Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for ágúst, 2011

Þau skipti sem ég hef róið kajak á sjó hef ég oft leitt hugann að því að líklega væri meira spennandi að vera neðansjávar en ofan. Áhugi minn á lífinu neðansjávar minnkaði svo ekkert við það þegar ég fékk mér neðansjávarhljóðnema og gat farið að hlusta á þann hljóðheim sem þar er. Hljóðin sem hér heyrast voru tekin upp fimmtudaginn 11. ágúst 2011, austan við bryggjukantinn við Áburðarverksmiðjuna. Hljóðin sem þarna heyrast geta komið frá rækjum, skeljum og hrúðurkörlum en hæst heyrist í einhverju sem líkist því að verið sé að róta í möl á botninum. Þá heyrast líka hljóð sem hugsanlega koma frá sel eða hval og tíst sem líkist tísti hjá auðnutitlingi. Þó það hafi verið stafalogn á meðan á upptöku stóð þá eru drunurnar líklega tilkomnar vegna þess að létt gola leikur um hljóðnemakaplana. Fljóðtlega í upphafi hljóðritsins má heyra eitthvað snerta hljóðnemana í nokkur skipti en það er annaðhvort þang eða nart fiskiseiða sem mikið er af á þessum slóðum á þessum árstíma. Á 12. mínútu kemur stór hópur kajakræðara fyrir hornið á viðlegukantinum. Þá heyrist greinilega í áratökunum á leið þeirra inn í Eiðsvík.
Ef einhver veit hvaða skepnur það eru sem gefa frá sér hljóð í þessu hljóðriti þá er um að gera segja frá því í hér.

____________________________________________

What is under the Kayak?
Every time I´am sailing on my kayak I start to imagine how the world is beneath the kayak. When I got my Aquarian microphone it opened a whole new world for me.
In mid of August 2011 I recorded this world from the dock at Gufunes in Reykjavik. Most of the sounds are pops and crackles, possibly from shrimps and/or shells. The highest level comes from something that looks like someone is routing gravel on the seabed. But sometimes other strange sounds are audible, such as “birdsong”, “mumble Duck” „crying child“ and „sounds from piano strings“. Other sounds are easy to explain like diving ducks searching food and small waves at nearby beach. At 11:40. min. a group of Kayak rowers pass by with a splashing sound.

Sækja mp3 skrá (196kbps / 27,6Mb)

Recorder: Korg MR1000 v/Sound Devices 552 preamp (24bit/96Khz)
Mic: Aquarian H2a_XLR (with 40cm interval)
Pix: Canon 30D (see more pictures)

Read Full Post »

Laugarneskirkja er í Laugarnesprestakalli, Reykjavíkurprófastdæmi. Var hún teiknuð af Guðjóni Samúelssyni (f.1887 – d.1950) og vígð þann 18. desember árið 1949.
Þann 3. júlí 2011 hljóðritaði ég söng Önnu Jónsdóttur sópransöngkonu í kirkjunni við undirleik Antoniu Hevesi á pianó .
Anna hóf söngnám við Nýja tónlistarskólann hjá Alinu Dubik og lauk þaðan burtfararprófi vorið 2003.
Næsta vetur stundaði hún nám við Tónlistarháskólann í Búkarest þar sem hennar aðalkennari var
Maria Slatinaru. Anna lauk síðan einsöngvaraprófi frá Nýja tónlistarskólanum í nóvember 2004 undir handleiðslu Alinu Dubik.
Anna hélt debut-tónleika í Hafnarborg haustið 2006 þar sem Jónas Sen lék með henni. Árið 2008 gaf hún út sinn fyrsta hljómdisk, Móðurást, en á honum eru íslensk sönglög sem eiga það sameiginlegt að fjalla á einhvern hátt um móðurkærleikann.
Síðustu ár hefur Anna tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi með einsöngstónleikum og þátttöku í stærri verkum.

______________________________________________

Sopran in Laugarneskirkja (church)
Guðjón Samuelsson (b.1887 – d.1950) was the state architect of Iceland from 1924-1950, and designed many churches, including the Catholic church and Hallgrímskirkja as well as the National Theater. Laugarneskirkja was consecrated in 1949, and is not one of his most orginal works, as it looks a lot like the church he built in Akureyri a year earlier.
In 3rd of July 2011 I recorded few songs with Anna Jónsdóttir, a soprano singer in Laugarneskirkja.
She began her song study at Nýi tónlistarskólinn, (New Musical School) by Alina Dubik and graduating with a final exam in the spring of 2003.
Next winter, she studied at the Musical University in Bucharest where her main tutor was Maria Slatinaru.
Anna completed his degree soloists from the New Musical School in November 2004 under the guidance of Alina Dubik.
Anna thought Debut-concert in the fall of 2006 at Hafnarborg where Jonas Sen played with her on  piano. In 2008 she released her first CD, Móðurást, containing Icelandic songs where the main theme is motherlove in it’s broadest sense.
Past years Anna has been active in the Icelandic music scene with a solo concert and participation in larger projects.
Antonia Hevesi are playing on Piano in this two songs.
Sækja mp3 skrá. (192kbps / 8,3Mb)
Recorder: Korg MR1000 w/Sound Devices 552 (DSDIFF 1bit/5,6Mhz)
Mics: SE4400a MS setup (singer) SE1a ORTF (piano)
Pix: Canon 30D

Read Full Post »