Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for október, 2017

IMG_2200

Á örfáum árum hefur ójöfnuður aukist gríðarlega á Íslandi, einkum frá aldamótum, þó upphafið megi rekja lengra aftur í tímann.
Eignir og auðlindir þjóðarinnar hafa sópast til örfárra einstaklinga. Nú er svo komið að aðeins 5% þjóðarinnar á jafn mikið og hin 95%. Ef nánar er farið út í þetta þá eiga 20% landsmanna 90% allra eigna og þar með eiga 80% landsmanna aðeins 10%.
Þessum ójöfnuði hefur verið stjórnað af orfáum ættarklíkum, eins konar Oligarch, sem hafa alla tíð komið sínu fólki til valda á Alþingi í „frjálsum“ kosningum. Það sem verra er, þeir hafa svo í gegnum tíðina komið sínu velvildarfólki í allar mikilvægar stöður í ráðuneytum og stofnunum ríkisins. Þessu fólki er svo ómögulegt að skipta út þó almenningur kjósi annað.
Þessar valdaklíkur eiga líka flesta fjölmilðana sem eru verulega litaðir af áróðri og heilaþvotti oligarkanna.
Eftir bankahrunið í október 2008 hefur spillingin í samfélaginu sífellt orðið augljósari þrátt fyrir að öllum fréttum og upplýsingum um slíkt sé haldið í lágmarki á fréttamiðlum oligarkanna. Fréttamönnum sem fara út í slikt, er sagt upp störfum eða þeir lögsóttir. Vísað er til alls kyns óljósra laga, kerfisvillna, þagnarskyldu eða málum einfaldlega ekki svarað.
En hægt og sígandi hefur spillingin samt sem áður verið dregin fram í dagsljósið. Þökk sé fólki sem hefur þor og þolinmæði til að berjast fyrir réttlæti, og vinnusömum fréttamönnum sem hafa þorað að leita sannleikanns. Samfélagsmiðlar hafa stöðugt minnt á einstök mál sem litlu óháðu fjölmiðlarnir kryfja til mergjar.
Ekki verður farið nánar út í einstök spillingarmál hér, en meðfylgjandi upptaka var tekin upp 4. apríl 2016 á mótmælum á Austurvelli þegar upp komst að þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og spúsa hans, höfðu tengst aflandseyjareikningum. Hann sagði svo af sér daginn eftir þessi mótmæli. Þáverandi fjármálaráðherra Bjarni Benediksson, var lika flæktur í ýmiss konar brask en að vanda slapp með ótrúlegum hætti.
Nú þegar 9 ár eru liðin frá bankahruninu þá eru valdaklíkurnar sem ollu hruninu enn við stjórn á Íslandi. Þjóðin er tvíklofin. Annars vegareru það þeir sem vilja breytingar og bætt samfélag og svo hinir, sem láta stjórnast af áróðri, yfirgangi og græðgi oligarkanna.
Upptakan er góð áminning um að íslenska þjóðin þarf nauðsynlega að takast á við breytingar. Þjóðin verður að fara að tileinka sér jafnrétti, samkennd, jöfnuð og bræðralag.

(mp3 224Kbps / 52,5Mb)

Recorder: Sound devices 744+302
Mics: Sennheiser MKH8020/8040 in parallel ORTF
Pix: Canon EOS-M
Weather: Calm, sunny, 5°C
Location. 64.146982, -21.939978

Read Full Post »