Faðir minn, Bergur Jónsson (f. 16.4.1934 – d. 28.9.2011), hefur líklega haft meiri áhrif á líf mitt en í fljótu bragði mætti halda. Hann kveikti áhuga minn á ýmsu s.s. skátum, hjólreiðum, ferðalögum, ljósmyndun og mjög mörgu öðru enda stundaði hann félagslíf á mörgum sviðum.
Sem rafmagsverkræðingur hafði hann að hluta líka áhrif á að ég lærði rafvirkjun, þó svo hann hafi eflaust ætlast til að ég færi í verkfræði.
Bestu minningar mínar um hann voru líklega árin 1968-1980 þegar ég fylgdi honum svo til hvert fótmál á sumrin um hálendi Íslands í tengslum við virkjanir og virkjanaáform. Þessi ár vann pabbi hjá Landsvirkjun sem verkfræðingur og síðar sem deildarverkfræðingur. Hann var því nokkuð fróður um virkjanir og orkuframleiðslu af ýmsu tagi auk þess að þekkja ýmsa afkima á hálendinu.
Sumrin á hálendinu höfðu mjög djúpstæð áhrif á mig, svo mjög að í dag tel ég ÓSPILLT víðerni hálendisins stórkotlegustu auðlind sem við Íslendingar eigum. Þessi tími með pabba hefur því mótað skoðanir mínar og líf öðru fremur en annað í mínu lífi.
Veturinn 1977-1978 var ég í Skálholtsskóla. Í hverjum mánuði komu ýmsir fyrirlesarar í skólann s.s. fulltrúar allra stjórmálaflokka og aðrir sem höfðu eitthvað fræðandi fram að færa. Ég fékk föður minn til að mæta í skólann og halda fyrirlestur um rafmagn og rafmagnsframleiðslu sem hann og gerði.
Hljóðritið sem hér fylgir var tekið upp við það tilefni. Set ég það nú á vefinn í minningu um föður minn sem ég því miður fæ ekki lengur að deila lífinu með.
Í þessu hljóðriti heyrist einnig í mönnum eins og Heimi Steinssyni rektor, Arnþóri Karlssyni bónda og kennara og Þorsteini Friðjóni Þorsteinssyni nema og miklum heimspekingi en þeir eru nú allir látnir. Einnig heyrist í Stefáni Erni Hjaltalín nema, sem nú býr í Bandaríkjunum.
Eitt það síðasta sem við feðgarnir gerðum saman, tveimur vikum fyrir dauða hans, var að fara á Google Maps og Google Earth til að leita að og skoða þá staði þar sem við áttum heima fyrstu æviár mín í Þýskalandi 1961 til 1966. Þau ár vann pabbi hjá Siemens-Schuckertwerke AG í Erlangen. Eftir flugið og heimsóknir í netheimum skrifaði hann samvikusamlega fyrir mig á hvaða sjúkrahúsi ég fæddist og heimilisföng þeirra þriggja staða þar sem ég hafði búið með foreldrum minum á þessum árum. Eitthvað sem ég hafði ætlað að fá hann til að gera í mörg ár.
Meðfylgjandi mynd var tekin í Erlangen í Þýskalandi 17. október 1963, á tveggja ára afmæli mínu, þar sem ég ligg á baki pabba sem greinilega var eitthvað að sýsla við Paragon myndavélina sína.
_______________________________________
In memory of my father
Following sound file was one of my first recordings I made on a “real” cassette tape recorder. It is my father holding a lecture about electricity, what it is and how it is made. The lecture is all in Icelandic. It was recorded in Skálholtsskóli (dormitory school) during the winter 1977 – 1978 where I studied this glorious winter. Many of my recordings this winter can be listen at this website.
My father, Bergur Jónson (b. 16.4. 1934 – d. 28.9.2011), was an electrician engineer so it was easy for him to explain for 15-25 years old students about electricity. At that time he was working as a engineer at Landsvirkjun but that company has build many hydro power plants since 1966.
Following picture shows me lie on my father´s back at 17th of Oktober 1963 at my second birthday.
I hereby publish this lecture in memory of my loved father who died sadly of cancer 77 years old last September.
Sækja mp3 skrá (160kbps / 53Mb) Sækja mp3 skrá (160kbps / 48,8Mb)
Recorder: Kenwood KX520
Mics: Kenwood MC501
Ég held að það sé við hæfi að bæta við krækjum á því sem hann hefur skrifað og finna má á vefnum.
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=610038
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1078300
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1084764
Beautiful. I imagine it could be a bit heartbreaking to listen to them, but they are such a good record for you to have.
Thanks.
I am really happy to have this record. For nice memory it is better than pictures. Like someone say: „While a picture is worth a thousand words, a sound is worth a thousand pictures.“
Hi Magnus, I do not understand Icelandic, but certainly can appreciate the wonderful ambience of the classroom and lecture delivered by your father – it’s a lovely and fitting tribute to him!
I hope you have transcribed the tape to digital format as it appears to be dropping-out/breaking up in places – it may only have another 10 years life left in it; nevertheless it’s a wonderful natural raw recording and deserves archiving for future generations of your family.
Regards
Thanks.
This record is just as it comes from the tape, convert to 24bit/48Khz. With drop out in the beginning/end of the tape where it is stretched.
The biggest problem now is that I record most of spoken words in the past on low quality cassettes to safe money but at same time I spend more quality tapes for music.
This poor quality cassettes have stiffer mechanism so my best sounding cassette deck (Sony TC-D5) can not play it anymore. I need to replace all rubber things in the mechanism. Other cassette decks I have with stronger motor drive need a upgrade in whole analog section.
As you say, the recording have probably only 10 years life left. For me it is very important to have a HI-quality sounding deck to convert this old recordings. Even a low quality cassettes can still store and play some of the ambience in the record places. Like in this lecture the recording still play the windy weather outside and the space ambience in the classroom.
Friend of mine lend me Sony WM-D6C recorder to convert this lecture, so it have a bit „dark“ sound than TC-D5 because of different output equalizer.
Now I need to play me trough almost 300 cassettes and try to convert all interest things. I remember I record sometimes a daily family life 30 years ago. I hope I can find some of this recordings.
ps: Forgot to mention – I like your wooden fire-engine visible in the background of the photo 🙂
Yes, different from nowadays, this toy was not made out of plastic.
And it play a „ding-a-ling“ on a bell when it was pulled around 🙂
…but I hardly remember this toy.
It’s always a bit difficult to talk about the death of loved ones and parents…
Sure that your father is proud of you, it’s so great to have such important records being a fieldrecordist.
http://skalholtsskoli77-78.blog.is/ – „403 Forbidden“, maybe there is only access from Iceland or some non-public account?
Thanks Kir.
Strange about the “forbidden link”. Have you try different computer or web service provider?
It is just a blog website, hoisted at Icelandic newspaper severs; http://mbl.is
It should be open for everyone
I know some of the Wikileaks papers http://wikileaks.info/ have been hoisted on this server so for that reason it is possibly blocked in your area.
I also know some company blocked some blog servers so the staff will not spend time on “useless things” during working hours.
A nice way to celebrate the life of your father and the impressions he has made on you, and others.
It is interesting how much of what he conveys could be told with much the same content today. His presentation is very clear and well structured.
Takk Morten
Yndislegt!
Takk Anna
Með því að lesa eða hlusta nær maður að mála mynd í huganum. Jafnvel búa til heila kvikmynd ef hugurinn kemst á flug. Þið eruð afskaplega líkir feðgarnir, þ.e. á mynd, hef ekki séð ykkur í raunheimum. Og þið hljómið svipað, þú þó með eilítið dimmri rödd. Samúðarkveðjur við fráfall föður þíns.
Takk fyrir það Jói.