Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Fundur’

IMG_2200

Fyrsti maí 2017 var nokkuð tíðindasamur. Farin var kröfuganga frá Hlemmi niður eftir Laugaveg á tvo útifundi niðri í bæ. Sá hefðbundni var á Hallærisplani, en hinn á Austurvelli. Var sá fundur fyrir þá einstaklinga og samtök sem hafa fengið sig fullsödd af aumingjaskap verkalýðshreifingarinnar og meðvirkni hennar með fjármagnseigendum og auðhringjum.
En það var fleira sem gerðist þennan rigningasama en merka dag. Sósialistaflokkur Íslands var formlega stofnaður í Tjarnarbíói.
Lengi má deila um hvort þörf hafi verið á því að stofna Sósialistaflokk, því fyrir er Alþýðufylkingin sem í mörgu hefur mótað sína stefu um sömu eða svipuð málefni og gildi. Það eitt að dólgar úr Sjálfstæðisflokknum höfðu ekki enn stolið nafni Sósialistaflokksins réttlætti hins vegar fullkomlega að Sósialistaflokkurinn fengi sinn sögulega sess aftur á vinstri væng stjórnmálana. Við bætist sú staðreynd að fjölbreytileikinn í pólitík er mun meiri til vinstri sem byggir á jöfnuði, sjálfbæri og valddreifingu á meðan hægri pólitík byggir sitt á ósjáfbærri, græðgisvæðingu og sérhagsmunahyggju.
Meðfylgjandi upptakan er frá stofnfundi Sósialistaflokksins í Tjarnarbíói. Troðfullt var út að dyrum og góðs stemning.

International Workers’ Day 2017

Socialism have a long history in Iceland. But that story will not been told here.
Following recording is from the establishment, (or restoration), of the Socialist party of Iceland, 1st. of May 2017. It is all in Icelandic, so if you are learning Icelandic it is worth to listen.

(192Kbps / 54Mb)

Recorder: Sound devices 744
Mics: Sennheiser MKH30/AT4022 (MS)
Location: Tjarnarbíó Reykjavik

Read Full Post »

Júnímánuður 2010 hófst ekki vel á Miðjarðarhafi þegar síonistar rændu skip með hjálpargögn á leið til Gaza í Palestínu. Nítján friðarsinnar voru drepnir í þessari aðgerð síonísku hryðjuverkamannanna.
Síðar sama dag hélt félagið Ísland-Palestína útifund fyrir utan Utanríkisráðuneytið til að mótmæla framferði síonistanna þar sem krafist var aðgerða íslensku stjórnarinnar tafarlaust.
Það skal tekið fram að í utanríkismálnefnd situr fólk úr Sjálfstæðisflokki sem veigrar sér ekki við að standa vörð um hagsmuni síonista. Það fór því svo að utanríkismálanefnd sendi frá sér útvatnaða ályktun að vanda. Dráp á saklausum borgurum Palestínu sem og öðrum mun því halda áfram með þátttöku alþjóðasamfélagsins og okkur íslendinga.
Það sem hér heyrist var tekið upp á Olympus LS-10 og MMaudio Binaural hljóðnema í 24Bit/92Khz.
Hljóðið í ræðumönnum er nokkuð kæft, en það stafar af því að hljóðið kemur frá lélegu hljóðkerfi sem staðsett var bak við nokkra fundarmenn.
Myndin er tekin á Nokia N82 síma við þetta tækifæri.

Sækja MP3 skrá (192kbps/25Mb)

Read Full Post »

P1010236_Thjodfundur

Efnt var til Þjóðfundar 14. nóvember 2009 í Laugardalshöll. Í heilan dag vann mikill fjöldi fólks að því að reyna að bæta íslenskt samfélag með skapandi hugmyndavinnu. Umfjöllunarefnið var m.a. lýðræði, heiðarleiki, velferð, virðing, ábyrgð, sjálfbærni, kærleikur, frelsi, jöfnuður, fjölskyldan, atvinnulíf, menntamál, umhverfismál, samfélag og stjórnsýsla. Á fundinn kom 1231 þátttakandi, og var fundurinn í alla staði ákaflega vel skipulagður nema að einu leyti. Þegar upptakan fór fram kl 15:00, stóð vinna sem hæst við öll borð, en fyrir utan Höllina voru nokkrir leðurklæddir lögregluþjónar í óðaönn að skrifa sektarmiða á tugi, ef ekki hundruð bíla, sem lagt hafði verið út um allar koppagrundir í Laugardalnum. Þeir sem stóðu að undirbúningi Þjóðfundar, höfðu greinilega ekki tekið með í reikninginn að 1231 íslendingum fylgdu ámóta margir bílar. Almennt sagt, má gera alla hluti betur næst. Það má því senda playstationleik niður á lögreglustöð næst þegar blásið verður til Þjóðfundar. Það lýsir líklega þjóðarsálinni best að aðeins 19 reiðhjól stóðu fyrir utan Höllina meðan á fundinum stóð. Einkennilegt, þar sem úti ríkti einstök veðurblíða, og væntanlega voru flestir þátttakendur af höfuðborgarsvæðinu. Það var því ekki sjálfbær eða vistvænn hópur, sem þarna fundaði. Upptakan fór fram með þeim hætti að genginn var einn hringur um salinn með Rode NT4 hljóðnema. Tekið var upp í 24bit / 192kHz WAV sniði á Korg MR1000.Myndin er tekin á Þjóðfundinum.

Sækja MP3 krá (192kbps / 5,3Mb)

Read Full Post »