Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for september, 2011

Einn er sá hljóðbloggari sem ég fylgist reglulega með. Er það Des Coulam í Paris sem heldur úti blogginu Soundlandscape. Er það rómað fyrir skemmtilega frásögn af borgarlífinu og því sem borgin hefur að geyma í fortíð og nútíð. Oftar en ekki beitir hann Binaural tækni við upptökur sínar. Eru litlir hljóðnemar þá staðsettir sem næst eyranu. Gefur það mjög skemmtilega hljóðmynd ef hlustað er á upptökurnar með heyrnartólum.
Mér hefur gengið ótrúlega illa að hljóðrita með Binaural tækni úti á götu. Er það ekki síst fyrir það að ég er varla búinn að ganga um með hljóðnemana nema í nokkrar mínútur sem ég er truflaður af fólki í kring um mig, oftast nær fólki sem ég þekki á einhvern hátt. Það fylgir oft ekki sögunni í mínum Binaural upptökum eins og “Kringlan” og “Tunnumótmæli á Austurvelli” að beggja vegna er skornir burt atburðir þar sem einhver kemur að tali við mig á meðan á upptöku stendur.
Það var því 17. júní 2011 sem ég ákvaða að prófa Blimp á bómu og með heyrnartól á höfði. Taldi ég líklegt að allir myndu sjá að ég væri við upptöku. Ég ætti því ekki að verða truflaður.
En það kom í ljós að það var ekkert skárra. Heyrist það t.d. ágætlega í hljóðritinu “Harmonikkuball í Ráðhúsi Reykjavíkur”, sem ég tók upp þennan sama dag. Þar er ég spurður hvort ég sé að taka upp. En af nokkrum upptökum hér og þar í Reykjavík þennan þjóðhátíðardag þá tókst mér einu sinni að standa sem steinrunninn með hljóðnemann á lofti án þess að vera truflaður í 20 mínútur. Var það á þeim stað sem myndin sýnir, við inngang Landsbanka Íslands í Austurstræti.

____________________________________________

Ocean of words
There are many sound bloggers I regularly visit. One of them is Des Coulam´s “Soundlandscapes´ Blog”. What he writes in the blog is often very informative. But he also makes very nice Binaural street recordings. Something I have tried many times, but just seldom be satisfied with, because I have always been disturbed by many things during recording.
In a small community like Iceland – Reykjavik where everybody knows everyone I am usually disturbed after some minutes with someone who knows me or I knows. Just an “ordinary street recording” can therefore be as difficult to record as many nature recordings with extreme situation.
In 17th of June 2011 at Iceland´s independents day I tried something different than Binaural setup. I planed to use a blimp on boom to record in many places in Reykjavik. I thought if I used this highly visible items some of the people who knew me would not disturb me. But it looks even more difficult to record with this setup. Many people now stopped, even foreign tourists, looked at me, and asked: “Where is the camera?” or “What are you doing”?
But in one place in town center, in Austurstæti I could record ocean of words without being disturbed in at least 20 minutes.

Sækja mp3 skrá (192kbps / 26,4Mb)

Recorder: Zoom H4n v/sound devices 302.
Mics: MS setup. Rode NT2 (sidemic) and Rode NT55 (midmic)
Pix: Nokia N82

Read Full Post »