Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for júní, 2011

Um miðjan mars 2011 var ég sendur austur á Reyðarfjörð til að sinna viðgerð á Gottwald HMK300E hafnarkrana, öðru nafni Jötunn II. Krana þennan eignaðist Eimskip sumarið 2004. Var hann fyrstu árin í Sundahöfn í Reykjavík eða til ársins 2007. Þá fékk Eimskip það verkefni að sjá um lestun og losun í tengslum við álverið í Reyðarfirði. Jötunn var því sendur austur þar sem hann hentaði vel í verkefnið.
Er hér um að ræða 5. kynslóð krana frá Gottwald. Stendur þessi u.þ.b. 70 metra hái og rúmlega 400 tonna krani á sjö hásingum og 28 hjólbörðum sem skila honum um allt hafnarsvæðið. Gengur hann á díselvél sem keyrir 500KW rafal. Rafmótorar og glussastkerfi sjá svo um hreyfingu kranans sem stýrast af PLC stýringum og tíðnibreytum.
Bilunin lýsti sér með þeim hætti að eftir að unnið hafði verið við lestun eða losun um stund þá kom upp viðvörun á skjá um að spreddi (Gámagripla – Spreader frá Bromma) væri bæði opinn og læstur. Bilunin stöðvaði kranann og varð að endurræsa hann til að halda áfram vinnu. Var þessi bilun farin að ágerast og farin að tefja losun og lestun skipa.
Í ljós kom að “draugaspenna” kom frá spredda. Það varð til þess að liðar fyrir bæði “opin og læstur” skipunina fóru í lokaða stöðu. Tölva í spredda gaf þó ekkert óeðlilegt til kynna.
Ég vissi þó að útgangar spredda eru thýristorar sem gáfu vissar vísbendingar. Eftir nokkrar mælingar fór því að læðast að mér grunur um að koma mætti í veg fyrir bilunina með því að auka örlítið álagið á útgangana. Það reyndist rétt og fór krani að vinna eðlilega eftir að bætt hafði verið við álagið.
Hér heyrast þrjú hljóðdæmi sem voru tekin upp eftir að kraninn var komin í lag og hann var í prufukeyrslu.
Það fyrsta er úr vélarúmi kranans. Það næsta er í stýrishúsi uppi í turni og það þriðja í töfluklefa . Má þar helst heyra í opin-læstur liðanum smella þegar spreddi læsir sig við gám og losar.

________________________________________________

Gottwald HMK300E in duty
Even though machines are often my worst enemy while recording in nature, machines by their own can often make interesting sound. Ward Weis from Belgium remind me some weeks ago I should look for it when I listen on his Washing machine website.
When I am in work I normally need to listen and feel the tools and machines I am working with. I was repair harbor crane in Reyðarfjörður east of Iceland in Mars 2011. I bring with me a recorder and recorded some places in the crane while crane was tested after repair.

Machinery room. Mics are near the hoist gear. Most of the noise comes from hydraulic pump when lifting boom. Then cooling fan on the Hoist motor and the „song“ in the variable frequency and speed in the hoist motor. In background is the diesel motor (in another room). Sometimes are the disk brake clapping.
Sækja mp3 skrá. (196kbps / 6,2Mb)

Tower cabin. Mics are behind the crane operator beside a control cabinet. The open door on the cabinet are sometimes shaking rapidly. Switches are clapping and a radio is playing on low level. Sounds from outside are the hydraulic pump and swivel motor. Diesel engine sounds differently on different load. In more far distance noise comes from container when landing on ground or when spreader is landing on the container.
Sækja mp3 skrá. (192kbps / 4,9Mb)

Electronics room. Mics are between hoist and swivel speed controllers. Most of the noise comes from cooling fans in the controllers. Some switches are clapping.
Sækja mp3 skrá. (196kbps / 1,7Mb)

Recorder: Sound devises 552
Mics: Rode NT4
Pix: Canon D30.  See more pictures

Read Full Post »