Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for apríl, 2020

IMG_2200

Bjarni Jónsson ( 21. október 1881 – 19. nóvember 1965) fæddist í Mýrarholti sem var býli við Bakkastíg í Vesturbæ Reykjavíkur og voru foreldrar hans hjónin Jón Oddsson tómthúsmaður og Ólöf Hafliðadóttir. Eiginkona Bjarna var Áslaug Ágústsdóttir og eignuðust þau þrjú börn, Ágúst, Ólöfu og Önnu.
Bjarni lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum árið 1902 og lauk embættisprófi í guðfræði árið 1907 frá Kaupmannahafnarháskóla. Samhliða námi kenndi Bjarni við Stýrimannaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann í Reykjavík. Haustið 1907 varð hann skólastjóri Barnaskólans á Ísafirði. Hann varð prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík árið 1910, var prófastur í Kjarlarnesprófastsdæmi 1932-1938 og dómprófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi frá 1945-1951. Hann varð vígslubiskup í Skálholtsbiskupsdæmi forna frá 1937 og til æviloka. Starfsferill Bjarna var langur og hann var starfandi prestur og vígslubiskup í rúmlega hálfa öld. Hann varð heiðursdoktor í guðfræði við Háskóla Íslands árið 1941 og hlaut ýmsar orður og heiðursmerki m.a. stórkross Hinnar íslensku fálkaorðu og hina dönsku Dannebrogsorðu. Bjarni var heiðursfélagi í fjölda félaga og árið 1961 varð hann heiðursborgari Reykjavíkurborgar en Bjarni þótti með þekktari borgurum Reykjavíkur og vakti athygli vegfarenda þegar hann gekk hempuklæddur milli Dómkirkjunnar og heimilis síns að Lækjargötu 12b.
Árið 1952 gafst íslenskum kjósendum í fyrsta sinn færi á því að kjósa sér forseta en fyrsti forseti Íslands, Sveinn Björnsson var þingkjörinn árið 1944 og endurkjörinn án atkvæðagreiðslu 1945 og 1949. Þrír frambjóðendur gáfu kost á sér Ásgeir Ásgeirsson, Bjarni Jónsson og Gísli Sveinsson forseti sameinaðs þings. Kosningarnar voru afar pólitískar og naut Bjarni stuðnings framsóknar- og sjálfstæðisfólks en vinstra fólk, einkum alþýðuflokksfólk studdi Ásgeir. Bjarni naut stuðnings Morgunblaðsins, málgagns Sjálfstæðisflokksins og á kjördag hvatti blaðið til þess í forsíðufrétt sinni að kjósendur myndu sameinast um Bjarna og sagði að „allir þjóðhollir Íslendingar kjósa séra Bjarna Jónsson.“ Niðurstaða kosninganna varð sú að Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn forseti með 48,3% atkvæða en Bjarni hlaut 45,5,%. Þriðji frambjóðandinn Gísli Sveinsson hlaut 6,2% atkvæða (Wikipedia).
Það gæti talist vel við hæfi að sr. Bjarni sjái nú um predikun á netinu í Páskaviku og miðjum COVID-19 faraldri því hann var prestur í Dómkirkjuni á dögum spönsku veikinnar 1918.
Hér er á ferðini nokkuð dularfull upptaka með Bjarna því ekki er vitað hvaða ár hún var tekin upp eða af hvaða tilefni.
Upptökuna gerði Hörður Þormar, efnafæðingur frá Laufási í Eyjafirði, á segulbandstæki einhvern tíma á árunum 1955-1965.
Árið 2012 færði ég allt hans gamla spólusafn yfir á stafrænt form og gaf hann leyfi til að gera þessa upptökuna aðgengilega ef einhver gæti gefið nánari upplýsingar um hana. Það er nokkuð augljóst að tekið er upp úr LW útvarpi því heyra má öðru hverju smelli sem gætu allt eins stafað af sólvindum.
Það er ljóst að Ríkisútvarpið hefur átt og á kanski enn þessa upptöku. Það sem hins vegar er ekki ljóst, er hvenær þetta hefur verið tekið og útvapað sem varð til þess að Hörður hljóðritaði þessa predikun. Sjálfur man hann það ekki. Bjarni hætti prestskap 1951 en þá átti Hörður ekki spólutæki. Það kann hinsvegar að vera að Ríkisútvarpið hafi útvarpað þessari predikun þegar Bjarni var gerður að heiðursborgara Reykjavíkur 1961.
Ef einhver getur gefið nánari upplýsingar um þetta hljóðrit þá væri það vel þegið.
Upptakan er í tveimur hlutum því hún var á tveimur spólum.

__________________________________________________________________

This is an old recording which was recorded on reel to reel recorder somewhere between the years 1955-1965 from a LW radio in Iceland. It is a church sermon with pastor Bjarni Jónsson (1881-1965). He was old style priest and well known cathedral bishop in Reykjavik from early to mid last century. This recording was found on a two reels in my parents friend´s storage. There was also other old personal recordings which I helped him to digitize in 2012.
What makes this recording interesting now when Covid-19 spreads all over the world is the fact Bjarni Jónsson was a pastor of the Reykjavik Cathedral when the Spanish flu crossed into Iceland in 1918 as well all over the Western world.
It is most likely this could be the only recording with this pastor from the last century which is almost forgotten now in modern days

(mp3 192kbps / 48.3Mb)
If the media player doesn’t start to play, please reload this individual blog in new tab or frame.

Recorder: Sound devices 744 24bit/44khz
Reel player: Revox B77

Read Full Post »