Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Posts Tagged ‘Rode Blimp’

Í vetur hef ég reglulega fóðrað fugla hverfisins með brauði og öðrum matarleifum.
Þann 18. mars 2011 gekk á með vestan útsynningi þar sem skiptist á með hvössum éljum, dúnmjúkri snjókomu, glaða sólskini og logni. Stillti ég upp hljóðnemum í um tveggja metra fjarlægð frá fóðurstað.
Fuglar sveimuðu í kring og sumir ætluðu að setjast í fóðrið en það var eins og eitthvað væri að. Ég fór því að fylgjast betur með atferli þeirra. Þeir virtust hræðast Blimp vindhlífina sem var utan um hljóðnemana. Hún líkist einna heilst feitum stórum gráum ketti. Það var því ekki furða þó styggð væri í fuglunum. Það tók einn og hálfan tíma þar til fyrsti fuglinn settist í fóðrið og aðrir fygldu á eftir. En margir þeirra höfðu athyglina á vindhlífinni fremur en á fóðrinu. Þeir ruku því upp hvað eftir annað í sínu taugastríði upp í trén. Á endanum tóku þeir þó vindhlífina í sátt. Brauðið var því fljótt að hverfa úr mjöllini.
Hér er á ferðinni upptaka sem mér hefur gengið erfiðlega að hljóðrita vegna hávaða frá bílaumferð. En þennan dag féll talsverður snjór í borginni sem deifði mjög mikið hávaðann frá umferðinni. Það heyrist því mun betur í vænjaþyti og tísti fuglanna. Þarna voru fuglar eins og starri, skógarþröstur og svartþröstur.  Í fjarlægð má heyra í krumma og hundi. Síðari hluti þessarar upptöku verður birtur síðar. Þá hafði fuglum fjölgað umtalsvert.

______________________________________

Feeding Starlings, Redwings, and Blackbirds.
The weather was windy with some snowfall and sunny moments.
The birds was spooked around the Blimp windshield (it looks like big fat gray cat) so they fly up and down frequently during the recording session. The mics was placed about 2meters away from feeding place.
The traffic noise is much lower than usual because new falling snow.
You can hear wingflaps mostly from Starlings and Readwings. Also croaking Raven and a barking dog in next street.
During this session number of birds is growing fast. Later one I will publish the rest of whole session when about fifty birds was singing and flying around the recording place.

Recorder: Sound Divices 552, 24bit/96Khz
Mic: MS setup. Rode NT2a (fig.8 side mic) and Sennheiser ME64 (mid mic)
Pictures: Canon EOS 30D

Sækja mp3 skrá (192kbps / 15,3Mb )

Read Full Post »

Í byrjun nóvember kyngdi niður fyrsta snjónum á suðvestur horni landsins.  Það minnti mig óneitanlega á að veturinn væri rétt að ganga í garð. Það voru nákvæmlega átta mánuðir frá því ég síðast komst í tæri við snjó. Var það síðustu páska á Ísafirði.
Talsvert vetrarríki ríkti um alla Vestfirði en laugardaginn fyrir páska gerði langar stillur milli hríðarbylja. Gafst því ráðrúm til að skjótast út með upptökutækin í leit minni að vetrarþögn.
Í Dagverðardal rennur lækurinn Úlfsá sem oft á tíðum getur orðið skaðræðis á í leysingum á vorin. En þann 3. apríl voru engar leysingar. Lækurinn var því saklaus þar sem hann gægðist á stökum stað undan íshellunni og fyllti “ærandi” þögn með ákveðnum hljóðum á leið sinni til sjávar

______________________________

Úlfsá (wolf river) is a name of a small stream in the valley “Dagverdardalur” in the northwest of Iceland.
This sound image of this river was recorded 4th of April in cold but nice weather between blizzard storms. Another sound image was recorded day before Úlfsá in next valley. It is Föstudagurinn langi árið 2010 ( Good Friday 2010)
Recorder: Korg MR1000 24bit/192Khz
Mic: Sennheiser ME64 in Blimp. NOS setup
Picture: Nokia N82

Sækja mp3 skrá (192kbps / 16,4Mb)

Read Full Post »

Í lok apríl og byrjun maí gerði ég nokkrar tilraunir til að hljóðrita fuglalíf á Seltjarnarnesi. Ég gafist upp á því vegna stanslausrar bílaumferðar fram og til baka út á nesið. Það var líka fjöldi fólks sem virtist stunda sína útiveru á Nesinu, ekki síst við Bakkatjörn, með því að sitja í bílunum í vegkantinum með bílvélina í gangi. Það heyrðist því fátt annað en drunur og innspítingar í bílvélum og miðstöðvum þau skiptin sem ég gerði mér ferð á Nesið með upptökutækin.
Rétt fyrir miðnætti þriðjudaginn 4. maí fór ég út á Seltjarnarnes. Gekk á með súld af og til svo búast mátti við fáu fólki eða bílum fram Nesið svona seint um kvöld. Hljóðnemunum var komið fyrir í lítilli laut norðan við golfskálann svo að sem minnst heyrðist í bílum sem kæmu út á nesið. Það var heppilegt því fjórir bílar komu í erindisleysu fram á Nesið á meðan á upptöku stóð og án þess að það truflaði upptökuna að ráði. Besti tíminn fyrir upptöku hefði verið snemma morguns milli kl. þrjú og sjö en það er vart boðlegt vinnandi fólki.
Það sem einkennir þessa upptöku er fjölskrúðugt fuglalíf; vaðfuglar, endur og gæsir og greinilegt að krían er enn ókomin. Hrossagaukurinn er áberandi og hefði getað heyrst betur í honum ef hann hefði ekki haldið sig mestu sunnan við golfskálann á meðan á upptöku stóð. Þá heyrist í regndropum falla sem og af og til í misstórum úthafsöldum skella í fjörunni handan grjótgarðsins sem umlykur Nesið á alla vegu.
Upptakan er tekin frá kl. 23:00 til 23:30. Í hálftíma eftir það kæfðu vélar frá kaupskipi á útleið þögnina með þungum drunum fram yfir miðnætti. Er sá hluti upptökunnar ekki færður hér til eyrna.
Notaðir voru tveir Sennheiser ME62 í Blimp vindhlífum sem vísuðu í u.þ.b. 90° til norðurs. Tekið var upp á Korg MR1000 í 192Khz/24bit. Myndin er tekin nærri tökustað á meðan á upptöku stóð.

Sækja MP3 skrá (192kbps / 44Mb)

Read Full Post »

Þennan föstudag fyrir tæpum 2000 árum telja kristnir menn að Jesú hafi verið krossfestur. Það var fátt sem minnti á þann atburð 3. apríl 2010 þegar ég var staddur á Ísafirði. Ég gerði mér þó ferð að kirkjugarðinum í Engidal við Skutulsfjörð þar sem finna mátti nokkurt safn af krossum á leiðum kristinna manna. Því má segja að það hafi verið nokkuð táknræn ferð þó tilefnið hafi fyrst og fremst verið að forðast vélarhljóð nærri mannabyggðum.
Mikið vetrarríki ríkti þennan dag með talsverðu frosti. Gekk á með hvössum, dimmum  hríðarbyljum og skafrenningi. Það var því ærið tilefni til að reyna að fanga andrúmsloftið í kirkjugarðinum sem eflaust öllum lifandi verum hefði þótt kuldaleg upplifun.
Tekið var upp á Korg MR1000 í 24bit/192Khz. Hljóðnemar voru Sennheiser ME64 í Rode Blimp vindhlífum sem voru í u.þ.b. 80°.
Helst heyrist í vindinum sem leikur um runnahríslur garðsins. Borði á kransi blaktir á nýtekinni gröf og strengur klappar fánastöng í fjarska. Þá sígur hljóðmaður öðru hvoru hor í nös þar sem hann hírist skjálfandi bak við húsvegg kapellunar í garðinum.  Það sem líklega heyrist aðeins sem lágvært suð hér á netútgáfu þessarar upptöku eru snjókornin sem strjúkast við snjóbreiðuna í skafrenningnum.
Á meðan á upptöku stóð fennti upptökutækið nærri í kaf. Upptökunni lauk þegar þrífóturinn sem hljóðnemarnir stóðu á fauk um koll. Það er þó ekki látið fylgja hér.
Ljósmyndin er tekin á upptökustað.
Sækja MP3 skrá.  192kbps / 29Mb

Read Full Post »