Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Rode NT4’

060520135027

Three stereo microphones noise and sensitivity comparison.
Shure VP88 – Rode NT4 – Audio Technica BP4025

This recordings include a spoken word from pocket radio at very low volume and ticking alarm clock in 1,6m distance. The volume settings on the radio was so low, the sound was hardly audible with bare ears. Noise from radiator pipeline is audible in the background. Miscellaneous bird life is outside and should be also clearly audible.
Keep in mind. This test is only noise and sensitivity comparison. High sensitivity and low noise is VERY important for nature recordings. This comparison does not give any information how this microphones sounds for music recording or how they withstand high pressure sound level.
See spectrogram and pictures
Quality headphones recommended while listen.

Shure VP88, Rode NT4 and Audio Technica BP4025 direct from recorder. All at same gain level at 55dB.

All three recordings are now independently level normalized up to 0dB.

Links to the products:
Shure VP88
Rode NT4
Audio Technica BP4025

Read Full Post »

Althing Austurvollur

In Iceland the state opening of parliament is set every autumn.
The traditional way of the ceremony is when all parliamentarian gathering together in church, next to the parliament building. Within one hour later they march in a parade from the church to the parliament building under honor guards with uniform dressed policeman.
But 1st of October 2011 was different, as usual since 2007 and after the bank crises.
People were both unhappy and disappointed with the parliamentarian. They had spend almost two years to rebuild the same stupid community as before with same greedy banks and capitalism.
At 1st of October 2011 people gathering together downtown and wait for parliamentarian´s parade from church. About 3000 people gathered on the field front of the parliament. Some groups were organized with program, speech and music that they spread over the crowd from a stage. But most of the crowd was not listening to boring speeches. They were waiting for parliamentarian parade.
And when the door opened on the church the crowd started to throw eggs, fireworks and other trash over the parliamentarians. One parliamentarian was hit and fell to the ground, but with help he could rise up again and finish the walk in to the parliament building.
After this ceremony most of the crowd went home but some other stayed on and made loud noise for a while to disturb the ceremony in the parliament.
This short recording contains the moment when the crowd trow the trash to the parade.

Setning Alþingis 2011

Setning Alþingis 1. október 2011 var nokkuð söguleg. Stór hópur fólks hafði safnast á Austurvöll með tunnuslætti, lúðraþyt, tónlist, ræðuhöldum, köllum og hrópum. Flestir voru að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnar frá því eftir hrun.
Þegar þingmenn svo gengu frá dómkirkjunni til Alþingis var eggjum, knallertum og öðru rusli kastað á þingmenn. Einn þingmanna, Árni Þór Sigurðsson, fékk eitthvað þungt í höfuðið svo hann féll við, en komst þó við illan leik og með aðstoð annarra, inn í þinghúsið.
Þessi upptaka inniheldur það augnablik þegar þingmenn gengu frá Dómkirkju til Alþingis. Sjá frétt sem tengist þessum atburði á Vísi

Download mp3 file (192kbps / 16Mb)

Recorder: Sound Devices 744
Mics Rode NT4 in Blimp
Pix: Nokia N82

Read Full Post »

Hér er á ferð samantekt af fimm hljóðritum sem tekin voru upp 3. apríl 2011 þegar ég og vinnufélagi minn Haukur Guðmundsson fórum dagsferð um Reykjanesið.
Byrjað var á því að fara að Kleifarvatni þar sem farið var að hverum sem komu upp á yfirborðið eftir jarðskjálftana árið 2000 þegar lækkaði skyndilega í vatninu. Ekki var þorandi að fara mjög nærri, því allt eins var víst að maður stigi fætinum í sjóðandi sandpytt.
Hljóðritið byrjar á þessum hver. Eftir það eru tvo hljóðrit frá Seltúnhverum. Við eftirvinnslu þeirra hljóðrita kom í ljós að önnur upptakan skilaði einhverjum titringi inn á hljóðritið sem erfitt var að skilja nema um jarðskjálfta hafi verið að ræða. Titringur þessi var á u.þ.b. 10 riðum. Ekki er vitað á hvaða styrk en væntanlega undir 3 á Richter.
Frá Seltúnshverum lá leiðinn eftir Suðurstarandavegi um Grindavík vestur að Gunnuhver sem fyrir okkur báðum var orðin ógnvænleg hrollvekja. Hvorugur okkar hafði farið þessa leið í langan tíma, en báðir mundum við eftir þessum hver sem litlu svæði sem gufa lagði upp frá. Nú var þetta orðið gríðar stórt svæði þar sem allt sauð og blés eins og í helvíti á jörð, gersamlega óþekkjanlegt. Það er ekki að furða þó jarðfræðingar séu á tánum yfir þessu skrímsli sem Gunnuhver er orðinn í dag. Myndavélin varð óvirk í eiturgufunum og ég var logandi hræddur um að þvælast með upptökutækin í þessum ætandi gufum. Aðeins ein upptaka náðist af þessum stað þar sem hljóðnemum var vísað í holu í útjaðri hverasvæðisins. Er það fjórði hverinn í hljóðritinu .
Frá Gunnuhver lá leiðin að framhjá Reykjanesvita niður í fjöru við Valahnjúka þar sem síðasta hljóðritið var tekið upp.

_______________________________________________________________

Earthquake at Seltúnshver (Geothermal area)

It was in the beginning of mars, earthquake hit my house.
Almost nonstop earthquakes shakes landscapes south and east of Reykjavik capital so I was sure my recorder had picked up some earthquakes previous years. I searched in my mind where it was most likely it could have happened. After some research I found one, in almost forgotten recording. It was recorded in april 2011, when I and my pal at work went a day trip to Reykjanes peninsula. Reykjanes is very well known for earthquakes and geothermal activity. The main reason for this trip was to look at the changes of some geothermal area because of increasing activity last decade. As usual, my recorders followed me in this trip, but I was not satisfied with these recordings…until now.
Hereby I mix together five of these recordings as a travel log for this day trip.
First one is a hot spring that for centuries has been under water in Kleifarvatn Lake until the lake started to shrink after big earthquake at the year 2000.
The second one is also a hot spring recording but it contains the earthquake at very low frequency (10Hz). The third one is another hot springs close by, but with different mics and they did not detect earthquake as clearly. Both this recordings are recoded at Seltúnshver (Seltúns-hver=Seltuns-hotspring).
The fourth one was recorded at Gunnuhver close to Reykjanesvirkjun, a power plant that has changes a lot the geothermal activity on Reykjanes peninsula.
The fifth recording is waves of Atlantic Ocean hammering the cliffs at Reykanestá.

Download mp3 file (192kbps / 22Mb)

The earthquake. Speed up version about 2x octave of the second recording above (Almost 3 minutes shrink to 37 sek). Subwoofer or quality headphones recommended

Download mp3 file (192kbps / 0,9Mb)

Recorders: Korg MR1000 and Sound devices 552
Mics: Rode NT4 (XY) and Rode NT2a/Sennheiser ME64 (MS)
Pix: Canon 30D (see more pictures and information)

Read Full Post »

Vorið 2011 benti allt til þess að geitungar myndu eiga erfitt uppdráttar. En það gerðist þó að trjágeitungur byrjaði að búa til hreiður yfir skúrhurðinni hjá mér. Ekki leið á löngu þar til hreiðrið var á stærð við mandarínu. Eggin, sem líklega voru allt að því 15 að tölu, fóru dag frá degi stækkandi og dökknuðu. Að staðaldri var ekki annað að sjá en að í því væru tvær þernur að sísla við eggin. Á daginn var drottningin í stanslausum ferðum, eða að meðaltali inn og út um opið á 2-4 mínútna fresti. En um nóttina fækkaði ferðum sem urðu þá á 20 – 30 mínútna fresti.
Daginn eftir að þessi upptaka fór fram, sem var 7. júlí, eyddi ég búinu því eggin voru greinilega að klekjast út, sem gert hefði alla eyðingu erfiðari.

______________________________________________

Queen kill a worker
Wasp traffic recorded close to Wasp nest in Reykjavik 7th of July 2011. First session was recorded when the hair of the mic´s furry was so close to the wasp nest´s door the queen could not access in to the nest. Slowly trough the session the queen gets more angry. And when I moved the mic from the nest she killed one of the two workers in the nest (sorry, I did not record that).

Sækja mp3 skrá (196kbps / 17.5Mb)

The second session is recorded with the mic more far from the nest. The queen comes and goes when searching for food in daily life.
Most of the audible sound from the nest is the queen and workers footsteps and wing flaps when the queen leaves or accesses the nest.

Sækja mp3 skrá ( 196kbps / 10,8Mb)

Recorder: Sound Device 552 (24/96)
Mic: Rode NT4 w/Dead Kitten
Pix: Canon 30D (see more pictures)

Read Full Post »

Um miðjan mars 2011 var ég sendur austur á Reyðarfjörð til að sinna viðgerð á Gottwald HMK300E hafnarkrana, öðru nafni Jötunn II. Krana þennan eignaðist Eimskip sumarið 2004. Var hann fyrstu árin í Sundahöfn í Reykjavík eða til ársins 2007. Þá fékk Eimskip það verkefni að sjá um lestun og losun í tengslum við álverið í Reyðarfirði. Jötunn var því sendur austur þar sem hann hentaði vel í verkefnið.
Er hér um að ræða 5. kynslóð krana frá Gottwald. Stendur þessi u.þ.b. 70 metra hái og rúmlega 400 tonna krani á sjö hásingum og 28 hjólbörðum sem skila honum um allt hafnarsvæðið. Gengur hann á díselvél sem keyrir 500KW rafal. Rafmótorar og glussastkerfi sjá svo um hreyfingu kranans sem stýrast af PLC stýringum og tíðnibreytum.
Bilunin lýsti sér með þeim hætti að eftir að unnið hafði verið við lestun eða losun um stund þá kom upp viðvörun á skjá um að spreddi (Gámagripla – Spreader frá Bromma) væri bæði opinn og læstur. Bilunin stöðvaði kranann og varð að endurræsa hann til að halda áfram vinnu. Var þessi bilun farin að ágerast og farin að tefja losun og lestun skipa.
Í ljós kom að “draugaspenna” kom frá spredda. Það varð til þess að liðar fyrir bæði “opin og læstur” skipunina fóru í lokaða stöðu. Tölva í spredda gaf þó ekkert óeðlilegt til kynna.
Ég vissi þó að útgangar spredda eru thýristorar sem gáfu vissar vísbendingar. Eftir nokkrar mælingar fór því að læðast að mér grunur um að koma mætti í veg fyrir bilunina með því að auka örlítið álagið á útgangana. Það reyndist rétt og fór krani að vinna eðlilega eftir að bætt hafði verið við álagið.
Hér heyrast þrjú hljóðdæmi sem voru tekin upp eftir að kraninn var komin í lag og hann var í prufukeyrslu.
Það fyrsta er úr vélarúmi kranans. Það næsta er í stýrishúsi uppi í turni og það þriðja í töfluklefa . Má þar helst heyra í opin-læstur liðanum smella þegar spreddi læsir sig við gám og losar.

________________________________________________

Gottwald HMK300E in duty
Even though machines are often my worst enemy while recording in nature, machines by their own can often make interesting sound. Ward Weis from Belgium remind me some weeks ago I should look for it when I listen on his Washing machine website.
When I am in work I normally need to listen and feel the tools and machines I am working with. I was repair harbor crane in Reyðarfjörður east of Iceland in Mars 2011. I bring with me a recorder and recorded some places in the crane while crane was tested after repair.

Machinery room. Mics are near the hoist gear. Most of the noise comes from hydraulic pump when lifting boom. Then cooling fan on the Hoist motor and the „song“ in the variable frequency and speed in the hoist motor. In background is the diesel motor (in another room). Sometimes are the disk brake clapping.
Sækja mp3 skrá. (196kbps / 6,2Mb)

Tower cabin. Mics are behind the crane operator beside a control cabinet. The open door on the cabinet are sometimes shaking rapidly. Switches are clapping and a radio is playing on low level. Sounds from outside are the hydraulic pump and swivel motor. Diesel engine sounds differently on different load. In more far distance noise comes from container when landing on ground or when spreader is landing on the container.
Sækja mp3 skrá. (192kbps / 4,9Mb)

Electronics room. Mics are between hoist and swivel speed controllers. Most of the noise comes from cooling fans in the controllers. Some switches are clapping.
Sækja mp3 skrá. (196kbps / 1,7Mb)

Recorder: Sound devises 552
Mics: Rode NT4
Pix: Canon D30.  See more pictures

Read Full Post »

Helgi Hóseasson var þekktasti mótmælandi Íslands. Stóðu mótmæli hans allt frá árinu 1962 til dauðadags 6. september 2009. Síðustu árin stóð hann daglangt flesta daga á horni Langholtsvegar og Holtavegar með áletruð skilti sem oft vöktu eftirtekt en fáir skildu.
Þann 6. september 2010, ári frá andláti Helga, stóðu samtökin Vantrú og Facebook hópur að því að afhjúpa gangstéttarhellu. Var hún lögð á eitt þeirra götuhorna sem Helgi var vanur að standa við, á hornið á mótum Langholtsvegar og Holtavegar. Er þetta stutt hljóðritun frá þeirri athöfn.
Nú stefnir í að Stjórnlagaþing taki til starfa og er þá tilvalið að heiðra minningu Helga. Hann var ákafur fylgismaður aðskilnaðar ríkis og kirkju en það á stjórnlagaþing eftir að fjalla um.

_____________________________

Helgi Hóseasson (1919-2009) was Icelands most famous protester. One year after his dead, God skepticism Organization, neighbours and a Facebook group exposed a monument in memoriam of this great protester.
Recorder: Korg MR1000 192khz/24bit
Mic: Rode NT4
Picture:  Nokia, Olympus and Canon past years

Sækja mp3 skrá (192kbps / 7Mb)

Read Full Post »

Það er því miður fámennur hópur fólks sem gefið hefur sér tíma í hádeginu til að mæta niður á Hverfisgötu framan við greni AGS og mótmælt úreltum hagstjórnargjörningum þeirra. En þótt hópurinn sé fámennur þá er hann býsna hávær. Það er því ólíklegt að útsendarar AGS fái mikinn vinnufrið undir þeim hljóðum sem heyrast í meðfylgjandi hljóðriti en það var tekið upp 14. júlí 2010.
Notast var við Rode NT4 hljóðnema, Sound Device 305 formagnara og Korg MR1000. Tekið var upp í 24bit/96Khz. Myndin er tekin á Nokia N82 síma við þetta tækifæri.

Sækja MP3 skrá.  (192kbps/13,3Mb)

Read Full Post »

Ekki er auðvelt að nálgast samanburð á hljóðnemum á netinu. Það er því ekkert grín þegar til stendur að fjárfesta í einhverjum slíkum. Sjálfur hef ég verið að leita að góðum og fyrirferðarlitlum MS hljóðnema. Flestir sem eiga að uppfylla þær kröfur eru ekki gefnir. Hvort sem MS uppsetningin muni samanstanda af tveimur hljóðnemum eða einum, þá er líklega Shure VP 88 nokkuð þekktur sem ódýr MS/steríó hljóðnemi. Þó hann sé mikill hlunkur þá freistar verðið til þess að honum sé gaumur gefinn. Í safni mínu er að finna Rode NT4 steríó hljóðnema sem er ögn ódýrari en Shure VP88. Hann er talinn nokkuð góður þó ég telji þrönga steríómyndina takmarka notkun hans.
Á dögunum fékk ég að prófa VP88. Við fyrstu kynni varð mér ljóst að ég var ekki að kynnast tímamótahljóðnema. Ég stillti hann á víða steríómynd og prófaði hann samhliða NT4. Stillti ég þeim báðum á sama stað á borði þar sem þeir lágu á púða. Í herberginu var lágt stillt útvarp í gangi í um þriggja metra fjarlægð. Veggklukka tifaði á vegg í tveggja metra fjarlægð og kæliskápur var í gangi í þriggja metra fjarlægð.
Hljóðnemarnir voru báðir tengdir við Sound device 305 formagnara þar sem slökt var á hljóðsíum og styrkur hafður í botni til að fá fram grunnsuðið. Tekið var upp á Korg MR1000 upptökutæki.
Sjálfur kynni ég svo hljóðnemana þar sem ég sit einn metra fyrir aftan þá.
Hljóðdæmið gefur ekki fullkomna mynd af þessum tveimur hljóðnemum en segir þó til um suð og næmni.

English summation:

Rode NT4 and Shure VP88 was placed in the same place. Connected to Sound device 305 preamp. All filters at zero and gain and faders at 100%.
You shold hear the radio at low level (3 meters away), clock on a wall (2 meters) and a refrigerator (3 meters)
This is not a perfect test, but will give some information about noise and sensitivity between this two mics.

Sækja mp3 skrá.   (192kbps / 1,83Mb)

Read Full Post »

P1010236_Thjodfundur

Efnt var til Þjóðfundar 14. nóvember 2009 í Laugardalshöll. Í heilan dag vann mikill fjöldi fólks að því að reyna að bæta íslenskt samfélag með skapandi hugmyndavinnu. Umfjöllunarefnið var m.a. lýðræði, heiðarleiki, velferð, virðing, ábyrgð, sjálfbærni, kærleikur, frelsi, jöfnuður, fjölskyldan, atvinnulíf, menntamál, umhverfismál, samfélag og stjórnsýsla. Á fundinn kom 1231 þátttakandi, og var fundurinn í alla staði ákaflega vel skipulagður nema að einu leyti. Þegar upptakan fór fram kl 15:00, stóð vinna sem hæst við öll borð, en fyrir utan Höllina voru nokkrir leðurklæddir lögregluþjónar í óðaönn að skrifa sektarmiða á tugi, ef ekki hundruð bíla, sem lagt hafði verið út um allar koppagrundir í Laugardalnum. Þeir sem stóðu að undirbúningi Þjóðfundar, höfðu greinilega ekki tekið með í reikninginn að 1231 íslendingum fylgdu ámóta margir bílar. Almennt sagt, má gera alla hluti betur næst. Það má því senda playstationleik niður á lögreglustöð næst þegar blásið verður til Þjóðfundar. Það lýsir líklega þjóðarsálinni best að aðeins 19 reiðhjól stóðu fyrir utan Höllina meðan á fundinum stóð. Einkennilegt, þar sem úti ríkti einstök veðurblíða, og væntanlega voru flestir þátttakendur af höfuðborgarsvæðinu. Það var því ekki sjálfbær eða vistvænn hópur, sem þarna fundaði. Upptakan fór fram með þeim hætti að genginn var einn hringur um salinn með Rode NT4 hljóðnema. Tekið var upp í 24bit / 192kHz WAV sniði á Korg MR1000.Myndin er tekin á Þjóðfundinum.

Sækja MP3 krá (192kbps / 5,3Mb)

Read Full Post »