Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for október, 2010

Tvö ár eru liðin frá sýndargóðæri og bankahruni frjálshyggjumanna sem meirihluti þjóðarinnar kaus inn á þing hvað eftir annað. Á þessum tveimur árum sem liðin eru hefur vinstri stjórn átt í fullu fangi með að vinna úr afleiðingum hrunsins. Rúmlega helmingur alþingismanna er ófær um að taka á vandanum. Margir af þeim tóku virkan þátt í að knésetja samfélagið auk þess að vera í bullandi afneitun á því sem gerst hefur. Sama má segja um rúman helming þjóðarinnar.
Afleiðing hrunsins er niðurskurður á öllum sviðum sem fáir hafa skilning á.
Atvinnuleysi er orðið með því mesta sem mælst hefur á Íslandi eða álíka og í dæmigerðu vestrænu samfélagi,
Gríðarlega mikið sparifé hefur tapast, bæði hjá venjulegu fólki og bröskurum. Kaupmáttur hefur minnkað svo fólk verður að láta af fyrri neysluvenjum, sem reyndar fyrir hrun var orðin hjá mörgum hreinasta geggjun. Margir eru því í sárum eftir að hafa komist að því að sýndarheimur fyrri ára stefndi þeim aðeins að feigðarósi.
Skuldir fyrirtækja, heimila og einstaklinga hafa stökkbreyst svo að jafnvel verstu fjármálaafglapar hafa tekið eftir því að eitthvað fór úrskeiðis. Bæði stórir sem smáir skuldarar standa því frammi fyrir því að lenda í ævilöngu skuldafangelsi.
Fólk mætti af misjöfnum hvötum á Austurvöll 4. október 2010 til að mótmæla ástandinu við þingsetningu Alþingis. En segja má að flestir mótmælendur vildu að þingmenn hefðu átt að vera búnir að leysa vanda þjóðarinnar.
Hér er á ferðinni upptaka sem tekin var upp á einum fjölmennustu mótmælum Íslandssögunar, en talið er að u.þ.b. 8 þúsund manns hafi mætt á svæðið.
Upptakan hefst aftan og austan við Skólabrú 1. Gengið er þaðan inn í mannþröngina á Austurvelli til móts við Templarasund og í lok upptökunnar er gengin sama leið til baka. Tekið var upp á Korg MR1000 á 24bit/192khz. Notast er við Sennheiser MKE 2 Gold hljóðnema í Binaural uppsetningu.
Myndir frá þessum atburði voru teknar á Olympus Z4040 og Nokia N82
Fréttir frá atburðinum má sjá hér og hér og hér og hér.

Sækja mp3 skrá.  (192kpbs / 34Mb)

Read Full Post »