Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for febrúar, 2011

Æðarfugl við Bakkagranda fjöru

Það eru ófáar ferðirnar sem ég hef farið út á Seltjarnarnes til að hljóðrita. Ein af mínum uppáhalds upptökum er frá því 10. júní 1994. Hefur hún verið fáanleg í fullri lengd á CD diski í nokkur ár.
Hér er á ferðinni eitt þessara hljóðrita þar sem allt gekk upp til að hljóðritið heppnaðist. Algert logn var á upptökustað, sem var ströndin undan Bakkagranda. Æðarfuglinn kom alveg upp að hljóðnemunum með unga sína. Hér má því heyra kollur kenna ungum fæðuleit og einstaka blika slást. Þá heyrist í kríu, tjaldi, hrossagauk og öðrum fuglum.
Hef ég farið margar andvökuferðir út á Nes til að reyna að fanga svipað hljóðrit. En það hefur ekki tekist. Fyrst og fremst stafar það af því að nú er stöðug umferð bíla fram og til baka út á Nes allan sólarhringin.
Það merkilega við þessa upptöku er hvað hún hefur varðveist vel miðað við að hún var tekin upp á kassettu fyrir tæpum tveimur áratugum. Nánari upplýsingar má finna á sölusíðu.

_________________________________

Birdlife at Seltjarnarnes in June 1994.
The birds are mostly Common Eider and ducklings searching for food in the beach, Artic Tern and Oystercatcher.
This recording is/was avalible in full length on CD in 16bit/44,1Khz on Sale page
Recorder: Sony TC-D5M (TDK metal bias tape)
Mic: Sennheiser ME20 and ME80 (40cm apart/100°)
Picture was taken 17 years later at recording place.

Sækja mp3 skrá (192kbps / 41mb)

Read Full Post »