Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for júní, 2010

Fyrir rétt rúmum mánuði, þann 4. maí, hljóðritaði ég fuglasöng við golfskálann á Seltjarnarnesi. Þá heyrðist ekkert í kríu, aðeins í gæsum, mó- og vaðfuglum.
Þann 10. júní mætti ég í annað sinn með upptökutækin. Var krían þá komin á Nesið, fremur hávær og ákaflega árásargjörn eins og vera ber.
Hljóðnemum var nú aftur komið fyrir á sama stað og á sama tíma, þ.e. norðan golfskálans, rétt eftir miðnætti.
Á þessari stundu er margæsin farin til Svalbarða, Grænlands og Kanada og krían komin í hennar stað. Lítið heyrist í öðrum fuglum þó þeir hafi verið allt um kring. Krían var greinilega búin að hertaka Nesið og sætti sig við nærveru mannsins svo lengi sem hann héldi sig innan þeirra marka sem henni þóknaðist og honum bar.
Heldur lægri sjávarstaða var þann 10. júní en 4. maí. Því heyrist með öðrum hætti í öldunni.
Tekið var upp í 24bit/192Khz á Korg MR1000 með tveimur Sennheiser ME62 hljóðnemum í 90° horni sem vísða var til norðurs.
Myndin er tekin á meðan á upptöku stóð.

Sækja mp3 skrá (192kbps/31Mb)

Read Full Post »

Svartþröstum virðist fjölga hér á landi. Eru þó vart meira en 20 ár frá því hann fór að verpa hér á landi. Fyrst tók ég eftir honum fyrir u.þ.b. fjórum árum í Vogahverfinu þegar ég átti þar leið um snemma á morgnana.
Svartþrösturinn er venjulega felugjarn nema syngjandi karlfuglinn á vorin, sem þá hreykir sér í trjátoppum. Hefur hann afar háværan en fagran söng sem oft getur verið unun á að hlýða.
Í vetur gerðist það að svartþöstur fór að venja komur sínar í garðinn hjá mér og svo verpti hann í nágrenninu í vor. Hann hefur átt það til að taka söngaríur með slíkum afköstum að skógarþrösturinn er svo gott sem hættur að láta í sér heyra í hverfinu.
Oft heyrist í fuglinum en þó er erftitt að hljóðrita sönginn. Um leið og ég birtist í garðinum þá þagnar hann eða fer langt í burtu til að syngja. Um daginn tókst mér samt að taka upp sönginn í fuglinum klukkan þrjú að morgni þar sem hann var í hvarfi við laufþykknið í næsta garði. En það stóð heima, þegar ég komst í sjónfæri við hann, þá þagnaði hann eftir þrjú síðustu versin í meðfylgjandi hljóðriti.
Þar sem ég hef tekið eftir því að söngur svartþrasta er mismunandi eftir hverfum þá er líklegt að ég muni koma með önnur hljóðdæmi síðar.
Tekið var upp á Korg MR1000 í 24bit/192Khz, Sound Device 302 formagnara, Telinga parabólu með Sennheiser MKE 2 lavalier hjóðnemum.
Myndin er tekin nokkrum dögum síðar, liklega af kvennfugli.

Sækja MP3 skrá (192kbps/13Mb)

Read Full Post »

Júnímánuður 2010 hófst ekki vel á Miðjarðarhafi þegar síonistar rændu skip með hjálpargögn á leið til Gaza í Palestínu. Nítján friðarsinnar voru drepnir í þessari aðgerð síonísku hryðjuverkamannanna.
Síðar sama dag hélt félagið Ísland-Palestína útifund fyrir utan Utanríkisráðuneytið til að mótmæla framferði síonistanna þar sem krafist var aðgerða íslensku stjórnarinnar tafarlaust.
Það skal tekið fram að í utanríkismálnefnd situr fólk úr Sjálfstæðisflokki sem veigrar sér ekki við að standa vörð um hagsmuni síonista. Það fór því svo að utanríkismálanefnd sendi frá sér útvatnaða ályktun að vanda. Dráp á saklausum borgurum Palestínu sem og öðrum mun því halda áfram með þátttöku alþjóðasamfélagsins og okkur íslendinga.
Það sem hér heyrist var tekið upp á Olympus LS-10 og MMaudio Binaural hljóðnema í 24Bit/92Khz.
Hljóðið í ræðumönnum er nokkuð kæft, en það stafar af því að hljóðið kemur frá lélegu hljóðkerfi sem staðsett var bak við nokkra fundarmenn.
Myndin er tekin á Nokia N82 síma við þetta tækifæri.

Sækja MP3 skrá (192kbps/25Mb)

Read Full Post »