Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘X-mas’

Allnokkuð var af fólki í Kringlunni þann 18. desember 2010. Flestir voru í þeim erindagjörðum að kaupa glingur og gjafir. Því má segja að jól á Vesturlöndum séu í raun gróðahátíð kaupmanna.
Þó margir hafi verið í Kringlunni á þessum tíma þá heyrðist ekki mikið í þessum fjölda. Helst var það tónlist frá verslunum sem glumdi í eyrum, annars aðeins litilsháttar skvaldur og létt fótatak fjöldans.

______________________________

Shopping madness.
Walking trough Kringlan shopping center in Reykjavik just before X-mas.
Recorder: Olympus LS10 (24bit/92khz)
Mic: MMaudio HLSO (Binaural setup )
Picture: Canon EOS 30D

Sækja mp3 skrá.  (192kbps / 16.5Mb)

Read Full Post »

Aðventan er hjá mörgum mikill streitutími, ekki síst hjá þeim sem gera miklar kröfur um að hefðir og venjur verði uppfylltar. Sumir kunna þó að njóta dimmustu daga ársins, ekki síst börnin sem fá það á tilfinninguna að eitthvað spennandi gersit á jólum þegar sól fer að hækka á lofti.
Aðventan er oft nýtt til að hitta annað fólk, ekki síst skyldfólk í ýmiss konar heimboðum. Getur þá oft verið kátt á hjalla. Í þessari hljóðmynd hittust þrjú sytkinabörn, þau Líneik Þula, Sölvi og Völundur Arnþór. Sungu þau þrjú jólalög í kaffiboði heima hjá afa og ömmu.

_______________________________

Three related children singing three x-mas songs in a family party.
Recorder. Olympus LS10 (24bit/92Khz)
Mic: MMAudio HLSO (Binaural setup )
Picture: Canon EOS 450

Sækja mp3 skrá (192kbps / 5Mb)

Read Full Post »