MM-HLSO, Binaural setup
Picture: Nokia N82

Sækja mp3 skrá.  (192kbps / 14Mb) 

Read Full Post »

Hljóðfæraleikarar fjölmenntu á efstu hæð á Highlander á Lækjargötu 10, þann 15. júlí 2010.
Enginn virtist í stuði fyrst til að byrja með. En þegar fór að líða á kvöldið þá duttu menn í gírinn og þá birtust söngvarar, einn innlendur sem áður hefur sungið með þessum hópi og tveir erlendir ferðamenn sem óvart voru á staðnum.
Heyra má bluegrass, keltneska og skandinavíska tónlist að þessu sinni.
Sá hluti upptökunnar sem hér heyrist er frá seinni hluta kvöldins þegar menn voru komnir í gírinn og söngvarar voru farnir að þenja sig.
Upptakan þetta kvöld var á margan hátt ekki eins góð og þegar tekið er upp á neðri hæð kráarinnar. Stafar það helst af því að mikill umferðarhávaði kom inn um opna glugga, rýmið er stærra en niðri og fleiri hljóðfæraleikarar, sem voru í talsverðri fjarlægð. Það er því nokkur gjallandi í upptökunni.
Tekið var upp á Korg MR1000 með Sound device 302 formagnara í 24bit/192Khz. Hljóðnemarnir voru Sennheiser MKE-2 Gold Lavalier og uppsetning þeirra Binaural. Að vanda þá voru hljóðnemarnir festir við gleraugaspangir mínar rétt við eyrun. Það má því mæla með að fólk noti góð heyrnartól þegar hlustað er á upptökuna sem og aðrar Binaural upptökur.
Myndir frá þessu kvöldi má sjá hér.
Aðrar upptökur með þessum hljóðfæraleikurum má svo heyra hér.
Þess skal getið að þeir sem áhuga hafa á að spreita sig við að spila svona tónlist eru velkomir í þennan hóp en hann æfir flest fimmtudagskvöld á Highlander.

Sækja mp3 skrá (192kbps /  31,8Mb)

Sækja mp3 skrá (192kbps / 29,2Mb)

Read Full Post »