Þau skipti sem ég hef róið kajak á sjó hef ég oft leitt hugann að því að líklega væri meira spennandi að vera neðansjávar en ofan. Áhugi minn á lífinu neðansjávar minnkaði svo ekkert við það þegar ég fékk mér neðansjávarhljóðnema og gat farið að hlusta á þann hljóðheim sem þar er. Hljóðin sem hér heyrast voru tekin upp fimmtudaginn 11. ágúst 2011, austan við bryggjukantinn við Áburðarverksmiðjuna. Hljóðin sem þarna heyrast geta komið frá rækjum, skeljum og hrúðurkörlum en hæst heyrist í einhverju sem líkist því að verið sé að róta í möl á botninum. Þá heyrast líka hljóð sem hugsanlega koma frá sel eða hval og tíst sem líkist tísti hjá auðnutitlingi. Þó það hafi verið stafalogn á meðan á upptöku stóð þá eru drunurnar líklega tilkomnar vegna þess að létt gola leikur um hljóðnemakaplana. Fljóðtlega í upphafi hljóðritsins má heyra eitthvað snerta hljóðnemana í nokkur skipti en það er annaðhvort þang eða nart fiskiseiða sem mikið er af á þessum slóðum á þessum árstíma. Á 12. mínútu kemur stór hópur kajakræðara fyrir hornið á viðlegukantinum. Þá heyrist greinilega í áratökunum á leið þeirra inn í Eiðsvík.
Ef einhver veit hvaða skepnur það eru sem gefa frá sér hljóð í þessu hljóðriti þá er um að gera segja frá því í hér.
____________________________________________
What is under the Kayak?
Every time I´am sailing on my kayak I start to imagine how the world is beneath the kayak. When I got my Aquarian microphone it opened a whole new world for me.
In mid of August 2011 I recorded this world from the dock at Gufunes in Reykjavik. Most of the sounds are pops and crackles, possibly from shrimps and/or shells. The highest level comes from something that looks like someone is routing gravel on the seabed. But sometimes other strange sounds are audible, such as “birdsong”, “mumble Duck” „crying child“ and „sounds from piano strings“. Other sounds are easy to explain like diving ducks searching food and small waves at nearby beach. At 11:40. min. a group of Kayak rowers pass by with a splashing sound.
Sækja mp3 skrá (196kbps / 27,6Mb)
Recorder: Korg MR1000 v/Sound Devices 552 preamp (24bit/96Khz)
Mic: Aquarian H2a_XLR (with 40cm interval)
Pix: Canon 30D (see more pictures)
The shrimp sound like they are hard at work. Do you think they react to the sound/pressure of the kayaks? Not sure if it’s my imagination but it sounds like for about 15 seconds they quieten down a little bit before accelerating again. Maybe you’ve captured the moment when they take shelter from a „threat“.
I was thinking exactly the same. It looks like the sound change when the kayaks arrive.
But during kayaks pass by it looks like someone is giving a „warning“ signal at 11:47 and 13:27.
See also spectrogram at: https://picasaweb.google.com/lh/photo/dJAALvLmrtk-SS4nMKqX5g?feat=directlink
It sound not far from some birds warning signal.
It is interesting to hear how different shrimps sounds in this session compare to your session at „down under“ 🙂
http://soundslikenoise.wordpress.com/2011/08/08/from-the-bridge-200/
I love sounds like this. On one level you have captured the reality but, on a different level, you have produced an abstract work of sound art which is just fascinating. Greatt work!
Thanks Des. I appreciate your comment.